Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 14
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Landsmót ungra harmonikuleikara Tildrög þessa landsmóts eru þau, eins og margir harmon- ikuunnendur vita, að á undan- förnum aðalfundum S.Í.H.U. síðustu ára hefur það verið margrætt að koma á einhvers konar móti fyrir yngra fólkið svo það hefði að einhverju að stefna. Á aðalfundi að Narfastöðum árið 2002 var Félagi harmonikuunnenda í Skaga- firði falið að kanna málið sem að þeir gerðu. Á aðalfundi að Laugum í Sælings- dal árið 2003 tilkynntu þeir svo að þeir væru komnir af stað með undirbúning að mótinu og það skyldi komast á vorið 2004. Ákveðið var á þeim fundi að rétt væri að hafa samband við tónlistarskól- ana vítt og breitt um landið, og voru for- menn og aðrir sem sátu fundinn beðnir um að hafa samband við tónlistarskóla á sínu svæði og reyna að fylgjast með að skólarnir þeirra væru inni í myndinni. í lok september 2003 var send tilkynnig til 73ja tónlistarskóla, 58 skólar fengu til- kynninguna í tölvupósti, en 15 skólar í al- mennum pósti. Svörunin þótti léleg. Var þá send ítrekun með skilafresti til 18. okt- ober 2003. Fréttapistill um fyrirhugað mót kom í Morgunblaðinu ásamt auglýs- MéMCTA VERKSTÆÐITIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONIKUM AÐ KAMBASELI 6, RVK HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUÐNA í SÍMA 567 0046 ingu um svipað leyti. Fréttatilkynning kom einnig í Harmonikublaðinu. Alls voru það 9 skólar sem tilkynntu þátttöku. Voru þeim send 3 lög á nótum í pósti sem ætluð voru í samspil skólanna. Þetta var afgreitt fyrir áramót 2003. Þá var farið í að útvega húsnæði til tónleikahalds, gisti- aðstöðu ásamt fæði og fl. í byrjun febrú- ar voru svo þessum 9 skólum sendar upp- lýsingar um það, og þeir beðnir um að til- kynna þeirra þátttöku, hversu margir tækju þátt, fylgdarfólk og fl. Frestur var til 15. febrúar. Einhver dráttur var á að skól- arnir svöruðu, var þá haft samband við þá í síma og málin rædd. Fimm skólar af þessum 9 eru hættir við þátttöku. Þeir sem eftirstanda eru Tónlistarskóli Skaga- fjarðar, Tónlistarskólinn Akranesi, Tón- listarskólinn Raufarhöfn og Tónlistar- skólinn á Dalvík, þannig að þátttaka er u.þ.b. 30 flytjendur. Við höldum okkar striki, og verður landsmót ungra harmon- ikuleikara haldið í Félagsheimilinu Ár- garði Skagafirði 22. maí 2004. Félags- heimilið Árgarður er 10 km framan við Varmahlíð. Þar eru tjaldstæði, sundlaug og heitur pottur. Ferðaþjónustan Bakka- flöt er þar á sama stað með góð tjald- svæði, veitingar og gistiaðstöðu. Þeir sem það vilja nota hafi samband við staðarhaldara í síma 453-8245 eða 453-8099. Dagskrá mótsins laugardaginn 22.maí. Landsmótstónleikar hefjast kl. 15 og stan- da til ca. kl. 17. Þar koma fram, unga fólk- ið ásamt kennurum, bæði einleikarar og hópar. Kvöldverður verður kl. 18. Fjöl- breyttir stórtónleikar hefjast kl 20.30 með þessu frábæra unga tónlistarfólki, einnig koma fram rússnesku tvíburabræðurnir Vadim og Yuri. Aðrir bræður skagfirskir, |ón og Stefán og spilahópur unglinga frá Hafralækjarskóla sem spila á Marimba sem eru afrfsk ásláttarhljóðfæri. Harmon- ikubítlarnir leika svo dans og dægurlög fram til miðnættis. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á að njóta tónlistarhæfileika þessa unga fólks. G.Á. / tilefni 25 ára afmœlis HUV verður breytt út af hefðinni og haldinn almennur dansleik- ur í Ásgarði Glæsibæ laugar- daginn 8. maí kl 22.00-02.00. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórn Harmonikuunnenda Vesturlands P.S Minnum á sumarmót félagsins í Fannahlíð 16.-18. júlí. Stjórnin EEHt

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.