Harmonikublaðið - 01.05.2008, Side 4
Frá formanni S.Í.H.U.
^^5- sr|^c 'CJtkjv-s^c c3r5~
Ágæti harmonikuunnandi.
Ég óska ykkur gleðilegs sumars og
þakka fyrir öll samskipti á liðnum vetri.
Sömuleiðis vona ég að starf ykkar f félög-
unum hafi gengið vel og að þið hafið náð
þeim árangri sem þið hafið stefnt að,
bæði í félögunum og hvert og eitt ykkar.
Framundan er landsmót harmoniku-
unnenda sem verður haldið af félagi
harmonikuunnenda á Suðurnesjum í
Keflavík í júlí. Samkvæmt samtaii mínu
við formann félagsins gengur allur und-
irbúningurvel og stefnir allt til hins besta
hvað hann varðar, en nokkurt áhyggju-
efni að aðildarfélögum sem sækja lands-
mót virðist fækka og er það mjög miður.
Hvað þessu veldur veit ég ekki og hef
ekki fengið viðhlýtandi svör við en tel þó
að þetta mál sem önnur verði að taka til
umræðu á næsta aðalfundi sambandsins
sem haldinn verður í haust af harmoniku-
félagi Vestfjarða þann 21. september
2008 en þar verður einnig til umræðu og
ákvörðunar aðildarfélag og staður til að
halda landsmót árið 2011 svo að nú hvet
égfétögvíðsvegarum landiðtilað hugsa
sinn gang.
Ekkert boð frá aðildarfélagi kom f að
standa fyrir unglingalandsmóti í haust og
því verður gengið til samstarfs við Harm-
onikuakademfuna um að halda slíkt mót
eins og í fyrra en það mót tókst vel hvað
best ég veit. Hins vegar hvet ég aðild-
arfélögin til að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að ungir harmonikuleikarar
ognemenduríharmonkuleikkomi á ungl-
ingamótið til að kynnast hvert öðru og
spila hvert fyrir annað. Að öðrum að-
gerðum félaganna ólöstuðum er þetta
það framtak sem kemurtil með að skipta
sköpum um framtíð aðildarfélaganna og
sambandsins.
Harmonikudagurinn verður 3. maí
2008 og því liðinn þegar þessi pistill
kemur fyrir augu lesenda blaðsins en allt
bendir til þess að hann verði glæsilegur
og vel heppnaður þegar þetta er skrifað.
Líklega er þetta ein besta hugmynd sem
upp hefur komið til að kynna harmoniku-
félögin í landinu og starfsemi þeirra og
vonandi að við höldum þessu áfram og
bætum frekar í hvað alla kynningu og
sýnileika varðar.
Nú stendurtil að ungir harmonikuleik-
arar fái inni á Listahátíð ungs fólks á
Austurlandi (Lunga) og hefur okkar ung-
mennanefnd unnið að því markmiði af
miklum dugnaði og samviskusemi. Einn-
ig vil ég þakka Aðalheiði Borgþórsdóttur
framkvæmdastjóra LUNGA og hennar
samstarfsfólki fyrir jákvæð og frábær
viðbrögð við því að af þessu geti orðið
en þvf miður er þetta ekki alveg frágeng-
ið ennþá.
Sumarstarfsemi félaganna og hátiðir á
þeirra vegum hafa haft mikiláhrifá mann-
Iffið. Von mín er sú að félögin noti sér
hvert tækifæri sem gefst til að kynna
harmonikuna og einnig að gefa ungu
harmonikufólki tækifæri á að spila þar
sem því verður við komið. Á sama hátt
hvet ég félögin til að finna upp á nýjum
aðferðum við kynningu og að finna félög-
unum nýjan og breiðari vettvang til starf-
semi. Við verðum að gefa okkar unga og
vel menntaða harmonikufólki tækifæri til
að sýna færni og list sína í öðru en spila
fyrir dansi en óneitanlega hefur það verið
það form sem harmonikuleikarar hafa
notað undanfarin ár með góðum árangri
en nú þarf fleira til.
Ágætu vinir og félagar! Enn og aftur
óska ég ykkur öllum góðs og gleðilegs
sumars og megi ykkur nú sem æfinlega
ganga allt í haginn.
Jónas Þór Jóhannsson
Harmonikudagurinn 2008
Samband íslenskra harmonikuunnenda
S.Í.H.U. fer fram á það við aðildarfélögin
víða um land að halda sérstakan harm-
onikudag sem hefur verið valinn fyrsti
laugardagur í maí. Markmiðið er að
kynna þetta skemmtilega hljóðfæri og
vekja athygli á því hve margt ungt
fólk spilar á harmoniku um þessar
mundir.
Harmonikufélagið Nikkólína í
Dalasýslu hélt sína tónleika, ásamt
nemendum úr Tónlistarskóla Dala-
sýslu, í Grunnskólanum í Búðardal
sunnudagskvöldið 4. maí s.l. Þar
komu fram blokkflautunemendur
og flestir þeir sem eru í harmonik-
unámi, undir stjórn kennara síns
og skólastjóra tónlistarskólans,
Halldórs Þórðarsonar. Melkorka
Benediktsd. formaður Nikkólínu
bauð gesti velkomna og kynnti
tónleikana og samstarf harm-
onikufélagsinsviðtónlistarskólann. Hall-
dór er nú að láta af störfum sem skóla-
stjóri tónlistarskólans og er óhætt að
segja að það er honum að þakka
hve margir nemendur eru íharmonikuleik
við skólann um þessar mundir. Nemend-
ur og tónleikagestir hylltu Halldór með
lófaklappi. Þrjár ungar stúlkur, sem kalla
sig “Þrjár nikkur”, þær Árný Björk Brynj-
ólfsdóttir, Kolbrún RutSæmundsdóttirog
Sóley Rós Þórðardóttir, færðu Halldóri
blóm og þökkuðu honum fyrir góða harm-
onikukennslu. Þær spiluðu saman á tón-
leikunum lag sem þær sömdu sjálfar á
síðasta ári. Eftir að nemendurnir höfðu
komið fram, spilaði Jónfríður Ester H.
Friðjónsdóttir eitt, lag en hún er í harm-
onikunámi á Akranesi og síðan spilaði
harmonikuhljómsveit Nikkólínu, og 4
nemendur tónlistarskólans nokkur
skemmtileg lög.
Harmonikufélagið Nikkólína hef-
ur í nokkur ár veitt harmonik-
unemendum við Tónlistarskóla
Dalasýslu smá viðurkenningu á
lokatónleikunum. Að þessu sinni
fengu allir geisladiskinn “Karlarn-
ir leika gömlu góðu lögin” sem er
gefinn út af Sigurði Hallmarssyni
á Húsavík. Verðlaun fyrir góðan
námsárangur í Tónlistarskóla
Dalasýslu fékk Árný Björk Brynj-
ólfsdóttir en hún stundar nám
bæði á harmoniku og pianó. Verð-
launagripurinn sem er farandbik-
ar er gefinn af hljómlistarsjóði
Steinars Guðmundssonar frá Hamraend-
um.
Melkorka Benediktsdóttir