Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 8
Ungur nemur, gamall temur Þessi mynd ertekinn 16. mai2009 á ættarmóti þarsem þau spiludu. Það skemmtilega við þessa mynd er að það er 71 árs aldursmunur á þessum tveimur harm- onikuleikurum. Sá eldri er Gestur Friðjónsson sem hefur spilað lengi á nikkuna víða um land. Yngri nikkuspil- arinn er dótturdótturdóttir hans Katrín Lind Lúðvíks- dóttir. Hún hefurverið að læra á nikku ítvö ár. Þau hafa spilað nokkrum sinnum saman og bæði hafa mjög gaman af. Upphafið að öllu þessu var að Katrín fór eins og svo margir aðrir að læra á flautu. Sfðan var hljóðfæradagur í skólanum hennar fyrir tveimur árum og hún prófaði nikkuna og fannst hún mjög skemmtileg og fór því að læra á hana. Hún segist þó ekki vera nógu dugleg að æfa sig á hana, allavega ekki yfir sumarið, en veit samt að til að verða góð að spila verðurhún aðæfavel. Hún erítímatvisvar íviku að vetrinum til hjá harmonikusnillingi sem kennir hér á Akranesi, (nú er ég I.G. ekki alvegviss hvernig nafn hans erstafað) en hann heitir Yuri, QúrQ. Katrfn er búin að fara tvisvar á harm- onikumót, í fyrra fór hún að Reykjaskóla og nú íártil Reykjanesbæjar. Henni fannst gaman í bæði skiptin og Ifka að hitta aðra harmonikuspilara sem eru á hennar aldri. Hún sagði að núna væru miklu fleiri að læra á nikkuna en þegar hún byrjaði að læra fyrir tveimur árum, alveg fullt af krökkum. Henni finnst gaman að spila fyrir aðra, þó hún sé svolítið feimin við það. Hún hefur spilað nokkrum sinnum, bæði ein en líka með langafa sínum. Hún hefur líka tekið þátt í vortónleikum Tóntistarskóla Akraness og spilað þar. í anda Obama á íslandi Reisukorn og stiklur um stórviðburð Forláttu! Reisukornið sem égtókstá hendur í fyrrasumar gæti sannarlega verið í anda hans: „Verið góðir hver í annars garð og sýnið gæsku og kærleik." Hverfum 500 km f norður frá Reykjavík og stefnum á smábæ- inn Dalvík, sem erfegurstur bæja á íslandi með 1500 íbúa. Fyrir átta árum varð að árlegum viðburði Fiskidagurinn mikli, þar sem 30 þúsund gestir sækja hátíðina f bænum í nokkra daga. Hvað er svo á boðstólum hátíðisdag- ana? Áður en ég kem að kjarna málsins hyggst ég nefna fáein atriði. í fyrsta lagi vináttutengslin sem myndast, þar sem allir heilsast og njóta þess að faðmast og var ráðlagt að gera slíkt alla helgina. Á föstu- dagskvöldið var fiskisúpa og fyrir framan húsin stóðu kyndlarvið dyrnar. Ljós þeirra gáfu til kynna að öllum væri velkomið að ganga inn ogfá sér súpu, sem viðkomandi fékk í krús og mátti taka með sér yfir til nágrannans og smakka þar einnig súpu. Nú var hin góða stemming hafin alveg ókeypis. Á hátíðinni var einnig bökuð stærsta pizza og var deigið um hálft tonn, ásamt 150 kg af osti og um það bil hálft tonn af öðrum efnum. Harmon- ikutónlist hljómaði hvar- vetna frá kl. 12.00 - 16.00, en tímamörkin stóðust ekki og dag- skráin varð nokkuð lengri. Þá er það rúsínana í pylsuendanum. Á laug- ardeginum var allt ókeypis, matur og drykkur, sem hinir tug- þúsunda gesta þágu. Ég bragðaði t.d. á steiktum fiskibollum og gamaldags plokk- fiski og hefégaldrei smakkað annað eins lostæti. Auk óteljandi mismunandi fiskrétta var ókeypis kaffi og íspinnar á boðstólum fyrir gesti hátíðarinnar. Alla fimm dagana voru mismunandi viðburðir í boði og má nefna þjóðdansa, kórsöng, Dalvískan kaffiblús upp á danskan máta. Markaðstorg þarsem allt mögulegt var til sölu, prjónaðar peysur og aðrar ullarvörur, ásamt heima- bökuðum kökum. Um kvöldið var harm- onikuball frá kl. 24.00 - 04.00 um nóttina og ókeypis aðgangur eins og á alla aðra viðburði og síðan lauk herlegheitunum með stórfenglegri hátíðar flugeldasýn- ingu. OBAMA beinir orðum sfnum til fólks- fjöldans og segir: „Já þau geta“ og eru fyr- irmynd margra annarra. Á Dalvík búa yndis- legar manneskjur. Hermóður Alfreðsson, Danmörku 8

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.