Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 3
Frá ábyrgdarmanni mm f \ Harmonikublaðið ISSN i6yo-20oX Ábyrgðarmaður: Gunnar Kvaran, Álfaland y, 108 Reykjavík Sími 568 3óyo, netfang: alfy@mi.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstödum, www.heradsprent.is Netfang: print@heradsprent.is Meðal efnis: - Ávarp formanns S.Í.H.U. - Sumarhátíðin á Breiðumýri - NúerlagíÁrnesi - Viðtalvið Matthías Valdimarsson ungan harmonikuspiiara - fslenskir harmonikuvíkingar á Gran Canaria - Harmonikuhátíð ÍÁsbyrgi, Miðfirði - Frá Harmonikufélagi Héraðsbúa - Guðrúnarvals - Litið við hjálóni Kr. Ólafssyni í Melódíum minninganna - LJAO Landesjugend-akkordeonorchester Bayern í heimsókn á íslandi Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 sída kr. 23.000 1/2 síba kr. 15.000 innsídur 1/1 síða kr. 18.400 1/2 sída kr. 11.500 1/4 sída kr. 6.yoo 1/8 sída kr. 4.600 Smáauglýsingar kr. 2.500 Efni í næsta blað sem kemur út ídesember, þarfað berast fyrir lok nóvember 2009. V__________________________________________J Ágætu lesendur Undirritaður vill fyrir hönd þeirra stjórn- armanna er komu að útgáfu sfðasta tölublaðs, þakka öllum þeim sem hafa lýst ánægju sinni með blaðið. Það ervon okkarsem að blaðinu stöndum að þetta blað verði með svipuðu sniði ogfalli les- endum í geð. Enn hefur ekki fundist aðili til að taka að sér ritstjórn blaðsins, svo það kemur í hlut sömu aðila að standa að útgáfu þessa blaðs. Allir þeir aðilar sem leitað hefurverið til um að senda greinar og myndir í blaðið hafa tekið því vel, þrátt fyrir að margir séu enn ísumarleyfum. Undirritaður vill þakka öllu því góða fólki sem hefur gefið sér tfma til að senda efni til blaðsins. Reynt er að hafa efnið sem fjölbreytt- ast og í því sambandi má nefna að viðtal er við ungan dreng sem greinir á svo skemmtilegan hátt frá því hvers vegna hann heillaðist af harmonikunni ogvarð tilþessað hann hóf nám f harmonikuleik. Á meðan ekki fæst ritstjóri til þessa að stýra útgáfu blaðsins verður það stefna okkar sem að útgáfunni stöndum að auka hlut unga fólksins í blaðinu. Eins er reynt að slá á létta strengi með gamanefni, sem vonandi fellur í kramið hjá lesendum. Sumarið hefurverið viðburðarríkt hjá aðildarfélögunum og eru allar harmon- ikuhátíðir afstaðnar og er óhætt að segja að þær hafi verið félögunum til mikils sóma. Vel sóttar, enda mikið lagt í þær, til þess að laða sem flesta gesti á þessi mót. Framundan er aðatfundur sambands- ins sem haldinn verður 19. september 2009 í Svartaskógi og er það Harmoniku- félag Héraðsbúa sem heldur utan um fundinn. Síðan er rétt að árétta það að Harmonikufélag Reykjavíkur hefur tekið að sérað halda næsta unglingalandsmót og verður það haldið á Seltjarnarnesi 23. - 25. október 2009. Vonandi mæta sem flest ungmenni á mótið. Að lokum, enn og aftur bestu þakkir til allra þeirra sem lagt hafa okkur lið á einn eða annan háttvið gerð blaðsins. Vonum að vetrarstarf allra aðildarfélaga sambandsins verði sem öflugast. Gunnar Kvaran NÝ HEIMASÍÐA S.Í.H.U. S.Í.H.U. vinnur nú að nýrri og endurbættri heimasíðu fyrir harmonikuunnendur. Nýja heimasfðan mun halda sama léni og áður (www.harmonika.is) Á sfðunni mun verða svipað efni og áður, þ.e. fréttir, myndir, upplýsingar um S.Í.H.U. Y Wf \'V og aðildarfélög þess, hverjir eru formenn o.fl., tenglar á áhugaverðar síður og gesta- bók. Fundargerðir S.Í.H.U. væri hægt að setja þar inn, einnig efnisyfirlit Harmonikublaðs- ins, mynd af nýjustu forsíðunni og hvernig fólk getur gerst áskrifendur. Áætlað er að vefurinn verði kominn í loftið eigi síðar en 16. september n.k., vefurinn verður þó áfram íþróun ogeru félagsmenn hvattirtilað koma með ábendingarogtillögurvarðandi vefinn til stjórnar S.Í.H.U. asam ÁSGEIRS S. SIGURÐSSONAR býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði. Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 -----------------------------------------^ U almom 'L %

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.