Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 18

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 18
\*\ Gleðisögur að vestan með kveðju frá Frosta Gunn. móður smni . dYaSar » drengur: komu að aP^^annSÍábuhvaðhann „Wamma, siaftu ap dreyrroðnaði, er líkur pabba. mo frá fólkinu þreif í drengmn og d , mest móbgab apann? Kona nokkur kom ti! læknis og kvartaði undan miklum kvölum í mjöðminni. Hún sagðist hreinlega ekki geta legið á hliðinni. Læknirinn sagði að þá ætti hún bara að liggja á bakinu. „Það gengur ekki, þá kemur Júlfus." „En á maganum þá?“ „ja það er auðheyrt á öllu að þú þekkir ekki Júlíus.“ Nonni litli sagði einu sinni: „Pabbi minn er prestur og fólk segir alltaf „heiðraði prestur“ við hann. Afi minn er biskup og fólk segir alltaf „háttvirti biskup“ við hann. En svo er Nonni frændi yfir 150 kíló og þegar fólk sér hann þá segir það: „Guð minn góður." nann pa segir ; I*-------1 Gamli presturinn var aldrei langorðari en við jarðarfarir. Eitt sinn sagðist bonda einum svo frá þegar heim kom: „Ræðan var svo sem ágæt.en hún var svo löng að áður en yfir lauk voru allir rarnir nema prestur og sá dauði.“ Jonas gisti á hóteli úti á landi og leist afar vel á stúlkuna sem tók á móti honum um kvöldið, brosti svo til hennar og sagði: „Svo vil ég láta vekja mig með kossi klukkan sjö f fyrramálið." Þá svaraði stúlkan: •’AHt1 lagi.ég skal skila þessu til Friðriks næturvarðar." Bóndi einn nyrðra var kærður fyrir að hafa selt kindakæfu sem blönduð var ríflega með hrossakjöti. Eftir mikið þóf viðurkenndi bóndi að hafa blandað til helminga. Sýslu- maður sagði þá að rannsókn hefði leitt í Ijós miklu meira magn af hrossakjöti en kinda- kjöti svo ekki hefði þetta nú verið til helm- inga. „Jú,sko,“ sagði bóndi, „eitt lamb á móti einu hrossi." *• Ferð Harmóníkukvintettsins í Reykjavík :• til tónleikahalds á ísafirði Það voru glaðbeittir ferðalangar sem mættu að heimili undirritaðs klukkan sjö, á mínútunni, til þess að sameinast í tvo bíla til ferðar til ísafjarðar. Sérstök tilhlökkun var í brjósti umdirritaðs, því s.l. sumar hafði hann ekki komið því í verk að heimsækja æskustöðvarnar við Djúp. Ekið var sem leið lá á rff- andi lensi, suðvestan roki, með slagveðurshrynjum. Þegarviðókum niður Lágadalinn birti upp og við blasti ísafjarðar- djúpið í allri sinni dýrð. Það er svo magnað að í hvert skipti sem undirritaður ferðast vestur upp- lifir hann þetta. Eins og að koma í annan heim. Man ekki eftir neinu nema góðu veðri fyrir vestan. Komst þó ekki hjá þvíað pirrast yfir illa ígrundaðri nýlegri vegalagningu; þverun Reykja- fjarðar, Mjóafjarðar og Ijótvegar- lagning yfir Vatnsfjarðarháls, með tilheyrandi landspjöllum. Það virðist alltaf vera spurningin um krónur og aura sem öllu ræður þegar samskipti mannsins og náttúrunnar eiga í hlut. En pirringurinn hvarf fljótt eftir að komið var í ögursveitina, Laugardal og Skötufjörð, að ég tali ekki um haustlitadýrðina í Hestfirðinum. Á ísafirði tók á móti okkur góður vinur.ÁsgeirSigurðsson, mestur öðlinga f hópi harmóníkufólks. Eftir hádegismat var gengið í Hamra, sal Tónlistarskóla ísa- fjarðar og tónleikarnir undir- búnir. Síðan smá hvíldarstund. Að henni lokinni var tónlistar- fólkið endurnært og spilaði sinn besta konsert fram að þessu. Harmóníkurnar hljómuðu vel í þessum dásamlega sal þeirra ísfirðinga. Þau heiðurshjón Messíana Mars- elíusardóttir og Ásgeir Sigurðs- son buðu hópnum svo fínan kvöldverð, þar sem harmóníku- hetjurnar Villi Valli og Baldur Geirmundsson léku listir sínar. Þvílík gestrisni. Kærar þakkir fyrir móttökurnar. Eftir nóttina á gistiheimili í bænum, var harmóníkusafnið hans Ásgeirs í Turnhúsinu skoðað. Eftir dæmalaust góða fiskisúpu ÍTjöruhúsinu var lagt af stað heim. Heldur hafði kólnað íveðri með rigningarsudda. Undirrituðum fannst nauðsynlegt að uppfræða ungdóminn um lífs- baráttu forfeðra sinna. Ekki er ég grunlaus um að einhverjum hafi þótt nóg um þegar hann í þriðja skiptið stoppaði og rak alla út úr bílunum, í kalsa rigningu, til að þusa um einhverja kalla og kell- ingarsem uppivorufyrirhundrað árum. öll komumstvið svo heim sæl og glöð eftir góða og við- burðaríka ferð. Guðmundur Samúelsson 18

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.