Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 7
Harmonikan er fínt
hljóðfæri fyrir krakka
Matthías Valdimarsson er ellefu ára gamall og hefur lært á
harmoniku í eitt ár. Hann hefur náð furðu góðum tökum á
hljóðfærinu og finnst harmonikan eiga erindi við krakkana
ekki síður en fullorðna fólkið.
Af hverju varð harmonikan fyrir valinu?
Afi minn spilar mikið á hljóðfæri og ekki sfst á harmoniku og
það gera fleiri ífjölskyldunni, til dæmis Elsa amma. Ég prófaði
fyrst að spila á hljómborð og lærði svolítið hjá afa en það varð
ekki mikið úr því. Svo ákvað ég að fara að læra á harmonikuna
af því að ég þekki hana og finnst hún flott hljóðfæri. Ég hef
líka hlustað á mjög marga góða harmonikuspilara.
Eru margir krakkar sem spila á harmoniku?
Já, það eru frekar margir krakkar sem spila á
harmoniku. Ein bekkjarsystir mín hefur
spilað í þrjú ár og við höfum
spilað saman. Það hefur
kannski verið hvatning
og svo hef ég heyrt
marga spila svo
flott. Ég hef heyrt
það í Árnesi, þar sem er harmonikuhátíð á hverju sumri og svo á geisladiskum. Ég fékk
einmitt einn íÁrnesi.
Er einhver sérstakur sem þér finnst góður?
Já, það er 13 ára strákur, sem heitir Flemming. Hann spilar rosalega fallega og félagi
hans sem spilaði með honum f Árnesi er Ifka ofsalega góður. Hann heitir
Jónas og hann er svolítið eldri en Flemming. Þeir spiluðu saman á tón-
leikum og svo sitt í hvoru lagi og það var æðislega flott. Ég man sér-
staklega eftir mjög fallegu lagi sem Jónas samdi og spilaði
þarna. Það heitir Dafnandi rósin og er alveg frábært.
Hvenær byrjaðir þú að læra á harmonikuna?
Ég byrjaði á síðasta hausti hjá Gunnari Kvaran
og það hefur gengið nokkuð vel. Það þarf
að æfa sig og ég hafði ekki alltaf nógan
tíma til þess en þó oftast nær. Ég hef eig-
inlega ekki spilað opinberlega, en samt
spilaði ég með afa á bryggjunni á Bíldudal
ísumar. Þarvarhátíðsem heitir6/7c/ucffl/s
grænar og það voru margir að spila. Svo
spilaði égá lokatónleikunum ívoroglíka
úti á túni í Árnesi. Svo spila ég stundum
fyrir fjölskylduna.
Heldurðu ekki að þú haldir áfram
harmonikunámi ogspili?
Harmonikan er bara lokkandi hljóð-
færi, sem maður getur spilað endalaust
á og það er alltaf gaman. Ég byrja aftur að
læra núna 9. september og ætla að halda áfram
eins lengi og ég get. Það er gott að byrja ungur að
læra á hljóðfæri, því að sem krakki lærir maður best. Harm-
onikan er alveg eins fyrir krakka og fullorðna og svo vil ég sér-
staklega hvetja stelpur til að spila á harmoniku þvf hún er ekkert síður
fyrir þær.