Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 6
Adalfundur S.Í.H.U. 2011 Aðalfundur S.Í.H.U. var að þessu sinni haldinn að Sveinbjarnar- gerði í Eyjafirði helgina 23.-25. sept. sl. í boði Félags harmon- ikuunnendavið Eyjafjörð. Þarvarvelaðfundarmönnum ogmökum þeirra búið og öll framkvæmd Eyfirðingum til sóma, þeir voru frábærir gestgjafar. Á fundinn mættu fulltrúar frá 12 af 15 harmonikufélögum innan sambandsins. Fundurinn var mjög skemmtilegur og gagnlegur. Þar voru samþykktar breytingar á lögum S.Í.H.U. og eru lögin í heild sinni aðgengileg á heimasíðu sambandsins, www.harmon- ika.is Á heimasíðunni má einnig nálgast reikninga sambandsins og aðalfundargerðir. Munið heimasíðu S.Í.H.U. www.harmonika.is Friðjón Hallgrímsson og Filippía Sigurjónsdóttir bida eftirmatnum Þrírgóðir taka lagið Gestir mæta til aðalfundar Gleðileg jól! j -------------------------------------------------------- Nikkólína Nikkólína, það er félagsskapur sem nú segir frá. Hún var stofnuð hér í haust af þeim sem harmonikur þrá. Og í stjórnina þarvoru valdir vafasamir menn. Það er mjög svo rétt á mörkunum að menn þeir lifi enn. Ó, Nikkólína, fórafstað með starfsemina sína. Ó, Nikkólína, á harmonikur heyrðist leikið snjallt, út um allt. Og við tókum á leigu Tjarnarlundinn til að halda skrall. Og uppfullir af ofsakæti auglýstum það ball. En þá gerði norðan garra það var gasalega leitt. Allir vegir urðu ófærir og engir komust neitt. Ó, Nikkólína, svona fór með samkomuna þína. Ó, Nikkólína, þannig fór nú starfsemin af stað - nóg um það. En í annað sinn í Saurbænum við settum okkur mót og um skafrenning og skýjabólstra skeyttum ekki hót. En við okkur reyndist ekki hagkvæmt örlaganna spil þvíað undir kvöldið gekká með hörðum öskumanndrápsbyl. Ó, Nikkólfna, drottinn bannar dansleikina þína. Ó, Nikkólfna, öllum þínum áformum var breytt í ekki neitt. Nú er veturinn á enda, enda endalokin kunn. Þvf er skýrslan yfir afrekin svo óskaplega þunn. Nú er Kiddi Óla uppflosnaður endanlega strand, Svo er ég að verða vitfirrtur og Vaggi flýði land. Ó, Nikkólína, stressið hljóp í starfsemina þfna. Ó, Nikkólína, og nú þarf fyrir næstu vetrarfórn, nýja stjórn! R.I.A. 6

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.