Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 13
HARMONIKUBLAÐIÐ Fróðleikur/Fréttir ur er manns gaman. Daginn eftir var Kristján kvaddur og haldið heim á leið, Á Egilsstöðum var stutt stopp að venju en þegar komið er fram á jökuldalinn segir Stebbi Þóris. „Ég held að bíllinn sé allur að koma til, sko þarna fórum við fram úr tveimur gæsum". Á heimleiðinni voru sagðar sögur og fluttar vísur, því miður skrifaði ég þær ekki niður og get því ekki skreytt ferðasöguna með þeim en mikið var ég búin að hlæja og skemmta mér. Kæru Þingeyingarog Breiðdælingar hafið þökk fyrir yndislega helgi. Ferðafélagar úr Harmonikufélagi Skagafjarðar. Fréttir frá H.F.Þ. Heiðursgestirnir Grettir Björnsson og Reynir lónasson. Séð yfir veisluborðið. Ágæti lesandi Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs árs, með þakklæti fyrir liðin ár. Eins og áður hefur komið fram varð Harmonikufélag Þingeyinga 25 ára'á síð- asta ári. Af því tilefni héldum við tónleika á Húsavík laugardaginn 16. ágúst. Gestir voru all flestir mættir á föstudeginum 15. ágúst og fóru í skoðunarferð innanbæjar og utan. Kl 18:00 á laugardeginum var öllum gestum ásamt stjórnarmönnum og mökum boðið í matarveislu í boði for- manns og hans konu, sem alfarið sá um matföng og drykki. Eftir að gestir höfðu etið og drukkið það sem á borðum var, héldu þeir á Fosshótel Húsavík þar sem tónleikarnir hófust kl 21:00. Fyrstir komu fram Reynir lónasson og Grettir Björnsson og léku þeir saman nokkur lög, einnig léku þeir einleik. For- maður H.F.Þ. bættist síðan við hjá þeim félögum og fluttu þeir saman nýtt frum- samið lag eftir hann valsinn "Sumar- stemning" í útsetningu Tatu Kantomaa. Síðan komu þeir Sigurður Hallmarsson og Árni Sigurbjarnarson og léku nokkur lög. Að tónleikum loknum var dansleikur og komu þar til liðs við okkur félagar úr Harmonikufélagi Norðfjarðar. Þetta kvöld tókst mjög vel og var nokkuð vel mætt, vil F.v. Aðalsteinn ísfjörð formaður HFÞ afhendir Stefáni Kjartanssyni fyrsta formanni HFÞ fána félagsins. eqb? ég fyrir hönd H.F.Þ. þakka öllum þeim sem komu að þessari hátíð. Þann 4. október héldum við svo af- mælisárshátíð á Fosshótel Húsavík þar sem gestum var boðið upp á fordrykk við undirleik Sigurðar Hallmarssonar og Ingimundar Jónssonar. kl. 21:00 var síðan gengið í sal og sest að borðum. í boði var forréttur, aðalréttur og á eftir kaffi og kon- fekt. Formaður setti samkomuna og bauð gesti velkomna, síðan komu nemendur úr Hafralækjarskóla og skemmtu okkur með söng og leik á Marimba hljóðfæri frá Suð- ur Afríku og var gerður góður rómur að leik þeirra. Veislustjórinn, Friðrik Stein- grímsson, fór með gamanmál. Heilla- skeyti og blómaskreytingar bárust félag- inu frá öðrum félögum og einnig Sam- bandi íslenskra harmonikuunnenda. Að loknu borðhaldi var síðan dansað til kl. 03:00. Húsavík í febrúar 2004. Fh. Stjórnar H.F.Þ., Aðalsteinn ísfjörð.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.