Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 10
Tatu Það var júlímánudur 1993. Ég stód á sviðinu ásamt Daniel Isaksson í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, vorum nýbúnir að Ijúka síðasta laginu á dagskrá og mörg hundruð manns stóðu upp og fögnuðu með bros á vör. Þetta voru fyrstu kynni mín af íslendingum og tónlistarlífi þeirra og mér leið vel. Frá árinu 1995 hef ég verið meira og minna á íslandi. Tvisvar nokkra mánuði í senn á Egilsstöðum en haustið 1996 flutti ég til Reykjavíkur. Ég starfaði hjá Hljóð- færaverslun Leifs H. Magnússonar í Reykjavík í tvö ár, flutti svo til Þýskalands og þaðan aftur til ístands 2001. Frá árinu 2002 hef ég kennt við Tón- menntaskólann í Reykjavík og Tónlistar- skóla Kópavogs en lauk þar störfum um síðustu áramót. Það er líka ánægjulegt að harmonikan sé komin inn í Listahá- skólann en þar hef ég kennt síðan í fyrra. Það er ekki ætlun mín að telja upp allt sem ég hef gert síðustu 12 árin en f stórum dráttum hef ég haldið tónleika hringinn í kringum tandið, leikið tónlist í ýmsum uppfærslum Þjóðleikhússins, við hljóðritanir og alls konar uppákomur þar sem fólk hefur óskað eftir harmoniku- tónlist eða tónlist leikinni á harmoniku. Hljómsveitin Rússí- banar hefur líka verið stór hluti af mínu tónlist- artengda lífi á ís- landi, en hljómsveit- in hefur undanfarið aðeins tekið að sér sérstökverkefni frek- ar en að spila saman reglulega. Þessu til viðbótar hef ég kom- ið fram með fjölmörg- um úrvals tónlist- armönnum, þeirra á meðal eru Egill Ólafs- son, Björgvin Hall- dórsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kol- beinn Ketilsson, Guðni Franzson, Hjörleifur Valsson, Hörður Torfason fleiri. Frð jólatónleikum Björgvins Halldórssonar ídes. 2007 Björgvin, Ragnar Bjarnarsson, Tatu ofl. góða umhugsun hef ég samt tekið ákvörðun um að flytja aftur til Finnlands, til Rovaniemi. Tólf ár er langur tími og margt hefur breyst. Ég mun sennilega sakna íslands en ætlunin er ekki að fara og koma aldrei aftur. Ég stefni á það að koma við reglulega á íslandi, spila hér og kenna. Góður vinur minn Guðni Franzson stofnaði Tóney, miðstöð fyrir tón- list Tatu, og margir ísland hefur opnað möguleika og kennt mér mikið meira en nýtt tungumál. Eftir og tónlistarkennslu, síðast liðið haust. Þar ætlum við að skipuleggja ”Master Class” fyrir harmonikuunnendur og áhugamenn. Þátttekendur undirbúa sjálf- stæð verkefni en stúdera svo í hóp, leika hver fyrir aðra, undir minni leiðsögn. Tek- ið verður mið af aldri, færni og reynslu við skiptingu í hópa. Áhugasamir geta fengið að vita meira hjá Tóney í síma 551-3888 eða á heimasíðu; www.toney.is Það er ótrúlegt að þið hafið tekið á móti mér með opnum örmum og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum en sér- staklega vin- um sem hafa hjálpað mér persónulega. Éghefgertmitt besta til að efla harmonikulífið á íslandi og vona að það hafi gefið ykkur gleðilegarstund- ir og skemmti- legar minningar eins og það hefur gefið mér. Þótt vegurinn liggi til Finnlands núna mun ég örugglega verða töluvert á ís- tandi í framtíðinni. Hittumst heilir! Tatu www.tatukantomaa.net

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.