Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 18
LJAO Landesjugend-akkordeonorchester
Bayern í heimsókn á íslandi
Hingað til íslands kom í boði Harmóníkuaka-
demíunnar á íslandi, ein virtasta harmóníku-
hljómsveitveraldar, ásamteinum affremstu
einleikurum heims, harmóníkuleikaranum
Konstantin Ischenko, undir stjórn Stefan
Hippe sem er marg verðlaunað tónskáld og
hljómsveitarstjóri í Þýskalandi.
Hljómsveitin hélttvenna tónleika. Þá fyrri
30. maf í Guðríðarkirkju í Grafarholti og þá
seinni í Hömrum, sal tónlistarskólans á
ísafirði, 2. júní.
Ekki er að orðlengja það, að undirritaður
hefur aldrei á sinni ævi upplifað aðra eins
tónleika og tel ég að þannig hafi því verið
varið með flesta sem á hlýddu.
Mikið er ég þakklátur þeim fimm eða sex
félögum harmóníkufélaganna á Suður- og
Vesturlandi og öðrum sem mættu, um leið
og ég votta öllum hinum meðlimum harm-
óníkufélaganna samúð mína yfir þvíað hafa
látið tónleikana framhjá sér fara.
En þrátt fyrir dræma aðsókn hér á Stór-
Reykjavíkursvæðinu lét hljómsveitin engan
bilbug á sér finna og fór daginn eftir í skoð-
unarferð um Þingvelli, Gullfoss, Geysi og
Skálholt.
Þá var komið að því að heimsækja Vest-
firði. Var farin svokölluð vestri leið, ekið um
Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Gemlu-
fallsheiði. Ekki er hægt að lýsa hrifningu
Þjóðverjanna af landslaginu, veðrabrigðum,
birtu og náttúrufyrirbærum á leiðinni, að
ekki sé talað um það undur að aka á mal-
arvegi ogyfir háa fjallvegi.
Talandi um harmóníkufélög verður HARM-
ÓNÍKUFÉLAG VESTFJARÐAætfð skrifað með
stórum stöfum hér eftir. Það sýndi þann
rausnarskap að bjóða öllum hópnum í kvöld-
mat og önnur huggulegheit um kvöldið.
Undirritaður á ekki nógu sterk orð til að lýsa
þakklæti sínu fyrir þessar frábæru mót-
tökur.
Morguninn eftir var farið í skoðunarferð
um ísafjörð og nágrenni. Og svo voru tón-
leikarnir um kvöldið. Að sjá undrunarsvipinn
á meðlimum hljómsveitarinnar þegar þeir
gengu í salinn, troðfullan af fólki, var dásam-
leg tilfinning. Aftur þakkir Vestfirðingar. Ef
sama hlutfall fbúa hefði mætt í Reykjavík,
hefði Laugardalshöllin ekki nándar nærri
dugað til. En við þessu er ekkert að gera,
tónlistarmenningin er einfaldlega á mun
hærra plani á Vestfjörðum en á suðvestur-
horninu. Einn íslendingur lék með hljóm-
sveitinni, slagverksleikarinn Pétur Grétars-
son og á hann þakkir skildar fyrir frábæra
frammistöðu.
Ferðin til Reykjavíkur hófst með siglingu
um spegilslétt Djúpið inn íVigur. Þar var
18
fuglalífið, náttúran og fornminjar skoðað.
Gleði Bæjaranna, sem sjá ekki til sjávar
heiman frá sér, var óblandin. Þeir klæddu
sig úr skóm og sokkum og óðu út ísjóinn og
hrópuðu upp yfir sig af gleði yfir þvísem þeir
upplifðu. Sfðan var siglt að bryggjunni í Ögri
og ekið til Reykjavíkur.
Sfðast en ekki síst vil ég nefna frábæra
hádegistónleika vinar mfns og velgjörða-
manns Hauks Guðlaugssonar, organista og
fyrrverandi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar,
íHallgrfmskirkju. En þangað hafði hópurinn
komið í skoðunarferð sinni um Reykjavfk.
Organistar kirkjunnar voru ekki viðlátnir til
að verða við óskum Þjóðverjanna um að fá
að heyra í hinu stórkostlega hljóðfæri
hennar. Varð Haukurvið óskum undirritaðs
um að leika fyrir gesti okkar, á síðasta degi
heimsóknarinnar með miklum glæsibrag.
Það voru því glaðir og ánægðir ferðalangar
sem kvöddu okkar fagra land með minn-
ingum sem aldrei gleymast.
Ég vil svo að endingu þakka félögum
Harmóníkuakademíunnar sem unnu frábært
starf við undirbúning og framkvæmd þess-
arar heimsóknar.
Fyrir hönd Harmóníkuaka-
demíunnar á íslandi,
Guðmundur Samúelsson.