Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 2

Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 2
Ávarp formanns Ágæti lesandi Þegar þessi orð eru skrifuð er aðalfundur S.Í.H.U. framundan en hann verður haldinn 19. september í Hótel Svartaskógi í umsjón Harmonikufélags Héraðsbúa. Þar sem að ég reikna með þvíað blaðið berist til félags- manna áður en fundurinn verður haldinn vil ég hvetja formenn og fulltrúa harmoniku- félaganna í landinu til að mæta og hafa áhrif á framtíð sambandsins og félaganna með því að láta til sín taka og koma fram með nýjar hugmyndir. Á síðasta aðalfundi voru skipaðar nefndir tilað fara yfirstöðu sambandsinsogfélag- anna og einnig að skoða landsmótin og koma með nýjar hugmyndir og tillögur á aðalfundinn. Þessar nefndir hafa lokið störfum og munu kynna vinnu sína og hug- myndirtil úrbóta á fundinum. Ég reikna með því að miklar umræður verði um álit og til- lögur nefndanna og að þeim loknum verði til ný stefna fyrir félögin og sambandið sem getur verið þess megnug að halda hvoru- tveggja gangandi með reisn á komandi árum en á því er sannarlega þörf. Ekki hefur tekist að finna aðila til að vinna að útgáfu Harmonikublaðsins og því vinna stjórnarmenn að þeirri útgáfu núna og munu gera uns einhver aðili fæst til þess að taka það mál að sér. Sömuleiðis er unnið að gerð nýrrar heimasíðu sem vonandi lítur dagsins Ijós innan skamms. Við höfum hugsað okkur að reyna að láta heimasíðuna og blaðið vinna saman þó ekki sé á þessu stigi Ijóst hvernigbestverðurað því unnið. Ég reikna með að málefni Harmonikublaðs- ins verði einnig til umræðu á aðalfundi enda er það mín skoðun að blaðið hafi unnið sambandinu og félögunum ómælt gagn í gegnum tíðina. Hátfðum harmonikufélagavíðsvegarum landið er lokið og ekki heyri ég annað en þar hafi allt farið vel fram og verið aðstand- endum þeirra til sóma í hvívetna. Að öðru ólöstuðu gleður það mig mikið að sjá og heyra unga fólkið spila, að vísu eru að verða breytingar hvað tónlistarval varðar þ.e.a.s. hlutur danstónlistar minnkar en í hennar stað komin létt klassískverken það erbara af því góða að auka fjölbreytni í harmoniku- tónlist. Alla vegana sýnist mér að tónlistar- skólar og harmonikukennarar séu að ná þeim árangri að fá ungt fólk til að leika á harmoniku þannigað íþvístarfi hefurverið gengið til góðs. Mér er Ijóst að núverandi þjóðfélags- ástand er ekki til þess fallið að auka fólki bjartsýni og margar raddir segja að úr öllu sé verið að draga að minnsta kosti hvað kostnað varðar. Má vera að eitthvað sé til f þessu en verum þess minnug að sókn er yfirleitt besta vörnin ogþessvegna hvet ég ykkur til að mæta til aðalfundar og móta stefnu fyrir félögin ogsambandið sem gerir hvorutveggja að fjárhagslega ogfélagslega sterkum einingum. Með kveðjum til ykkar allra Jónas Þór Ungmennalandsmót S.Í.H.U. 2009 Harmonikufélag Reykjavíkur hefurtekið að sér að halda mótið að þessu sinni. Það verður haldið á Settjarnarnesi dagana 23. - 25. okt. næstkomandi. Nánar verður sagt frá mótinu bréflega og á aðalfundi S.Í.H.U. Kveðja til ykkar allra með ósk um góða þátttöku. Guðrún Guðjónsdóttir form. Harmonikufélags Reykjavíkur 2

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.