Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 19
Um haustið 1991 boðuðu nokkrir áhuga-
menn um harmonikutónlist til fundar á
Selfossi til að ræða stofnun harmoniku-
félags. Aðalhvatamenn voru, að öðrum
ólöstuðum, Óli Th. og Birgir Hartmannsson.
Þarna var ákveðið að félag skyldi stofnað
og heita Félag harmonikuunnenda á Sel-
fossi og nágrenni. Þann 11. október 1991
var félagið formlega stofnað undir leiðsögn
ÓlaTh. ogHafsteins Þorvaldssonar.Ástofn-
fundinn komu 16 manns. Árið 2003 var nafni
félagsins breytt í Harmonikufélag Selfoss.
Félagið er því 20 ára, en fyrstu stjórn félags-
ins skipuðu þeir Óli Th, sem var formaður,
Birgir Hartmannsson, Gissur Geirsson,
Þórður Þorsteinsson og Frímann Helgason.
Endurskoðandi var Hafsteinn Þorvaldsson.
Æfingar hófust fljótlega og var fyrsti leið-
beinandi félagsins Baldur Böðvarsson.
í dag er félagið nokkuð öflugt og sýnilegt,
þó aldurinn færistyfirfélagana. Undanfarin
ár hafa æfingar verið vikulega undir stjórn
Helga E. Kristjánssonar og oft hafa áhuga-
samirfélagarbeðið um aukaæfingar, þegar
mikið hefur staðið til. Félagar hafa spilað
við ýmis tækifæri innan héraðs og utan,
spilað á hjúkrunarheimilum, í afmælum,
haldið dansleiki og tekið þátt í Landsmóti
Sambands íslenskra harmonikuunnenda
3ja hvert ár.
í sumar var hljóðritað talsvert efni og er
það ívinnslu og stefnt á að gefa út geisla-
disk. Þannig að krafturinn í Harmoniku-
félagi Selfoss er enn til staðar.
Bestu kveðjur frá HFS,
GuðmundurÆgirTheodórsson, form.
r
Afmælishátíð Harmonikufélags Selfoss #júg
Afmælishátíðin var haldin föstudaginn 30.
september 2011 í Víkingasalnum á Efsta-
landi Ölfusi. Á hátíðina mættu rúmlega 150
manns og skemmtu sér konunglega. Eftir
hefðbundið borðhald, ræðuhöld ogönnur
skemmtilegheit var komið að tónleikum
JónasarÁsgeirsÁsgeirssonarog Flemmings
Viðars Valmundssonar. Erskemmst frá því
að segja, að þeir léku afbragðsvelogvoru
margklappaðir upp af ánægðum veislu-
gestum. GrétarGeirsson léksvoafsinni
alkunnu snilld og með honum spiluðu
Helgi E. Kristjánsson og Guðmundur
Steingrímsson. Hljómsveit HFS lék
síðan nokkur lög og einnig Tromsö
Trekkspillklubb, sem var í heimsókn
hjá okkur. Að lokum var slegið upp balli
og dansað fram á nótt.
Tromsö Trekkspillklubb
Tromsö Trekkspillklubb var stofnaður
árið 1947 og er því að verða 65 ára.
Klúbburinn er fjölmennur og æfingum
er skipt upp í tvo hópa. í öðrum er
spilað eftir nótum en í hinum eftir eyr-
anu eins og sagt er. Núverandi for-
maður erMartin Hansen.
í nóvember 2010 fékk undirritaður
tölvupóst frá félögum ÍTromsö Trekks-
pillklubb með ósk um aðstoð við að
skipuleggja íslandsferð haustið 2011.
Mörgum mánuðum, tölvupóstum og
símtölum síðar, var komin mynd á
þessa íslandsferð Tromsöklúbbsins.
Hópurinn taldi 39 manns og tókst á
örfáum dögum að fara í Bláa lónið,
verslunarleiðangra f Kringlur Reykja-
víkur, skoða söfn og menningarstaði.
Fara til Þingvalla, Laugarvatns, skoða
Gullfoss og Geysi og síðast en ekki síst,
að hitta og skemmta sér með harmon-
ikuliðinu á Selfossi, þar sem þeir gistu
meirihluta tímans. Þeir mættu auðvitað
í afmælishóf HFS og tóku virkan þátt í
þeirri skemmtun með harmonikuspili
ogsöng.
Laugardaginn 1. október héldu þeir
eftirminnilega tónleika í sal tónlistar-
skólansvið Eyrarveg Selfossi. Lagaval
var fjölbreytt, einleikur, tríó og hljóm-
sveit. Stjórnandi hljómsveitarinnar er
Kurt Samuelsen og spilað hann ýmist
á harmoniku eða flygil tónlistarskólans.
Kona hans Marit Samuelsen kynnti
lögin á einlægan ogskemmtilegan hátt.
Tónleikagestir voru fjölmargir og
skemmtu sér vel og gaman var að heyra
„Ég bið að heilsa“ sungið á nýnorsku.
Hljóðfæraleikurum og söngvurum var
klappað lof í lófa í lok vel heppnaðra
tónleika.
Til gamans fylgir hér með þýðing Bjprn
Bjprlykke og Johanne 0vsteb0 Tveten.
Ég bið að heilsa: Ljóð: Jónas Hallgríms-
son; Lag: Ingi T. Lárusson.
Nýnorska
No strpymer várleg bris og varme vindar,
og lyfter bárene mot mine strende.
Dei hastar heim til fjell og fagre tindar,
og tek mitt heimland vart i sine hender.
Á milde royst, hels heim til fedrelandet!
Guds fred og gteda skal dei alltid fylgja !
Stryk kvar ein tind - du vind - med kjærleks ande !
Kyss kvar ein bát du mpter versle bylgja.
Ref.
Várvona vaknar! Fagre fugl som fer,
Mot himmelranda, frá di varme tuva:
Syng dine songar over sommarli!
Hels aller mest om du ein engel ser!
Tindrande auge under raude huva.
/: H0yr vesle stare - det er jenta mi:/
Bestu kveðjurfrá HFS,
Guðmundur Ægir Theodórsson, form.
19