Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 14
Danstónlistina framkvæmdu hljóm- sveitir F.H.S. sem voru þrjár grúppur, söngvari með einni þeirra var Þorbergur Skagfjörð Jósepsson. Nú, sunnudagurinn rann upp, fólk fór að týgja sig til heimferða hvert af öðru. Þá er þessi fundarhelgi liðin, tókst hún stórslysalaust, en við vitum að ekki voru allir fullkomlega ánægðir með helgina, en reynt var að leysa úr ýmsum smá hnökrum sem komu upp, eins og gengur, því ekkert er fullkomið. En, föstudagskvöldið sem átti að vera svona sameiginlegt skemmtikvöld fyrir fundargesti, með skemmtisögum og bröndurum, spilamennsku og söng, fór alveg fyrir bí, vegna þessara “tónleika” sem var f raun þvingað upp á okkur. Við áttum von á, eftir lýsingunni, að þetta væri eitthvað fyrir venjulegan almenning, en svo var nú ekki, að sögn margra sem sóttu þetta fyrirbrigði. Kannski hefðum við átt að hafna þessu alfarið, þá hefðu kannski allir gestirnir okkar farið léttari í skapi frá okkur með skemmtilegri minningar. Ath. Framvegis, þeir sem taka að sér þetta verkefni, að láta ekki utanað kom- andi aðila rugla sig f rýminu. Sumarkveðja úr Skagafirði, GunnarÁgústsson Form. Jónas Þór afhendir Lars Hólm ktukku frá Álfasteini íþakklætisskyni. Elin Jðhannesdóttir þegar leikið var lagið í samgöngumynjasafnina að Stóragerði. I ) W/Hi () W/H f) M Ný heimasíða M í) HW () KHI f) H Nýr harmonikudiskur Harmonikuunnedur um allt land takið eftir. Höfum opnað heimasíðu með FHUE, Félag harmonikuunenda við Eyjafjörð og er slóðin á hana: http://fhue.blogcentral.is/ Þar verða upplýsingar um allt félagið og félagsstarfsemina, Auglýsingar um dansleiki, spjall og fleyra. Endilega að kfkja á þessa sfðu og skrifa svo í gestabókina. FHUE Út er kominn nýr geisladiskur “Tjáning í tónum” með 12 harmonkiulögum. Útgefandi og höfundur er Guttormur Sigfússon frá Krossi íFellahreppi ogfyrrverandi formaður Harmonikufélags Héraðsbúa. Öll lögin eru leikin af Tatu Kantomaa og ekki þarf að fjölyrða um snilli hans og smekkvísi. Síðast liðið haust gafGuttormurút nótnahefti með 20 lögum og eru þessi 12 valin úr þeim. Það er því tilvalið að eignast bæði heftið og diskinn. Diskurinn er til sölu hjá Guttormi sfmi 471 2284 og hjá formönnum harmonikufélaga vítt um land.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.