Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 10
...Áslákur æringi austan af landi, úti í túnfæti dragspilið þandi, hædúddelí dúddelídæ... Skyldí vera leyft ad syngja þetta erindi í útvarpið? Nú erbúið að henda harmonik- unni út af dagskrá stofnunar- innar. Þau vilja kannske losa sig við allt sem minnir á drag- garganið. Sfðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þáv. menntamálaráðherra gaf Páli Magnússyni útvarpið í morgun- gjöf og skreytti það með stöf- unum ohf, hefur ekki heyrst í harmoniku á Gufunni. Þetta er sorglegt í því ijósi að nú eru margir ungir harmonikuleikarar komnir á sviðið. Sumir þeirra hafa sótt skóla í útlöndum, aðrir orðið sér úti um dýr ogvönduð hljóðfæri til flutnings klass- ískrar tónlistar og sannað getu sína. Guðmundur Samúelsson hefur unnið gott starf f sinni kennslu og er fyrsti fslenski kennarinn sem leggur áherslu á þessa nálgun hér syðra. Um langt árabil var Bragi Hlíðberg eini spilarinn á alþjóðlegan standard sem hér dró belg, en nú hefur bæst við tötuverður hópur. Allt þetta fólk ætti að koma fram í útvarpi og að því eiga allir unnendur harmonik- unnar að stuðla. En hvernig? Það vita allir að landinu er stjórnað af hópi fólks í gömlu steinhúsi við Austurvöll, sem aftur er fulltrúar fólksins í land- inu. Það er því tillaga mfn að þið ágætu unnendur hafið sam- band hver við sinn þingmann og óskið eftir því að útvarpið sinni skyldu sinni! Ég var fyrir fjölda ára með þætti í útvarpinu sem hetgaðirvoru harmonik- unni. Ekki gat ég fundið annað hjá stjórnendum en að þeim þætti þetta sjálfsagt og mætti kosta til að fá spilara í þáttinn. Margir góðir nikkarar voru svo teknir upp, en þó átti ég í svo- litlu stríði við tæknideildina. Þeir voru tregir að klippa þætti sen þurfti að snyrta til. Þá kom Magnús Blöndal Jóhannsson til hjálpar og allt féll í tjúfalöð. Þættirnir runnu svo skeið sitt á enda. En nokkrum árum síðar hitti ég svo Árna Kristjánsson tónlistarstjóra á götu. Hann vék sér að mér og bauð mér nýja þætti og ég fengi nú með mér tæknimann sem ynni að fullu með mér. Þetta var Henry J. Eytand sem starfaði sem upp- tökumaður hjá útvarpinu. Hann var nýkominn úr kynnisferð til útlanda til að tæra hljóðupp- tökur. Við byrjuðum á þvf að prófa hljóðnema sem hentuðu fyrir harmoniku. Það kom nefni- lega í Ijós að þeir nýju og dýru frá Telefunken voru of næmir fyrir nikkuna. Við sátumsvoog prófuðum hvað gæfi besta tóninn ogþað reyndistvera eld- gamall RCA hlunkur sem kom best út. Nokkrir spilarar komu svo í þættina m.a. Grettir Björnsson, Reynir Jónasson, Rútur Hannesson, Guðmundur Hansen og fleiri. Jóhannes G. Jóhannesson kom með hljóm- sveit Guðmundar Finnbjörns- sonar og tók upp tvo þætti. Henry kaus að gera þetta á kvöldin og jafnvel á nóttunni. Enda kom það fyrir að hella þurfti svolítið uppá einstaka mann. Ég var oft ansi syfjaður morguninn eftir erfiðar nætur. Égvann þáviðvikublaðogdott- aði fram á borðið í morgun- sárið. Einu sinni urðu mér á slæm mistök. Einn gesturokkar spilaði iag eftir Deiro, en hafði fatast flugið svo ég klippti þetta til. Þá gerðist það að ég tvftók kafla fyrir klaufaskap og kunn- áttuleysi sem skyldi einfluttur. Spilarinn varð feiknalega reiður og sagði mig hafa svipt sig öllu áliti harmonikumanna sem eitt- hvað vit hefðu. 4* It Seinna tókum við þrfr Bjarni Marteinsson, Sigurður Alfons- son og ég að okkur harmon- ikuþætti. Þá komu til okkar eldri spilarar m.a. Hafsteinn Ólafs- son, Eiríkur Ásgeirsson auk félaga úr FHUR og auðvitað Grettir Björnsson. Þessir þættir urðu jafn vinsælir og áður. Það gerðist nú samt að greinar birt- ust í blöðum sem gagnrýndu þættina. Þaðvarmaðurnokkur austur á landi sem helst mund- aði penna. Eitt finnst mér rétt að minnastá. Við óskuðum eftir því að hlustendur hefðu sam- band bréflega eða í síma, en enginn sinnti þvf. Ég þakka þeim sem renndu augum yfir. Högni J. Grafalvarlegir harmonikuleikarar og fleira fólk! Þjóðtrúin segir að ekki þurfi annað til en að handlaginn maður og söngvís fái harmon- iku til að tónlistin streymi fram fögur og hnökralaus. Á efri árum hins sama taki hann fram hljóð- færið á stórafmælum og aftur streymi snilldin fram. Til að krydda þessa trú er nikkarinn talinn svolítið laus á kostunum; hann dansar best og fjörugast allra, er að oft við skál og allra manna fjörugastur. Enga sá ég, á landsmóti SÍHU, sem Ifktust þessu nema kannske í hópi norsku spilar- anna. ísfirðingarnir voru ansi líflegir og spila vel. Þar að auki 10 eiga þeir fegurðardrottningu harmonikunnarogfeiknagóðan spilara hana Helgu Kristbjörgu sem er verðlaunahafi Minn- ingarsjóðs Kristjáns Eldjárn. Þeir mega vera ánægðir með sitt framlag. Sama má segja um Reykvíkinga undir stjórn marg- reynds tónlistarmanns Reynis Sigurðssonar, sem lék með á harmoniku í nokkrum lögum. En ekki erallt upptalið. Bragi Hlíð- berg sannaði enn og aftur að hann er bestur, þá komu á óvart í prýðilegum dúett Hreinn og Gunnar. Það sem vakti mesta undrun mína var frammistaða þeirra ungu sem hafa yngt harmonikuna upp með glæsi- brag. Stúlka norðan úr Þing- eyjarsýslu, Ásta Sofffa Þorgeirs- dóttir, vakti sérstaka athygli mfna. Hún spilar á hljóðfæri með klassískt bassaborð sem leikuríhöndum hennar. UmJón Reyni hef ég fjallað í blaðinu áður, hann hefur enn bætt sig, þarf greinlega lítið að hafa fyrir tækninni. Sú nýlunda hér að fleiri ungir menn leiki saman á klassískar harmonikur kemur sannarlega á óvart, (skyldi hann Kalli Jónatans vita af þessu?) og það á hnappanikkur! Og það nýtísku tónlist og glæsilega. Hver kennir þeim þetta! Það skyldi þó ekki vera hann Guð- mundurSamúelsson... Nei mig dreymdi þetta. í guðanna bænum gleymið að hafa lesið þetta, en munið að ef ykkur langar til að sjá mið- aldra menn sem prýða hljóm- sveitir og þjást af feimni, ég segi ekki þunglyndi... þá farið endi- lega á næsta landsmót! Ágætu landsmóts gestir! Þið voruð á tónleikum hjá einum allra allra besta harmoniku- leikara heimsins, Öyvind Fár- men - vissuð þið það?! Högni J

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.