Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 11

Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 11
HARMONIKUBLAÐIÐ Viðtalið standi opin leið í framhaldsnám við er- lenda hákóla. Þar er víðast hvar gerð krafa um að spilað sé á hljóðfæri með konverter-bassa (skiptanlegan bassa með bæði kerfin). Þetta fyrirkomulag er að sjálfsögðu umdeilanlegt þar sem það tekur ekki mikið tillit til aðstæðna hér á landi. Enn sem komið er spila langflestir á píanóharmonikur sem hafa einungis standard-bassa, auk þess sem lítið brot nemenda hefur framhaldsnám í huga. Vöntun á heppilegu kennsluefni er líka mikið vandamál. Það vantar algjörlega ís- lenskt kennsluefni sem tekur mið af nýrri námskrá. Það er heldur ekki til mikið úr- val af hentugu erlendu efni. Þessar að- stæður gera miklar kröfur tii harmoniku- kennara. Þeir fá nánast ekkert upp í hend- Harpa Stefánsdóttir. urnar þurfa að vinna allt frá grunni. Þörf- in fyrir samstarf eða samráð er því mikil og væri ástæða til að koma því á með skipulögðum hætti. Það er mikilvægt að þeir sem kenna á harmoniku reyni að nota þá sterku stöðu sem harmonikan hefur sem alþýðu hljóðfæri. Gott sam- starf tónlistarkóla og tónlistarkennara við harmonikufélög sem starfa víða um land getur verið öllum aðilum til framdráttar. Það er óneitanlega veikleiki við nýja námskrá að það skyldi þurfa að leita til útlanda eftir þekkingu og fyrirmynd þegar hún var samin. Ég tel að það þurfi því fljótlega að endurskoða námskrána með hliðsjón af reynslu okkar sem kennum hér heima og einnig út frá þeirri öru þró- un sem á sér stað í tónlistarlífi í heimin- um. Þar á ég við þá nýju strauma sem tengjast fjölmenningu og tónlistarstefn- um sem koma víða að. Ég tel að þar liggi tækifæri til að styrkja stöðu harmon- ikunnar í framtíðnni. Arnþór Hermannsson, Hilmar Birgirsson, Stefán Ingi Björnsson og Arni. Hvað varðar mín áhugamál, þá hef ég alla tíð haft gaman af því sem ég hef ver- ið að starfa. Mér hefur fundist það vera að ýmsu leyti forréttindi að vera skóla- stjóri Tónlistarskólans á Húsavík. Um- hverfið hér á Húsavík til þróunar skóla- starfs hefur verið mjö hagstætt. Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægi tónlistar- skóla fari vaxandi í takt við breytingar í þjóðfélaginu. Tónlistarskólarnir eru mik- ilvægt mótvægi við hið markaðsvædda umhverfi barna og unglinga. Þar sem tón- listarskólar á íslandi eru "ungir" skólar samanborið við önnur skólastig þá mun á næstu árum fara ört fjölgandi foreldr- um og seinna öfum og ömmum sem hafa notið þess að læra á hljóðfæri í æsku. í framtíðinni mun þetta fólk eiga tónlist sem mikilvægt áhugamál. Ég hef einng haft áhuga á umhverfismálum og á tíma- bili vann ég mikið að þeim. Fannst mér það mjög gefandi og í gegnum það starf komst ég í kynni við margt frábærlaga skemmtiiegt og gott fólk. Núna í seinni tíð hefur stærsta áhugamálið verið upp- bygging á hvalaskoðun á Húsavík. Við hjónin stofnuðum ásamt fjölskyldu bróð- ur míns Harðar, hvalaskoðunarfyrirtækið Norður-Siglingu. í dag er það orðið meira en hobby og veitir það meira en 20 manns vinnu yfir sumartímann. Mig hef- ur aldrei skort verkefni og sé ég ekki fram á að það muni gerast á næstunni meðan ég nýt þeirra forréttinda að búa við góða heilsu og hafa næga starfsorku. Konan mín heitir Line Werner. Við kynntumst í Noregi á námsárunum þar. Hún er tónlistarmenntuð og kennir tón- mennt við Borgarhólsskóla á Húsavík. Við eigum þrjú börn: Agnesi 17 ára sem nú er skiptinemi í Ekvador, Oddvar Hauk 14 ára og Silju 12 ára. Daníel jónmundsson, Mikal Elí Aguilar. EQW

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.