Harmonikublaðið - 01.05.2008, Síða 6
Nú þegar skammt er í landsmót Sam-
bands íslenskra harmonikuunnenda reik-
ar hugurinn til baka. Öll vitum við að slík
mót eru eins konar uppskeruhátíð harm-
onikustarfsins og hafa verið frá upphafi.
Landsmótin hafa verið haldin allar götur
síðan 1982 og verið eins konar gullmoli í
starfi harmonikuunnenda, tilhlökkunar-
efni, sem fólk hefur vænst mikils af. Ég
hef aldrei efast um réttmæti þeirrar til-
högunar að hafa mótin á þriggja ára
fresti, sem gerir starfið milli þeirra, fyrir
bragðið, yfirvegaðra og markvissara, en
ef slík mót væru haldin örar.
Baráttan fyrir að fá unga fólkið með
hefur svo sannarlega tekist með ágætum,
og það hafa orðið framfarir og þróun á
mörgum sviðum, auk þess, sem safnast
hefur saman margs konar reynsla, sem
ætti að létta verulega framkvæmd mót-
anna. Samt er eins og menn læri ekki af
reynslunni og mistök, sem urðu á einu
móti, endurtaka sig jafnvel á næsta. Eins
og ég hef sagt eru mótin gríðariega mikil
samkoma, en einhverra hluta vegna hefur
ekki enn tekist að fá fjölmiðla til að veita
þessu athygli. Við skulum gæta að því, að
hér er um mikinn menningarviðburð að
ræða með þjóðlegu yfirbragði, sem fólkið
í landinu hefði gaman að vita um.
Ástæðan fyrir því að ég rita nokkur orð
í blaðið er sú að ég hefi lengi undrast
sinnuleysi Landssambandsins við að
heiðra einstaklinga á landsmótum, sem
unnið hafa ómetanlegt starf í þágu harm-
onikunnar, er þó af nógu að taka. Ég fæ
ekki betur séð en að landsmót séu ná-
kvæmlega rétti staðurinn og stundin til
að framkvæma slíkt, þar sem æðsta
stofnun innan harmonikustarfsins ræður
ríkjum og getur þar með látið á því bera
og sýnt í verki virðingu sína fyrir þeim
sem unnið hafa þessu starfi gagn. Á síð-
asta landsmóti vart.d. enginn heiðraður,
ef ég man rétt. Vitað er um einstaklinga,
sem voru valdir sem heiðursgestir og
heiðraðir á mótunum, sem var fallegt og
virðulegt og óskapleg synd, að mfnu
mati, ef þetta á alveg að falla niður. Það
er óskiljanlegt, því í öllu félagsstarfi er
slfkt í hávegum haft. Sem dæmi má nefna
að á hinum norðurlöndunum er þetta
gert innan harmoniku og þjóðdansageir-
ans. Þar eru einstaklingar ekki aðeins
heiðraðir, heldur einnig veittir styrkir
eða hvatningaverðlaun til einstaklinga
eða hópa. Þá þarf vfst ekki að minna á að
innan íþróttafélaganna er slfkt viðtekin
venja.
Ég hef verið að gramsa f gömlum blöð-
um af Harmonikunni, sem hóf göngu sína
1986, þar er margt forvitnilegt að sjá og
meðal annars má finna greinargott yfirlit
um landsmótin. Þar kemur fram að fyrsta
landsmótið var haldið í Reykjavík 1982
og svo koll af kolli eins og menn vita. Á
undanförnum níu landsmótum ereinung-
is að sjá að þrír aðilar hafi öðlast við-
urkenningar. Þeir eru Jóhann Jósepsson
frá Ormarslóni heiðursgestur 1987 að
Laugalandi í Eyjafirði, Friðrik Jónsson frá
Halldórsstöðum heiðursgestur 1990 að
Laugum í Reykjadal og Svanur Bjarki Úlf-
arsson frá Stóru Mörk, sem fékk minning-
arskjöld fyrir að koma fyrstur fram á
mótinu að Laugalandi í Holtum 1996. Þá
má til viðbótar þessum hugleiðingum
minnast á Landsmót ungmenna, sem er
eflaust prýðis viðbót í þessu starfi, en þar
hefði ég ímyndað mér rétta grundvöllinn
fyrir keppni í harmonikuleik, með viðeig-
andi viðurkenningum.
Hugmynd mín með þessum skrifum er
einungis til þess ætluð að minna góðfús-
lega á að innan harmonikugeirans er
urmull fólks er unnið hefur þessu starfi
ómetanlegt gagn. Innan þessara vébanda
hefur ekki verið unnið ómerkara starf en í
hverju öðru félagsstarfi get ég fullyrt,
nema síður sé. Að lokum vil ég hvetja
stjórn Sambands fslenskra harmoniku-
unnenda til að velta þessu nú alvarlega
fyrir sér, áður en þetta tímamóta lands-
mót sambandsins skellur á.
Með kveðju, Hilmar Hjartarson
jwtrf vwmyAvmrf vmuim
jp*lK°**
AKRANESS
2002
Við stofnuðum félagið nokkrir áhuga-
menn héríbæ 20. 02. 2002. Okkarmark-
mið er bara að halda kunningsskap
áhugamanna hér. Við spilum ekki neitt
opinberlega heldur bara æfum saman og
skiptumst á nótum og hugmyndum. Hérí
bæ er fjöldi manna sem er með nikkuna
sína inni í skáp og segja engum frá en eru
svo að hvísla því að mér, þegar enginn
annar heyrir til, það er bara talsvert um
það. Ég veit nú ekki nákvæman fjölda
vinanna, það eru engin félagsgjöld svo
bókhaldið er mest eftir minni. Við höfum
komið saman vikulega og ég vonast til að
það verði svo til vors. Harmonikuunn-
endur Vesturlands hafa verið megin uppi-
staða spilara og eru þeir sem kennarar
hjá okkur. Við höfum átt mjög gott sam-
starf enda spilamennskan áhugamál okk-
ar allra. Ég get trúað að þeim fari að
fækka á æfingunum þegar nær dregur
landsmóti þar sem þeir fara að snúa sér
að æfingum fyrir það. í okkar hópi hefur
mestverið æft af gömtu dönsunum.
Góð kveðja frá Akranesi,
PéturGuðjónsson form. Harmonikufélags
Akraness.
Tilsölu!
Þessi Exelsior Midivox harmonika er til sölu með öllum búnaði sem henni fylgir.
Nánari upplýsingar gefur Daníel L Einarsson í síma 453 5016 og 895 3819.
__________________________________________________________________J