Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 3
Harmonikublaðið ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Gunnar Kvaran, Álfaland 7,108 Reykjavík Sími 5683670, netfang: alf7@mi.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.. Netfang: print@heradsprent.is Forsíða: Ingunn Þráinsdóttir Meðal efnis: - Nikkólína 30 ára - Aðalfundur S.Í.H.U. árið 2011 - Landsmótið 2011 kvikmyndað - Árshátíð Harmonikufélags Þingeyinga - Áslákur æringi austan af landi... - Harmonikukvintett Reykjavíkur - Sundhetturnar og grafalvarlegir harmonikuleikarar 1 % Ritstjóraspjall o Kæri lesandi Það varð Ijóst eftir aðalfund SÍHU í Eyja- firði 24. september sl. að nýr ritstjóri tæki við Harmonikublaðinu. Gunnar Kvaran hafði stýrt blaðinu undanfarin ár, af mikilli röggsemi auk þess að vera varaformaður Landssambandsins. Það kom því engum á óvart, þegar hann var kosinn formaður SÍHU. Fyrverandi for- manni Jónasi Þórvoru þökkuð störf hans fyrirsambandið enda velað því kominn. Gunnar hafði þá þegar undirbúið sfðasta tölublað ársins, þannig að mín aðkoma er mjög lítil að því. Það verða engar stórbreytingar á blaðinu, til að byrja með íöllu falli, enda ástæðulaust að gera við það sem ekki er bilað. Vonandi verða lesendur þó varir við fingraförin með tímanum, en öll skoð- anaskipti um framtíð harmonikunnar verða að sjáfsögðu vel þegin. Það gæti t.d. verið að gaman að fá álit fólks, hvort við værum á réttri leið varðandi þróun harmonikuleiks- og lífs á íslandi. Þá má ekki gleyma að geta þess fjölda harmon- ikuleikara sem nú nemur listina. Blaðið er góður vettvangur til að koma þeim á framfæri. Áskrifendum að blaðinu hefur - Föstudagsskottís - Lag blaðsins - Harmonikuleikari í 70 ár - Diddi Hall - Viðtal við Álfheiði Gló Einarsdóttur - Gleðisögur að vestan - HarmonikufélagSelfoss - Viðtal við Þóri Magnússon trommara Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 23.000 1/2 síba kr. 15.000 Innsídur 1/1 sída kr. 18.400 1/2 síða kr. 11.500 1/4 síða kr. 6.700 1/8 síða kr. 4.600 Smáauglýsingar kr. 2.500 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. apríl 2012. V______________________________________________J Ég hafði ekki neinar sérstakar áætlanir um að verða ritstjóri, en þegar eftir þvf var falast og eftir nokkra umhugsun, sló égtil. Ég hefi aldrei ritstýrt blaði áður, en verð að treysta þeim sem fóru fram á þetta við mig. Ég get aðeins reynt að gera jafnvel og forverar mínir, en það verður ekki auðvelt. Til þess að svo verði ætla ég að treysta á samvinnu við þá fjöl- mörgu harmonikuunnendur, sem geta lagt þessu lið og einnig að leita fleiri fréttaritara. Ég hefi verið starfandi um langa hríð í þessum geira og því nokkuð kunnugur á þessum slóðum. verið að smá fjölga síðustu árin og að sjálfsögðu verður reynt að fjölga þeim enn frekar. Ég hlakka til samstarfs við fréttaritara blaðsins og við Sigrúnu Halldórsdóttur, sem séð hefur um prófarkalestur. Þá hefur Melkorka Benediktsdóttir fallist á að sjá um innheimtu fyrir blaðið auk þess sem Gunnar Kvaran hefur lofað að neita mér ekki um aðstoð ef ég hnippi í hann. Útgefandi blaðsinser landssambandið og þvf hefur þetta verið einskonar sam- vinnuverkefni, þó einn sé í forsvari. Með harmonikukveðju, Friðjón Hallgrímsson Með gómsœtri skyrfyllingu! Skyrkonfekt er súkkulaði moli, gerður úr gæða hvítu súkkulaði framleiddu af Valrhona, með skyrfyllingu sem framleidd er af Rjómabúinu Erpsstöðum. Skyrkonfektið er handunnin vara og einstök í sinni röð, hvað varðar útlit og bragð! Skyrkonfcktið cr samvinnuverkefni hönnuða og bænda undir handleiðslu Listaháskóla fslands. „ Ótrúlega vel heppnuð samsetning þar sem súrt og sætt mœtist“ ERPSSTAÐIR www.erpsstadir.is 3

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.