Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 9

Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 9
HARMONIKUBLAÐIÐ Minningarorð Jóhann Óskar Jósefsson Látinn er Jóhann föðurbróðir minn frá Ormarslóni í Þistilfirði. lóhann Óskar Jósefsson bóndi, harmonikuleikari og tónskáld fæddist í Ormarslóni í Þistilfirði 20. desember 1911. Hann var sonur hjónanna lósefs Kristjánssonar og Halldóru Þorgríms- dóttur ábúenda þar. Ormarslónsheim- ilið var rómað fyrir gestrisni og glað- værð, ekki síst þegar húsfreyjan tók til við að spila á sína einföldu harmon- iku, seinna tóku þeir bræður við því hlutverki. Snemma komu í Ijós tónlist- arhæfiieikar Jóhanns svo að faðir hans útvegaði honum harmoniku. lóhann var að mestu leiti sjálfmenntaður fyrir utan lítilsháttar tilsögn hjá norskum sjómönnum sem hjálpuðu honum að fá nótnabækur frá Norðurlöndum. |ó- hann var fyrstur manna hér á landi.að- eins 22 ára gamall, til að spila inn á harmonikuplötu, tvö frumsamin lög sem heita "Regndropinn” og "Við ís- hafið". Þorsteinn bróðir hans lærði einnig harmonikuleik hjá honum og ferð- uðust þeir um landið og léku bæði fyrir dansi og héldu tónleika og nefndu sig "Ormarslónsbræður”. Síðasta tónleika- ferðin var farin 1945 til Reykjavíkur, og minnist ég þess er þeir voru að æfa sig fyrir það ferðalag. Aldrei heyri ég "Píia- grímakórinn úr Tannhauser" eftir R. Wagner svo mér komi ekki í hug er þeir bræður voru að æfa sig. Fleiri meistarar voru æfðir, sem ekki verða taldir hér. Alltaf vildi hann veg harmonikunnar sem mestan og var á efri árum mjög áhuga- samur er fóru að koma til landsins harm- onikusnillingar með harmonikur með melódískum bössum, en samt held ég að Toralf Tollefsen hafi alltaf verið efstur á blaði hjá Jóhanni. Margir hafa fengið til- sögn hjá frænda mínum í harmonikuleik eða komið með harmonikur í viðgerð til hans. Frændi var sérstakur persónuleiki, listamaður af guðs náð, hagleiksmaður, veiðimaður góður, smiður bæði á tré og járn, smíðaði t.d. súgþurrkunartæki í hlöðuna sína. Brennandi áhuga hafði hann á allri tækniþróun í músik og fleiru. Tölvurnar komu of seint fyrir hann, þó vantaði ekki áhugann. Allan sinn langa aldur átti hann heima í Ormarslóni, þar var honum ætlað að vera fannst honum. í átta ár bjó með honum dönsk kona, Ellen Ludviksen, með son sinn Pétur. Minntist hann þeirra ætíð með hlýhug. í rúm fjöru- tíu ár hefur hann verið einn f Orm- arslóni, ég veit að oft voru vetrar- kvöldin löng, en þá tók hann hljóðfær- ið sitt og samdi sín bestu lög. Hann var af gamla tímanum, lífsstíll hans var að skulda engum neitt. Mann- blendinn var hann og sagði okkur sög- ur frá gamla tímanum og einnig sögur sem hann hafði lesið. Hann var við- kvæmur í lund, Ijúfur sem sunnan- blærinn, en gat rokið upp í hvassviðri sem sjaldnast stóð lengi. Heilsugóður var hann fram yfir nírætt, en veiktist á síðasta ári og fór þá á Dvalarheimilið Vík á Raufarhöfn. Víst athvarf átti hann í Vogi hjá nafna sínum og Þór- unni konu hans, sem hann bar svo mikið traust til. lóhann má hiklaust telja einn af brautryðjendum í harm- onikuleik á íslandi. Hann var heiðurs- gestur á landsmóti Sambands ís- lenskra harmonikuunnenda að Lauga- landi í Eyjafirði árið 1987 þar sem hann lék lögin sín "Venus" og "Kveðja til fatlaðra" fyrir landsmótsgesti og árið 2001 hlaut Jóhann heiðursviðurkenningu í tilefni 20 ára afmælis SÍHU fyrir fórnfúst starf og eljusemi í þágu harmonikutón- listar á íslandi. lóhann andaðist að kvöldi 16. febrúar eftir rúmlega vikudvöl á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. Hann hefur komið passlega í afmælis- veislu systur sinnar en hún hefði orðið 95 ára þennan dag. Nú eru harmonikuóm- arnir hljóðnaðir í Ormarslóni, og símtöl- in okkar verða ekki fleiri en minningin lifir. Vertu sæll frændi. Halldóra Hólmgrímsdóttir Okkar arlega - og sívinsæla VORBALL verður í Básnum í Ölfusi, laugardagskvöldið 15. maí nk kl 22 til 02 - Danstónlist við ailra hæfi Fjölmennum! HARMONIKUFÉLAG SELFOSS Húnaver! Minnum á fjölskylduhátíðina í Húnaveri 18. - 20. júní 2004 Félög harmonikuunnenda í Húnavatnssýslu og Skagafirði

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.