Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 8
 Arshátíð Harmonikufélags k« * Þingeyinga 5. nóvember 2011 Góður hópur félaga og gesta skemmti sér vel á Breiðumýri laugardagskvöldið 5. nóvember. Ásgeir Stefánsson var fyrir- myndarveislustjóri ogstjórnaði líka fjölda- söng með stuðningi stjórnar félagsins og húsvarðar. Kristján Guðmundsson og konan hans Ragna Þórisdóttir sáu um frá- bæran veislumat og Hólmfríður Bjartmars- dóttir flutti annál ársins, aðallega í bundnu máli. Aðalsteinn ísfjörð spilaði nokkur frábær lög á harmonikuna og svo kom rúsínan í pylsuendanum, sem var kín- verskur leynigestur. Kom gesturinn frá Grímsstöðum á Fjöllum og langaði að læra dálítið f dansi og tók formaður félagsins Þórgrímur Björnsson það að sér. Dönsuðu þau með tilþrifum ogfengu óskipta athygli allra viðstaddra. Eftir kl. 23:00 var svo byrjað að dansa og var dansað til 2:30 og fóru allir saddir og sælir heim. Núverandi stjórn félagsins skipa: Þórgrfmur Björnsson, Húsavíker formaður, Guðveig Guðmundsdóttirfrá Grímsstöðum er vara- formaður, Kristinn Kárason, Ketilsstöðum er ritari og Dagur Jóhannesson, Haga er gjaldkeri. Meðstjómandi erSmári Kárason frá Breiðuvík. Sigurður Ólafsson Gestir hlæja mikid ad leynigestinum Alli spiladi nokkur flott lög Fía flutti annál ársins Ásgeirveislustjóri ásamt forsöngvurum. Guðveig Guðmundsdóttirvaraformaður, Ingólfur Ingólfsson hús- vörður, Þórgrímur Björnsson formaður, Ásgeir Stefánsson veislustjóri, Smári Kárason meðstjórnandi, Dagur Jóhannesson gjaldkeri og Kristján Kárason ritari 8

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.