Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 4
Sumarhátíðin á Breiðumýri
24.-26. julí 2009
Heil og sæl og takk fyrir gott útilegumót.
Óformlega hófst mótið á fimmtudegi með
reisingu á tjaldinu yfir danspallinn úti í
rjóðrinu. Var það gert með hraði milli rign-
ingarskúra enda valinkunnir menn að
störfum. Tveir byggingameistarar sem töl-
uðu og bentu, einn kjötskurðarmeistari,
einn rafvirkjameistari, tveir bændur og
bifreiðastjórinn ogberjabóndinn ÍHólkoti.
Fjöldi gesta var mættur á svæðið, okkar
fastagestirfrá unnendum ÍReykjavík, Klaka-
höllin að vestan og fleiri og fleiri. Ekki er
vitað um heildarfjölda enda heyra allartölur
undir bankaleynd í dag.
Föstudagurinn var nokkuð hefðbundinn
þar sem formenn félaganna tveggja, Harm-
onikufélags Þingeyinga og Félags harm-
onikuunnenda við Eyjafjörð, drógu upp fána
félaganna. Þar heilsaðist fólk, faðmaðist
og kysstist eins og oftast gerist á þessum
„fjölskyldumótum" og þykir að góður siður
á þessu svæði. Um kvöldið setti Stefán Þór-
isson, formaður HFÞ, hátíðina og hóf spila-
mennskuna með Ásgeiri Stefánssyni fyrstu
40 mínúturnar en félagar úr HFÞ og FHUE
spiluðu til skiptis til klukkan þrjú að nóttu.
Samhliða innidansleikvar dansað ítjaldinu
og voru það félagar og gestir mótsins sem
spiluðu við góðar undirtektir mótsgesta
enda voru þar fullkomnar græjur innstilltar
af sunnanmanninum Helga Eiríki. Móts-
gestir höfðu auk þess orð á því að í tjaldinu
væri meiri rómantíkenda litrfkar Ijósaserfur
er lýstu upp kvöldkyrrðina.
Laugardagurinn var bæði bjartur og hlýr
en klukkan 13 hófst sölusýning hjá Einari
Guðmundssyni og Gísli Brynjólfsson kynnti
hljómdiskinn sinn. Einnigvarsú nýbreytni
á að tvær konur voru með söluhorn fyrir
allskonar handverk og listmuni, þessi
nýbreytni virðist lofa góðu. Klukkan tvö
voru svo tónleikar þar sem eftirtaldir
spiluðu nokkur vel valin lög: Hans Friðrik,
Einar Bjarni Einarsson 7 ára, Aðalsteinn
ísfjörð og barnabarn hans Tanja Mjöll Magn-
úsdóttir 14 ára og Gunnar Kvaran og Hreinn
Vilhjálmsson. Gestaspilararnir okkar í ár
voru svo Grétar Geirsson og Bragi Hlíðberg.
Lagavalið þótti gott, stutt lög og hnitmiðuð.
Einn skuggi á tónleikunum var þó sá að
sumir gestanna voru með einhver fram-
söguerindi á miðjum tónleikum. Eftirtón-
leikana var gert hlé sem notað var til að
skrafa, hlæja, spila og syngja.
Klukkan 18 var komið að sam-
eiginlegu grilli. Ballið hófst
klukkan 22 og tók þá við
glaumur og gleði, bæði úti og
inni. Happadrættiðvarklukkan
23 en það innihélt marga góða
vinninga frá ýmsum fyrir-
tækjum. Útidansleikurinn stóð
til klukkan eitt en inniballið var
til klukkan þrjú.
Þegar sólin tók að lyftast á
sunnudeginum fórfólkaðtygja
sig til brottfarar. Margir héldu
þó kyrru fyrir enda upphófst
um kvöldið mikill söngur með
Ómari á nikku og stóð gleðin
til miðnættis. Sönggestirvoru
frá öllum landsfjórðungunum,
sem dæmi má nefna Þingeyri,
Súðavík, Raufarhöfn, Suður-
eyri og Kópavog. Nú er helgin
því orðin að fimm dögum.
Við viljum þakka gestum
fyrir komuna og góða þátttöku og húsverði
fyrir sína góðu þjónustulund en böð og
snyrtingar voru opnar öllum til mánu-
dags.
Með vináttukveðjum,
Númi og Filippía
Meðfylgjandi myndir
tókSteinberg Pálsson
4