Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 10
Viðtalið HARMONIKUBLAÐIÐ Árni Sigurbjarnarson tónlistarkennari á Húsavík Hér kynnumst við lítillega Árna Sigurbjarnarsyni. Hann fædd- ist á Húsavík 20. febrúar 1960, kynntist harmonikunni ungur að árum, fór til Noregs 16 ára gamall, dvaldi þar í 7 ár og nam m.a. við Konservatoriet í Osló, flutti síðan til Húsavíkur fór að kenna við Tónlistarskól- ann og gerðist síðar skólastjóri þar. Árni varð góðfúslega við beiðni um að segja frá ýmsu því sem á daga hans hefur drifið, skoðun sinni á stöðu harmonikunnar, nýlegri náms- skrá ,mismunandi kennslukerf- um þar sem sitt sýnist hverjum um aðferðir og loks frá áhuga- málum sínum og fjölskyldu. Ég kynntist harmonikunni þegar ég hóf nám í Tónlistarkóla Húsavíkur, þá 10 ára gamall. Þegar ég var 11 ára fluttist fjölskyldan í Mývatnssveit. Þrátt fyrir það hélt ég áfram námi þar til 15 ára aldurs. Haustið 1976 fluttist ég út til Noregs til að búa einn vetur hjá systur minni og mági. Dvölin þar varð lengri en ég ætlaði í upphafi, eða 7 ár. Þegar ég kom út fór ég í menntaskóla sem sérhæfði sig í tónlist. Kennari minn þar'var Jon Faukstad sem kenndi þá m.a. við Tónlistarháskólann í Ósló. Hann er núna prófessor við Tónlist- arháskólann. Að loknum menntaskóla sótti ég um inngöngu í Konservatoriet í Ósló og var þá til að byrja með í námi hjá Toralf Tollefsen. Eftir fyrsta árið sótti ég um að komast aftur yfir til lons Faukstad við Háskólann. Ég útskrifaðist svo 1983 eftir 4ra ára nám og fluttist aftur til Húsa- víkur og byrjaði að kenna við minn gamla skóla. Árið 1987 hóf ég störf sem skóla- stjóri og gegni því starfi enn. Ég hef til- finningu fyrir því að áhugi á námi á harm- oniku fari vaxandi. í könnun á starfi tón- listarskóla sem unnin var í fyrra af Félagi tónlistarskólakennara kom fram að um 280 nemendur eru að læra á harmoniku og er harmonikan þar f 10. sæti hvað varðar algengustu hljóðfæri sem kennt er á innan tónlistarskólanna. Ég hef reyndar ekki tölur til samanburðar hvað varðar þróunina undafarin ár. í aðalnámskrá tónlistarskóla sem tekið hefur gildi er mælst til þess að nota hljóðfæri með c gripi við harmonikukennslu hér á landi. Víða hefur átt sér stað heit umræða um hvaða kerfi séu best. Þar sýnist sitt hverj- um og yfirleitt er það þannig að menn halda á lofti kostum þess kerfis sem þeir nota sjálfir. Margir eru samt þeirrar skoð- unar að hnappaharmonikur hafi ákveðna kosti fram yfir píanóharmonikur. Ég er sjálur á því að hnappaborðið haf ýmsa kosti. Það er samt alltaf sá sem spilar Árni Sigurbjarnarson. sem skiptir meira máli en kerfið sem við- komandi notar að mínu mati. Eitt stærs- ta vandamálið við harmonikukennslu er hvað hljóðfærin eru dýr. Svipað og með fiðlu, svo dæmi sé tekið, þarf nemandi sem byrjar 8-9 ára að læra á harmoniku að skipta a.m.k. tvisvar um hljóðfæri á ferlinum áður en hann nær valdi á 4ra kóra fullorðinshljóðfæri. Þar sem gott byrjendahljóðfæri kostar á bilinu 100 - 200 þúsund. þá segir það sig sjálft að það skapar mörg vandamál og nánast glundroða að hafa mörg kerfi í gangi. Ég tel því mjög óheppilegt ef kennarar freystast til að fara þá leið að byggja upp harmonikukennslu út frá eigin hagsmun- um. Það er því mikið hagsmunamál að reyna að samræma hvaða kerfi verða í notkun hér á landi og má segja að nýja námskráin hafi lagt línurnar hvað það varðar. Ég hef farið þá leið að beina byrj- endum inn á að nota hljóðfæri með c- gripi. Hafi nemandinn aðgang að öðru hljóðfæri þegar hann byrjar kenni ég að sjálfsögðu á það. Ég er þeirrar skoðunar að kennurum sé eingin vorkunn að þurfa að kynna sér eða læra fingrasetningu fyr- ir mismunandi kerfi. Samkvæmt nýju námskránni er einungis hægt að taka grunnpróf þar sem einungis er spilað á standard-bassa (hljómbassa er það víst kallað). Á mið- og framhaldsprófi þarf að leika á melódi-bassa (tónbassa). Þessi háttur er hafður á til þess að nemendum Stefán Ingi Björnsson, Guðrún Þóra Hallgrímsdóttir, Arnþór Hermannsson.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.