Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 12
Fróðleikur
HARMONIKUBLAÐIÐ
Helgardvöl í Breiðdalnum
Gunnar Ágústsson með nestið sitt.
Stefán Þórisson og Guðrún Ólafsdóttir.
Það er föstudagur í apríllok 2003 og veðr-
ið nokkuð gott, þó eins og það sé úrkoma
í loftinu, kannske eru veðurguðirnir að
búa sig undir fyrstu gróðrarskúrina. Við
erum á ferð fjórir Skagfirðingar og stefn-
um í austurátt. Eftirvænting ríkir í þílnum
enda ástæða til. Harmonikufélag Þingey-
inga hefur boðið félögum úr Harmoniku-
félagi Skagafjarðar að fara með þeim í
heimsókn austur á land nánar tiltekið
austur í Breiðdal. Við komum til móts við
Þingeyingana í Reykjahlíð. Þar taka á
móti okkur Aðalsteinn formaður og Unn-
ur kona hans ásamt glöðum hópi fólks
sem sameinast í eina rútu. Undir stýri á
nýkeyptum bílnum er ekki óþekktur mað-
ur, nefnilega jón Árni Sigfússon. Síðan er
lagt á öræfin og tíminn líður hratt við
glens og gamansögur bæði nýjar og
gamlar. Þegar ég fer að kynnast þeim sem
næstir mér sitja heyrist mér að þeir séu
allir formenn, hafi verið formenn eða þá
að þeir heiti Stefán. Líst mér það eðlilegt
því Þingeyingar eru snillingar í alla staði.
Yfir öræfin hafði sessunautur minn Stef-
án orð á því annað slagið að bíllinn vinni
ekki vel og hafi jón Árni keypt köttinn í
sekknum. Tók enginn undir það nema |ón
í Miðhúsum því öðrum lá ekki á.Stutt við-
dvöl er á Egilstöðum og áfram haldið.
Austurlandið fangar augað, alltaf eitt-
hvað nýtt að sjá. Þegar fer að halla niður
í Breiðdalinn kemur til móts við okkur
Sigursteinn Melsted frá Breiðdalsvík,
hann lýsir iandsháttum, búandkörlum og
býlum og segir sögur úr sveitinni. Ekki
höfðum við lengi ekið ofan Breiðdalinn
þegar Stebbi Þóris. kveður uppúr með, að
nú sjái til sjávar. Töldu félagar hans það
firru og ólíklegt að slíkt landsig hefði orð-
ið á Austurlandi síðan þeir voru þar síð-
ast. Fyrr en varir erum við komin á leiðar-
enda heim að Hótel Staðarborg. Þar er
ætlunin að hópurinn gisti hjá Kristjáni
hótelhaldara og hugsjónamanni sem rek-
ur lítið en notalegt hótel í aflögðum
barnaskóla. Að lokinni súpu og brauði
tóku menn fram hljóðfærin, liðkuðu
stirða fingur og bjuggu sig undir laugar-
dagskvöldið. Næsta dag eftir morgun-
hressingu hjá Kristjáni var Sigursteinn
mættur enn á ný, ekið var um nágrennið
og við fengum að heyra meiri fróðleik um
mannlífið og lífsbaráttuna fyrr og nú.
Sáum m.a. á húsvegg á Breiðdalsvík för
eftir byssukúlur þýskrar flugvélar úr
seinna stríðinu. Eftir hressingu á Hótel
Bláfelli var haldið heim að Staðarborg.
Um kvöldið var veisla hjá hótelstjóranum
og skáld af Breiðdalsvík Guðjón Sveins-
son las Ijóð og flutti eigin lög af diski,
raul eins og hann kallaði það. Um kvöld-
ið var svo slegið upp dansleik eins og
þeir gerast bestir og spiluðu menn ýmist
í „grúppum" einir sér eða allir saman því
þarna sannaðist hið fornkveðna að mað-
Unnur Sigfúsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir.
Það var mikið skrafað á leiðinni.
um