Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 12
io. Landsmót S.I.H.U. í Reykjanesbæ 3.-6. júlí 2008
mm ■ mmMwS. '
Samband íslenskra harmonikuunnenda
heldur sitt ao. landsmót 3. til 6. júlí 2008
í Reykjanesbæ. Undirbúningur er ífullum
gangi. Að undirbúningnum kemur fjög-
urra manna nefnd frá Félagi harmoniku-
unnenda á Suðurnesjum: Baldvin Elís
Arason, Einar Gunnarsson, Víkingur
Sveinsson og Þórólfur Þorsteinsson. Auk
nefndarinnar koma að undirbúningnum
verkefnisstjóri Reykjanesbæjar Ásmund-
ur Friðriksson og menningarfulltrúi
Reykjanesbæjar Valgerður Guðmunds-
dóttir. Mótið verður haldið í íþróttahúsi
Reykjanesbæjar við Sunnubraut. íþrótta-
húsið er í miðbæ Reykjanesbæjar, á skóla
og íþróttasvæði bæjarins og er stutt í alla
þjónustu, svo sem verslanir, veitinga-
staði, sjúkrahús, apótek, sundmiðstöð
með vatnaveröld, söfn og þess háttar.
Einnig í sölum Lista og menningarmið-
stöðvar Reykjanesbæjar í DUUS húsum,
og sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Und-
irbúningurinn gengur vel. Erlendir heið-
ursgestir landsmótsins verða snillingarn-
ir og feðgarnir Alf Krister Hágedal og Jan
Hágedal frá Mariestad í Svíþjóð
Aðstaða fyrir farartæki: húsbíla, tjald-
vagna, fellihýsi og þess háttar, verður í
kringum íþróttahúsið, á mótssvæðinu í
örfárra gönguskrefa fjarlægð, einnig á
svæði Alex h/f. sem er lengra frá móts-
svæðinu. Á svæðinu verður rafmagn,
vatn og hreinlætisaðstaða. Veitingar og
þjónusta verða í íþróttahúsinu. Upplýs-
ingaþjónusta Reykjanesbæjar Hafnargötu
57 Bókasafninu í Kjarna í Flughótelinu
sími: 421-6777 fax: 421-3150 mun veita
upplýsingar um gistimöguleika á Reykja-
nesi, svo og hótelin og gististaðirnir.
Harmonikufélögin hafa tilkynnt þátttöku
á Landsmótinu ogtekið fram hvenær þau
óska eftir að koma fram á tónleikunum,
einnig hafa þau sent nafnalista þátttak-
enda. Landsmótslagið 2008, semereft-
ir Þórólf Þorsteinsson, er í æfingu hjá
félögunum og verður leikið af öllum
félögunum saman á landsmótinu.
Undirbúningsnefndin vonast til að sem
flestir harmonikuunnendur í iandinu fjöl-
menni í Reykjanesbæ og taki með sér
gesti því í Reykjanesbæ verður mikil
harmonikugleði þessa helgi.
Víkurfréttir og vefsíða Víkurfrétta helga
Landsmótinu útgáfu sfna þessa vikuna
og veitingastaðirnir á svæðinu verða
með harmonikutónlist alla helgina og er
öllum tónlistarmönnum boðið að taka
þátt í músíkinni. Meðfylgjandi eru drög
að dagskrá mótsins og verðskrá . Hægt
verður að kaupa alkort á alla atburði
mótsins og einnig á einstaka atburði.
Undirbúningsnefndin vill hvetja allt harm-
onikuáhugafólk að efla vefsíðuna harm-
onika.is og harmonikublaðið og stuðla
að heimsóknum á harmonikumót á milli
svæða og njóta tónlistarinnar og efla
félagsandann.
DRÖG AÐ DAGSKRÁ.:
Fimmtudagur 3. júlí
Kl. 19.00 - Landsmót sett.
Ávarp formanns SÍHU. Jónas Þór Jóhanns-
son. Landsmótslagið flutt.
Kl. 19.30 - Tónleikar félaga.
Tónleikar Alf Krister Hágedal frá Svíþjóð.
Kl. 22.30 - Leikið og dansað á veitinga-
húsum Reykjanesbæjar.
Útivera (beðið um gott veður)?
Föstudagur 4. júlí
Kl. 14.00 - Tónleikar félaga. Landsmóts-
lagið leikið. Tónleikar erlendra heiðurs-
gesta: Alf Krister Hágedal og Jan Hagedal
frá Svíþjóð
Kl. 20.30 - Einleikstónleikar.
Kl. 22.00 - Leikið og dansað á veitinga-
stöðum á Suðurnesjum.
Útivera (beðið um gott veður)??
Laugardagur 5. júlí
Kl. 14.00 - Tónleikar félaga. Landsmóts-
lagið leikið. Ungmennatónleikar
Kl. 17.00 - Heiðurstónleikar
Kl. 22.00 - Lokadansleikur í íþróttahús-
inu.
Mótsslit. Landsmótslagið flutt.
VERÐLISTI:
Alkort: kr. 7.000,-Gildir fyrir alla tónleikana og lokadansleikinn. Tónleikarfélaga: kr. 1.500,-
4.júlí. 2008 - Tónleikar erlendra heiðursgesta, kr. 1.500,- s.júlí. 2008 - Tónleikar heiðursgesta, kr 2.000,-
Ég ætla að byrja á að þakka hjartanlega
fyrir góða afgreiðslu á harmoniku-
blaðinu. Ég skrifaði útvarpsstjóranum og
bað hann um að koma harmonikuþætt-
inum á f útvarpinu, en hann hefur aldrei
minnst á þetta bréf frá mér. Nú er það
tillaga frá mér að þegar S.Í.H.U. kemur
saman á fund verði fengnir 3 menn eða
beðnir um að fara á fund tónlistarstjóra
útvarpsins og biðja hann um að Ijá harm-
onikufélögunum í landinu tíma á föstu-
Bréf til blaðsins
Ritað 12. febrúar 2008
dögum strax eftir 10 fréttir og veðurfregn-
ir á morgnanna til kl. 11 fyrir hádegi og til
þess að taka á móti diskum, sem kæmu
frá félögunum og leika svo í þættinum.
Væri held ég best að ráða Högna Jónsson
og Hiimar Hjartarson sem gætu skipst á
að koma í þættina.
Með kærri kveðju. Aðalbjörn Úlfarsson,
Víkurbraut26 Höfn Hornafirði.
Ritstjóri þakkarAðalbirni bréfið og tillög-
una sem stjórn S.Í.H.U. tekur að sér.
Það er Ijóst að harmonikutónlistin á fylgj-
endurvíttum landsem útvarp allra lands-
manna þarfað þjóna betur en gert er og
því full ástæða til að hrista upp í Páli út-
varpsstjóra og félögum.