Harmonikublaðið - 01.05.2008, Qupperneq 11

Harmonikublaðið - 01.05.2008, Qupperneq 11
Nokkur ungmenni tekin tali á ungmennalandsmóti 2007 Nafn: Kristfn Hálfdánardóttir Aldur: Ég er 13 ára. Hjá hverjum ertu að læra? Ég er að læra hjá Hrólfi Vagnssyni (Hrólla). Hvaða lag ertu að æfa núna? Ég er að æfa tvö, eitt er ég að verða búin með og það er Ungverskur dans nr.4 eftir Brahms en ég er ný byrjuð á hinu og það er El Relicario. Hvað ertu búin að spila lengi á harmoníku? Ég er búin að læra í sjö ár en ég erað byrja á áttunda. Hvernig fannst þér ungmennamótið? Bara mjög gaman. Hvað fannst þér skemmtilegast á mótinu? Örugglega tónleikar eldri nemenda en þetta var samt allt mjög skemmtilegt. Hvað hefðir þú viljað hafa öðruvísi? Ég hefði ekki viljað hafa þetta neitt öðru- vísi. Nafn: Jónas Á. Ásgeirsson Aldur: 14 ára. Hjá hverjum ertu að læra? Guðmundi Samúelssyni Tónskóla Eddu Borg. Hvaða lag ertu að æfa núna? -Kvölda tekur, sezt er sól -Lekande Steg -Tico tico -Novelty accordion -Fast fingers Hvað ertu búinn að spila lengi á harmoníku? Á sjötta ári. Hvernig fannst þér ungmennamótið? Mjög skemmtilegt. Hvað fannst þér skemmtilegast á mótinu? Þetta var allt mjög skemmtilegt. Hvað hefðir þú viljað hafa öðruvísi? Ekkert, nema kannski að bæta fleiri krökk- um við. Nafn: Haukur Hlíðberg Aldur: 14 ára. Hjá hverjum ertu að læra? Hjá Reyni Jónassyni. Hvaða lag ertu að æfa núna? Ég er að læra Vorgleði eftir Braga Hlfðberg og Olive Blossoms eftir P. Frosini ásamt nokkurum öðrum. Hvað ertu búinn að spila lengi á harmoníku? Þetta er sjötta árið mitt. Hvernig fannst þér ungmennamótið? Mér finnst það skemmtilegt að hitta fleiri sem spila á harmonikku og líka uppbyggjandi fyrir framkomu á tónleikum og í samspili. Hvað fannst þér skemmtilegast á mótinu? Það sem mér fannst skemmtilegast var að vera í félagsskap og líka að fá comment frá fleiri kennurum en bara mfnum. Hvað hefðir þú viljað hafa öðruvísi? Ekki mikið nema kannski bara að hafa fleiri samspil í minni hópum eftir getu og hversu langt nemendurnir eru komnir. OíarmoniíqMunnendur 9tin árCega. ‘Breiðumýmrí.átíð H.F.Þ. og F.H.U.E. verður að Breiðumýri 25. - 27. júlí 2008 Hátíðin hefst á föstudagskvöld með uppákomum og dansleik. Tónleikar verða laugardaginn kl 14:00 þarsem fram koma ýmsir góðir harmonikuleikarar. Sameiginlegt grill verður að sjálfsögðu og endað á dansleikjum frá kl.22:oo-03 (dansað á tveimur stöðum bæði inni og úti) Við vonumst til að sjá sem flesta harmonikuunnendur. F.h. stjórna félaganna, Stefán Þorisson / Einar Guðmundsson

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.