Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 13
Harmonikuhátíð í Ásbyrgi, Miðfirði Fyrir hátídinni stóðu H.U.H. og Nikkólína. Hátíðin var haldin dagana 3.-5. júlí og mikið um sama fólk og í Húnaveri. Þá voru allir búnirað dansa úr sér vetrarstöður og skemmtu sér nú ærlega. Föstudagskvöld var eingöngu í höndum H.U.H. og gesta á svæðinu, þeim Sveini Sigurjónssyni Dalamanni úr Hafnarfirði, Gylfa og Jóni frá Austfjörðum. Erum við þeim afar þakklát fyrir frábæra spila- mennsku. Sonarsonurokkar Þóris, Svanur Ingi, barði trommur allt kvöldið og kvartaði ekki. Ekkert varð aftónleikum kl.14 á laug- ardag því allir sem áttu þar að vera, voru víst uppteknir, en kvenfélagskonur úr sveitinni sáu um kaffihlaðborð og skal þeim þakkað hér með fyrir afbragðs veit- ingar. Undir kvöld fóru Dalamenn að koma og tóku hljóðfærin ærlega til kostanna svo úr varð hið besta ball fyrir þá sem ekki þurftu að vinna. Þar stóð Ríkharður Jóhannsson vaktina við trommurnar og blés svo í saxófóninn á milli af alkunnri snilld, 83 ára gamall og frábær spilari. Á sunnudag fóru svo allir þreyttir en ánægðir heim á leið. Kveðja, Ingibjörg Kristjánsdóttir Hljómsveitstofnuð á staðnum, eins og venjulega á harmonikumótum (Halldórá trommur, Hörðurá bassa, Rúnarog Sveinn Dalagaflari á harmonikur, gítarleikari?) Þarna blæs Ríkharður jóhannsson í saxófóninn af alkunnri snilld, ásamt nokkrum góðum spilafélögum Harmonikuhljómsveit Nikkolínu spilar fyrir dansi Cóhann, Sigrún, Sigvaldi, Halldór, Melkorka, Guðbjartur, Ásgerður á harmonikur, Rikharður á trommur, Hörðurá bassa og Hafliði á gítar.) Fleiri sögur af Lása kokk Eitt sinn á stríðsárunum síðari var togarinn sem Lási varkokkurá að komafrá Englandi. Veðrið var mjög vont og sjórinn lét illa. Fór því svo að sjór komst inn ískipið og urðu menn hræddir. Bjuggust sumir við hinu versta og voru farnir að mæna á björg- unarbátana. Voru allir uppi við nema Lási ogtöldu menn réttastað vara hann við. Var einn skipverjinn sendur til hans með þau skilaboð að skipið væri að sökkva ogvafa- lítið hefur sá búist við öðrum viðbrögðum hjá kokknum er reyndin varð, því það eina sem hann sagði var: Guð minn almáttugur. Skipið að farast og ég ekki búinn að vaska upp. Eitt sinn var Lási kokkur samskipa ónefndum háseta á togara. Var háseti þessi hið mesta óargadýr í nærveru Lása og lét ekkert tækifæri ónotað til að stríða honum. Lási lét það þó sem vind um eyru þjóta, svaraði aldrei skotum hásetans munnlega og hélt sínu striki sem kokkur. Svo var það dag nokkurn að samviskan gerði vartvið sig hjá hásetanum ogsá hann eftir öllum þeim orðum er hann hafði látið falla í garð kokksins. Ákvað hann því að biðja Lása fyrirgefningar. Lási minn, sagði hásetinn hálfvandræðalega þegarþeirhitt- ust næst, ég sé eftir því að hafa verið svona vondur við þig. Ég hef ákveðið að hætta því svo við getum orðið vinir. Einlægni hásetans leyndi sér ekki en hins vegar brá honum dálítið þegar Lási klappaði á öxl hans og mælti: Það er gott. Þá skal ég hætta að pissa f súpuna þfna. Verkstæði til alhliða viðgerða Harmonikuþjónusta á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík. Guðna Hafið samband við Guðna í síma 567 0046. 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.