Harmonikublaðið - 01.05.2008, Qupperneq 7
jk JK* <*> <** m **> jk, m jtLw jk.
7-wínm-
Dagur harmonikunnar
á Akranesi
Dagur harmonikunnar var haldinn há-
tíðlegur með skemmtilegum tónleikum í
Tónbergi, salTónlistarskólans á Akranesi
laugardaginn 3. maí. Félag Harmoniku-
Dagur harmonikunnar
Reykjavík
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík
hélt harmonikudaginn hátíðlegan á sinn
hátt um síðustu helgi. Nokkrir félagar
léku af fingrum fram á fjölförnum stöðum
Fréttirfrá Harmonikufélagi
Vestfjarða
Harmonikudagurinn var haldinn í félags-
heimilinu á Þingeyri við Dýrafjörð laug-
ardaginn 3. maí s.l. Dagskráin hófst kl.
15:00 og stóð í rúma 2 klst.
Það var Dýrafjarðardeild Harm. Vestfjarða
sem kallar sig Harmonikukarlana og Lóu,
ásamt þeim Lína Hannesi hljómborðs-
leikara og Jóni Sigurðssyni er leikur á
strengjahljóðfæri sem sáu um tónleika
Harmonikudagsins.
Dagskráin var fjölbreytt og hófst með
harmonikuleik stórsveitarinnar sem sam-
an stendurafio harmonikuleikurum plús
áðurnefndum meðleikurum .
Tekin voru nokkur vel valin lög undir
styrkri stjórn Guðmundar Ingvarssonar.
unnenda Vesturlands ásamt Tónlistar-
skóla Akraness sáu um framkvæmdina.
Dagskráin var afar fjölbreytt og vel
heppnuð. Tónleikarnir hófust með leik fé-
laga frá H.U.V. Aðrir sem spiluðu voru
nemendur Tónlistarskólans þau Dagný
Björk Egilsdóttir, Einar Ágúst Hjálmars-
son, Katrfn Lind Lúðvíksdóttir og Dagbjört
Inga Grétarsdóttir. Einnig spiluð fyrrver-
andi nemendurTólistarskólans þau Oddný
Björgvinsdóttir, Rut Berg Guðmundsdótt-
ir, Sólberg Bjarki Valdimarsson og Kristín
Sigurjónsdóttir ásamt Daníel Friðjóns-
syni. Gestaspilarar voru Helga Kristbjörg
Guðmundsdóttir, Reynirjónasson ogeinn
nemandi hans, Haukur Hlíðberg.
Áður en tónleikarnir hófust og í hléinu
lék harmonikukennarinn Jury Fedorov í
forsal skólans. Á annað hundrað ánægð-
ir tónleikagestir þáðu kaffi og konfekt í
hléinu.
Kynnir tónleikanna var Fanney Karls-
dóttir. Félagið óskar öllum góðs harm-
onikusumars með orðum Fanneyjar sem
sagði mjög sannfærandi þegar tónleik-
unum var lokið: “Þið ættuð bara öll að
fara að spila á harmoniku, það er svo
gaman. Það er eiginlega eins og þegar
maður þyrjar að borða góðan harðfisk,
maður getur bara ekki hætt”.
Þórður Sveinsson
og glöddu gesti og gangandi. í Kolaport-
inu léku þeir Gunnar Kvaran og Hreinn
Vilhjálmsson, í Smáralind stóð Ingvar
Hólmgeirsson vaktina, en í Byko í Breidd-
inni sameinuðu krafta sína, þeir Jón Ingi
Júlíusson og Þórleifur Finnsson. Hilmar
Hjartarson og Friðjón Hallgrímsson léku í
Kringlunni og í Mjóddinni héldu þeirfóst-
bræður, Ómar Skarphéðinsson og Garð-
ar Einarsson uppi heiðri hljóðfærisins. Til
stóð að nýta hina mörgu ungu harm-
onikuleikara, sem fétagið er svo stolt af,
en svo óheppilega vildi til nemendatón-
leikar voru í skólanum og þar léku þeir af
stakri prýði. Þeir nýttust því ekki nema
óbeint hvað harmonikudaginn varðaði.
En það verður aldrei við öllu séð. Með tíð
ogtíma ætti harmonikudagurinn að geta
orðið hluti af uppskeruhátíð félaganna
og jafnvel ástæða til leggja línur í þá átt-
ina. Lokahnykkurinn í vetrastarfi Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík, verður
sfðan laugardaginn 17. maí, en þá heldur
félagið tónleika í Breiðfirðingabúð eftir
hádegi og síðan verður dansleikur á
sama stað um kvöldið.
Harmonikukveðjur,
Friðjón Hallgrímsson, formaður F.H.U.R.
Þá komu fram gestaspilarar, þar má til-
nefna tríó sem nefndi sig Þingeyrarfiðt-
urnar, þau Krista og Rævo kennarar við
tónlistarskólann á Þingeyri og nemandi
þeirra Jón Sigurðsson tóku nokkur létt og
skemmtileg lög og gerðu stormandi
lukku, en fiðlan hefur löngum þótt góður
fylgifiskur harmonikunnar.
Næsta atriði var einleikur á harnmoniku
það var hinn 87 ára Brynjólfur Árnason
frá Vöðlum f Önundarfirði sem tók nokk-
ur lög af sinni alþekktu taktfestu og létt-
leika ,en Brynjólfur lék fyrir dansi í fjölda-
mörg ár um miðbik síðustu aldar, vakti
gleði og örvaði fótfimi fjölmargra ball-
gesta, en á þeim tímum var alfarið leikið
fyrir dansi á eina harmoniku.
Hljómleikagestir kunnu sjáanlega vel að
meta leik Brynjólfs og klöppuðu honum
lof í lófa. Næst steig á svið Þröstur
Sigtryggsson fyrverandi skipherra, hljóm-
borðsleikari og lagahöfundur, lék hann
nokkur laga sinna og í einu laginu naut
hann aðstoðar Jóns Reynis tenórssöngv-
ara frá Þingeyri, fórst þeim félögum vel úr
hendi sitt framlag á tónleikunum og
fengu gott lof fyrir.
Næsta atriði var einleikur á harmoniku
það var Guðmundur Ingvarsson stjórn-
andi Harmoniku kúbbs Dýrafjarðar, nú í
nær 30 ár, lék hann nokkur lög af sinni
alkunnu smekkvísi sem hijómleikagestir
kunnu vel að meta.
Þá komu fram tveir félagar úr harmoniku-
bandinu. ÞeirSigurður FriðrikogÁsvaldur
Guðmundsson drógu fram sínar gömlu
díótónisku harmonikur og léku saman
nokkur lög, vakti þessi hljóðfæraleikur
og tilburðir þeirra félaga allnokkra at-
hygli, en díótónfskar harmonikkur eru
því miður lítið í notkun nú orðið.
Tónleikum þessum lauk svo með leik
stórsveitarinnar sem hlaut enn á ný langt
lófaklapp frá áheyrandum.
Tónleikar þessir voru vel sóttir komu milli
80 og 90 manns í félagsheimilið. Það
voru konur úr Kvenfélaginu Von á Þing-
eyri sem sáu um kaffiveitingar með sínu
alkunna og góða meðlæti. Það var al-
mannarómur tónleikagesta að vel hafi
verið séð fyrir bæði andlegu og líkamlegu
fóðri á þessum mjög svo ánægjulega
Harmonikudegi.
Ásvaldur I Guðmundsson
ritari Harm. Vestfjarða