Harmonikublaðið - 01.05.2008, Qupperneq 17
snjall karlinn, las hvað sem lagt var fyrir
hann á píanó.
Lærir þú að mála hjá honum?
Nei Hann var í slagtogi með meistara
sem ég vann hjá. Svo hékk maður við
þetta svona fram eftir, fram yfir 1950. Þá
flytur Haraldur Guðmundsson HG, til
Vestmannaeyja úr Reykjavík og stofnaði
HG sextettinn f Vestmannaeyjum og hann
starfaði nú ekki lengi en það var fyrsta
alvöru hljómsveitin ogégvargftarleikari.
Við lékum á tvennum jasstónleikum í
Austurbæjarbfói 1950 og 1952.
Þú hefur spilað á hvað sem var?
Já hér um bil. Haraldur entist ekki nema
til 1952 hjá okkur þá fór hann til Reykja-
víkur og var þar eitt ár og þaðan austur á
Neskaupstað.
Við fórum í hringferðalag 1952, þá var
Höskuldur Stefánsson frá Norðfirði með
okkur á píanó í þessari hljómsveit, hann
var fínn spilari, vandaður. Þá var Árni Elf-
ar með okkur á pfanóið og Axel Kristj-
ánsson á bassa. Árni fór þá að æfa bás-
únu ogléká hana meðokkur. Eftirþennan
Vestmannaeyjatúr lenti hann beint í Sin-
foníuna, hafði aldrei lært neitt, hann var
bara svona góðurogspilaði meðan heils-
an leyfði. Hann var snillingur. Það var
dásamlegt að vera með Árna, hann var
svo fínn náungi og líka listmálari. Ég á
band með viðtali við hann úr sjónvarp-
inu, það var gaman að því. Þó hann væri
svona langt á undan okkur datt honum
ekki í hug að sýna okkur að við gætum
ekkert. Á síðustu jazzhátiðinni sem hann
kom spiluðum við saman tvo „argentíska
tangóa“. Ég var á nikkunni en hann á
píanó. Svo ætlaði Guðjón Þálsson að
troða upp með mér, þetta var svona opn-
unarhátíð, aðallega Vestmannaeyingar
og ætluðum viðað spila eitthvað af þess-
um gömlu lögum sem við vorum með í
Mallabandinu. Svo þegar kemur að Guð-
jóni vildi hann slá þetta af svo við bara
spiluðum einhver af þessum Eyjalögum
eins og Gamli Jón o.fl.
Guðjón Pálsson var nokkur ár í Eyjum,
hann er nú fæddur þar og uppalin, ferm-
ingarbróðir minn og svo fer hann til
Reykjavíkur og þá vantaði orðið píanó-
leikara í samkomuhúsið. Þá var stofnuð
ný hljómsveit 1956 og þá var enginn
píanóleikari á svæðinu þannig að ég varð
að taka ritmagítar.
Þú spilaðir á mörg hljóðfæri, hvert þeirra
varskemmtilegast?
Það er auðvitað harmoníkan, asnaspurn-
ing. Það var nú í eitt skiptið þá spiluðum
við í útvarpið, meira segja tekið upp á
stálþráð, kom lið frá Reykavík og þetta
var HG sextettinn 1950, þá segir Þor-
steinn Víglundsson skólastjóri, hann var
fréttaritari, “hvað eru margir menn í sext-
ettinum”? Ha, ha, þetta var nú alveg met
hjá skólastjóra gagnfræðaskóla.
Jú, þetta voru skemmtilegir tímar. Svo far-
ið í þetta hringferðalag, einn og hálfan
mánuð 1952.
Fóruð þið víða, Ifka vestur?
Já vestur á Bolungavík, fórum með flugi á
Katalínu flugbáti, vorum tvo tíma á leið-
inni til baka og allt í einu fór hún svona -
Gísli leikur hvernig vélin lét. Þá sagði
Gísli Bryngeirsson við Höskuld, “nú hafa
þeir séð fjall” og Höskuldur var eins og
negldur niður. Þetta var frá ísafirði til
Reykjavíkur og þeir fundu ekki gat til að
komast á flóann. Þetta var sjónflug og
svo þegar þeir sáu gat demdu þeir sér
niður. Svo skalf þetta drasl. Ég held að
þetta hafi verið Flugfélagt íslands. Þarna
spiluðum við á ísafirði og þeir eyðilögðu
allt fyrir okkur Villi Valli og þeir því Al-
þýðuhúsið og Uppsalir lágu saman við
götuna. Seinna kvöidið sem við ætluðum
að spila þá voru bara stólarnir settir út og
sagt, það er frítt fyrir dömur, og allt
tæmdist og allt fór til þeirra. En svo vor-
um við ráðnir til að spila á einhverri
íhaldshátíð á Bolungarvfk og það var það
sem bjargaði Vestfjarðaferðinni, fengum
ágætlega borgað.
Við komum svo á endanum heim algjör-
lega á brókinni, “broken”. Við höfðum
ekkert út úr þessum túr nema ánægjuna.
Sums staðar voru samt góð böll hjá okk-
urt.d. á Norðfirði, þarvar Höskulduraðal
auglýsingin og líka á Eskifirði og í tveim-
ur húsum á Akureyri: Þetta var HG sext-
ettinn úr Vestmannaeyjum en við vorum
8, vorum 7 með Axel Kristjássyni bassa-
leikara og svo vorum við með söngvara
upp á punt, sérðu, hann kom með sér
númer, það var ekki eins og í dag þegar
enginn þekkir lag nema það sé sungið.
Hann hét Jón Þorgilsson, fínn söngvari,
barýton, en hann var ekki nógu klár að
telja í og kom inn á vitlausum töktum.
Svo lognaðist þetta nú útaf. Þá var Guji
Páls kominn aftur til Eyja og þá fer ég á
stað með þessu dúói með Herberti Svein-
björnssyni og við förum að spila þarna í
2-3 ár í klúbbum og gömlu dönsunum í
Alþýðuhúsinu. Það var aldrei haft saman
nýju og gömlu dansarnir. Sona hékk þetta
til líklega 1958. Við spiluðum báðir á
harmoníku.
Sitt hvora röddina?
Nei, nei. Svo fer Guji 1960 þá stofnum við
þetta band þar sem ég var með ritmagít-
arinn og þetta hélst svona en ég hætti
1966 og fór til Hveragerðis og er þar 30
ár. Svo er það ekki fyrr en seinna, líklega
1983, þá erTheodór Kristjánsson kominn
f Hveragerði. Hann er einn besti dinnerpí-
anisti sem nokkurn tíman hefurverið og
ég á disk sem var tekinn með karlinum.
Hann er talsvert yngri en ég, dáinn úr
krabbameini. Þá er Kristján Ólafsson
kominn og stofnar Harmonikufélagið í
Hveragerði. Við Teddi spiluðum lengi
saman í Skíðaskálanum, hann í stóra
salnum með pfanóið og ég ferðaðist um
upp á loft, það var ansi gott. Svo var reist-
ur nýr skáli og við spiluðum talsvert. Ég
er í Hveragerði frá 1966 til 1996, Harm-
onikufélagið er stofnað 1983 en logn-
aðist út af 1993.
En nú farið þið á landsmót?
Ég var alltaf einn á landsmótunum. Hann
Benni Helga á frá Húsavík sagði að ég
væri bæði kynnir hljómsveitarstjóri, og
einleikari. Það vará Laugum 1990 ífyrsta
skipti sem ég áræddi að koma fram. Svo
á Egilsstöðum 1993. Ég lenti uppi eftir
Hrólfi Vagnssyni.
Var það ekki bara gott?
Ég hugsa að hann hafi verið betri. Guji
Páls, hann var þarna, kom til mfn og sagði
“þú ert bara miklu betri en ég hélt”. Égvar
ánægður með það. Það var í fyrsta skipti
sem kemur fram þarna moll kaflinn í
Ljósbrá. Ég kom með hann fyrstur þarna.
Þá linnti ekki hringingunum að biðja mig
að senda kópíu af þessu sem ég þá fékk
hjá ekkjunni hans Eiríks, höfundar lags-
ins. Það kom þannig til að Jónas Ingi-
mundarson var að setja upp dagskrá, það
var 25 ára afmæli Hveragerðishrepps og
hann fékk gamla kórfélaga úr kirkjukórn-
um aðallega konur til að syngja Ljósbrá
og ég vildi ná þessum moll kafla sem ég
vissi að var til og fékk blaðið lánað hjá
Sigríði frum útgáfuna, alveg gulnuð með
mynd af kvenmanni utan á. Ég náði þess-
um kafla strax náttúrlega, þetta var nú
einfalt og svo sungu þessar konur
17