Harmonikublaðið - 01.05.2008, Page 3

Harmonikublaðið - 01.05.2008, Page 3
Harmonikubladið ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Hreinn Halldórsson Faxatröð 6, 700 Egilsstöðum Sími 4711884, 866 5582 Netfang: fax6@simnet.is og hreinn@egilsstadir.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum Netfang: print@heradsprent.is Meðalefnis: - Landsmót í Reykjanesbæ 2008 - Harmonikudagurinn 3. maí - Landsmót ungmenna 2007, viðtöl - Pistill um aðalfund S.Í.H.U. 2007 - Hugleiðingar um landsmót - Bréf til blaðsins - Viðtal við Gísla Brynjólfsson Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 sída kr. 23.000 1/2 síða kr. 15.000 Innsíður 1/1 sída kr. 18.400 1/2 síða kr. 11.500 1/4 síða kr. 6.700 i/8síða kr. 4.600 Smáauglýsingar kr. 2.500 Forsíðan: Frá harmonikudeginum 3. maí2oo8. Efni í næsta blað, sem kemur út í september, þarfað berastfyrirágústlok. V i I Harmonikubladid maí 2008 Góðir áskrifendur! Vinsamlega leggið áskrift blaðsins, kr. 2.000.- fyrir árið 2008 inn á reikning nr. 0305 -13- 700, Kt. 030349-3859 Mikilvægt er að nafn og kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. V______________________ Frá ábyrgðarmanni Heil og sæl öll sömul! Med þessu blaði hefst þriðji ár- gangur Harmonikublaðsins í umsjón undirritaðs. Áþessum tveimurárum hefur áskrif- endum fjölgað um hátt í tvö hundruð sem er aðallega því að þakka að nokk- ur aðildarfélög S.Í.H.U. ákváðu að greiða blaðið fyrir alla sína félags- menn. í staðinn greiða fétögin talsvert lægra gjald fyrir hverja áskrift. Égvildi helst sjá öll félögin fara þessa leið, fjölga áskrifendum og greiða lægra árgjald auk þess að öll innheimta ár- gjalda yrði skilvirkari en nú er. Það hefur borið við að nokkrir ein- staktingar, sem eru í þeim félögum sem greiða fyrir sfna félagsmenn, hafa einnig greitt áskriftargjald til blaðsins. Vegna þessa þá bið ég við- komandi félög að upplýsa sitt félags- fólk með fréttabréfi eða öðrum hætti þannig að allir viti hver greiðir hverj- um. í framhaldi af því bið ég öll hin félögin að hvetja sitt félagsfólk til að greiða árgjald blaðsins. Enn eru ógreidd 50 árgjöld fyrir 2007. Árgjatd btaðsins 2008 er kr. 2.000,- Þeir áskrifendur, sem félögin greiða ekki fyrir, eru vinsamlegast beðnir um að greiða árgjatdið sem fyrst. Sjá hér neðar á blaðsíðunni til vinstri. Eins og flestir vita þá verður lands- mót S.Í.H.U. haldið í Reykjanesbæ 3. - 6. júlí og vonandi flykkist fólk þangað og nýtur alls þess sem í boði verður. Landsmótin eru í raun þriggja ára uppskeruhátíð þarsem starffélag- anna á að skila sér í fleiri spilurum og framförum milli móta. Með því móti nær harmonikutónlistin til enn fleiri og treystir sig betur í sessi. Önnur hlið tandsmótanna er sú hefð að bjóða gestum upp á sérstaka dag- skrá þar sem erlendir og innlendir harmonikuleikarar sfna snilli sína. Þessir erlendu gestir okkar hafa verið hver öðrum betri, sett svip sinn á mótin, jafnvet sest að á íslandi tíma- bundið og gefið heilmikið af sér til einstaklinga og félaga vítt um land. Auk tandsmótsins eru harmoniku- hátíðir sumarsins á sínum stað og því í nógu að snúast fyrir marga. Af efni blaðsins má nefna umfjöllun nokkurra félaga um harmonikudag- inn 3. maí sem nýturvaxandi vinsælda og er því vonandi kominn til að vera. Þá eru viðtöl við unga harmonikuleik- ara frá síðasta hausti. Tatu Kantomaa, einn mesti “hvalreki” harmonikutón- listarinnar er að flytja úr landi, heim til Finnlands. í grein sem hann skrifar f blaðið fer hann yfir árin á íslandi. Að lokum vil ég nefna skemmtilegt viðtal við Gísta Brynjólfsson þar sem hann kemur víða við. Gleðilegt sumar, Hreinn Halldórsson r~ u almonikusatn ÁSGEIRS S.SIGURÐSSONAR býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á ísafirði. Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 J

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.