Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 20

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 20
*• # „Þetta var bara í mér, einhvern veginn, •• Pétur Bjarnason spjallar við Þóri Magnússon trommara Líklega er enginn harmoniku- leikari á íslandi, sem ekki hefur heyrt getið um Þóri Magnússon trommuleikara og hann hefur að auki spilað með þeim vel- flestum. Þórir á að baki langan ogfarsælan ferilsem hljóðfæra- leikari. Hann gekk ungur í FÍH, Félag íslenskra hljómlistar- manna og hefur verið þar liðs- maður allar götur sfðan. Þórir er kominn nokkuð yfir sjötugt en spilar enn tvisvar til fjórum sinnum íviku hverri. Fastur liður er dansinn á Vitatorgi á mið- vikudögum, en þar fyrir utan er stöðugt eitthvað um að vera, ýmist á vegum félaganna í Reykjavík eða að einstakir hljóðfæraleikarar leita á náðir Þóris og biðja hann liðsinnis. Þórir er bóngóður maður og vill leysa hvers manns vanda. Sá sem þetta skrifar hefur oft þurft að leita til hans og alltaf hefur hann verið tilbúinn til starfa þó fyrirvari hafi verið skammur. Ég fór á dögunum til Þóris á Hjallaveginn, en þar á hann góða íbúð og hefur búið í henni síðan 1959. Það leynir sér ekki þegar inn er komið að þarna er fengistvið músik. Þórirá mikið safn af hljómplötum og diskum, harmonikan er tiltæk á gólfinu og stativ, trommur, diskar, burstar og kjuðar eru þarna í upplagi. Ég sest í eldhúsið hjá Þóri og við förum að spjalla um gamla daga, báðirvestan af fjörðum. Ég man eftir að hafa spilað einu sinni með honum á balli í gömlu Skjaldborg og þótti mikill munur, því égvarekki vanurað hafa trommur með harmonik- unni, frekar en venja var þá þar um slóðir. Þórirvarð snemma snillingur á sínu sviði. Við ræddum svo um verkefni okkar, að setja eitthvað saman fyrir Harmonikublaðið. „Égerfæddurá Patreksfirði, 25. febrúar 1938 og ólst upp á Patró. Það var þó nokkuð tón- listarlíf þar þá, sérstaklega var það Steingrímur Sigfússon og synir hans sem voru að spila um þessar mundir ásamt ýmsum fleiri. Steingrímur var organisti og kórstjóri en spilaði líka á böllum. Hann samdi mörg mjög falleg lög.“ „Er það satt sem ég hef heyrt, að þú hafir verið búinn að berja sundur flest pottlok og pönnur hjá móður þinni strax á bernskuárum?“ „Ja, svo er mér sagt. Ég man Þ.M. bandid. Þórirog Magni Steingrímsson standa fyriraftan, en framareru Gylfi Adólfs, Jói fóns, Hilmar Árnason og Helgi Einarsson 20 Þórir heima á góðri stund við trommurnar samt ekkert eftir þessu. Það fyrsta sem ég man eftir var að ég sat með bók, flata á milli hnjánna, hlustaði á útvarpið og stó taktinn með fingrunum á bókina. Svo átti íþróttafélagið trommur, sem voru geymdar uppi í Skjaldborg en það voru ekki margir sem spiluðu á þær. Ég fékk að komast í trommurnar og æfa mig og þá kom þetta smám saman.“ „Var einhver sem gat sagt þér tilvið trommuleikinn? Hvernig gekk að samhæfa hendur og fætur þegar þú varst að byrja?“ „Nei, það var engin tilsögn fáanleg. Ég man samt ekki eftir neinum vandræðum. Þetta var bara í mér, einhvern veginn og kom eiginlega strax. Við fórum svo að spila saman, nokkrir strákar í skólanum og það varð fljótlega hljómsveit úr því sem varkölluð ÞM. Helgi Einarsson var með harmoniku, Magni Steingrímsson (Sigfússonar) á píanó, Hiddi Árna með saxófón, Jói (Jónsson) með gítar og svo Gylfi Adólfs með kiarinett. Ég var auðvitað á trommunum. Við spiluðum á skólaskemmtunum og fljótlega fengum við að spila á þorrablóti f gömlu Skjaldborg sem varsamkomuhúsið þá. Við hefðum örugglega ekki komist þangað inn annars, ætli við höfum ekki verið svona 14-15 ára. Svo spilaði ég með flestum sem þarna voru að spila, Eyþóri Ólafssyni, Steingrími Sigfús- syni, Siffa (Sigfúsi Jónssyni) sem spilaði á píanó. Líka með Kidda Friðþjófs og Óla Dan. Þessir eru allir dánir fyrir nokkuð löngu nema Siffi, sem býr hér fyrir sunnan og grípur stundum í pfanóið ennþá. Og svo var það ÞM bandið líka. Það voru næstum engir að spila á trommur þarna á þessum tfma. Ég man samt eftir að Bobbí (Bjarni Gíslason, faðir Hólm- Þórir, Helgi Einars og Magni Steingríms. Það erslátturá kallinum við trommurnar

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.