Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 4
V*. Harmonikufélagið Nikkólína 30 ára o Harmonikufélagið Nikkólfna í Dalasýslu var stofnað 7. nóvem- ber 1981 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli núna í nóvember. Af því tilefni var haldinn glæsi- legur afmælisfagnaður f Árbliki 19. nóv. sl. Þar mættu félagar, velunnarar og margir góðir gestir, sumir langt að komnir. Það var sérstaklega ánægjulegt hversu margir fulltrúar annarra harmonikufélaga sáu sér fært að koma og gleðjast með okkur. Ásgerður Jónsdóttir, formaður Nikkólínu, setti hátíðina, bauð alla velkomna og fól síðan Ragn- ari Inga Aðalsteinssyni veislu- stjórn. Það var vel við hæfi þar sem hann er stofnfélagi og var í fyrstu stjórn félagsins. Eftir fyrsta starfsvetur Nikkólínu þar sem allt fór á kaf í snjó eða fauk út í veður og vind var haldin árshátíð 1. maí 1982 og þá flutti Ragnar Ingi brag um þennanfyrsta veturfélagsins við Nikkólfnulagið. Við byrj- uðum dagskrána á því að nokkrir félagar sungu þennan brag, síðan spiluðu nokkrir ungir harmonikunemendur úrTónlist- arskóla Dalasýslu undir stjórn kennara síns Kristjáns Inga Arn- arssonar, Kristján Ingi ogStein- þór Ingi bróðir hans spiluðu svo saman, það var að sjálfsögðu fjöldasöngur og Ragnar Ingi flutti kvæði undir ótrúlegum bragar- háttum á meðan að gestir nutu frábærra veitinga framreiddra af Sigurði Kristjánssyni og fjöl- skyldu. Melkorka Benedikts- dóttir kynnti útgáfu mynddisks og hljómdisks með tónlist Nikkó- línu, hún bað þá stofnfélaga sem voru viðstaddir að koma á svið og veita viðtöku fyrstu diskunum, það voru 6 félagar af 10. Hún þakkaði einnig sérstak- lega Halldóri Þ. Þórðarsyni hans góða starf fyrir félagiðfgegnum tíðina. Margir stigu f pontu og fluttu Nikkólínu góðarkveðjurog gjafir. Að loknum þríréttuðum hátíðakvöldverði var svo slegið upp balli að hætti harmoniku- félagaogdansaðafmiklum móð fram til kl. 03:00. Þá hélt hver til síns heima sæll og glaður eftir frábæra skemmtun f góðum félagsskap. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins og fyrsti formaðurþess var Kristján Ólafsson. Hann var tónlistarkennari við Tónlistar- skóla Dalasýslu á þessum tíma og hafði mikinn áhuga á því að koma af stað meira samstarfi og samspili hjá þeim er höfðu gaman af að grípa í nikkuna. Það voru 10 manns sem gerðust félagar á stofnfundinum, Wagn Guðmundsson, Björn St. Guð- mundsson, Ragnar Ingi Aðai- steinsson, Guðmundur Gíslason, Halldór Þ. Þórðarson, Jóhann 0. Elísson, Hólmfríður Kristjáns- dóttir, Kristjón Sigurðsson, Hörður Hjartarson og Kristján Ólafs- son. Félagið hét í upphafi Harmon- ikkufélag Dala- manna en Ragnar Ingi átti hugmynd- ina að nafninu Nikkólínaogvarþað samþykkt á aðal- fundi haustið 1982. Fljótlega var ákveðið að hafa æfingar hálfsmánaðarlegaá veturna og hefur það haldist nokkuð síðan amk. þegar færð ogveðurhafa leyft. Auðvitaðvar mislangt fyrir menn að fara á æfingar og oft gekk á ýmsu. í fundargerð frá 16. janúar 1983 segir: „Byrjað var með nótna- samlestri fjögurra laga en síðan var frjáls tími og spilaði hver sem beturgat. Einna harðsóttustvarð ferð félaga úr Hörðudal og urðu þeir að handmoka alla leiðina, svo leiðin mun nú vera fær öllum sem á eftir koma. Ragnar Ingi mætti á fundinn sunnar úr Reykjavfk og þykir fundar- mönnum þetta ferðaharðfytgi bera skýran vott um brennandi áhuga á málefninu." Já það var ýmislegt á sig lagt. Frá upphafi hafa Nikkólfnu- félagar verið duglegir að koma harmonikunni á framfæri. Félagið hefur haldið skemmti- fundi, kaffikvöld, spilað á Dala- dögum, Jörvagleði, Leifshátíð, þorrablótum, spilað á Saumasto- fudansleik í útvarpinu, ferðast með Þorrakórnum og Vorboð- anum og spilað á dansleikjum vítt og breitt um landið í þeim ferðum. Ekki má heldur gleyma eftir- minnilegri Færeyjaferð árið 2000 með Þorrakórnum og Harmon- ikufélagi Rangæinga. Sfðast en ekki síst verður að nefna frábær samskipti við önnur harmoniku- félög, sem bæði hafa komið f heimsókn eða boðið okkur heim. Austur-Húnvetningar voru fyrstir til að sækja okkur heim, haustið 1982. Félögin voru stofnuð sama ár og hafa tvisvar haldið sam- eiginlegan afmælisfagnað, 1996 og 2006. Þess utan hefur alltaf verið mikið oggott samstarfmilli félaganna ogverðurvonandi svo áfram. Frá 1993 hafa verið afskaplega skemmtileg sam- skipti við Félag harmonikuunn- enda við Eyjafjörð og það kom myndarlegur hópur Eyfirðinga til að fagna afmælinu með okkur núna. Það verður bara að segja eins og er að þessi harmoniku- félagsskapur er frábær. Nikkolína tók fyrst þátt í Lands- móti S.Í.H.U. að Laugum í Þing- eyjarsýslu 1990. Nokkrir félagar höfðu áðurfarið á landsmótsem áheyrendur en þarna var skrefið stigið til fulls og spilað á tón- leikum. Félagið hefurekki sleppt landsmóti síðan enda eru lands- mótin alveg frábær. Á lands- mótinu á Hellu á Rangárvöllum f lokjúníísumarvarspilað undir stjórn Halldórs Þ. Þórðarsonar. Það var sérstaklega gaman að nokkrir ungir harmonikunem- endur spiluðu með Nikkólínu þar. Þetta landsmót tókst í alla staði afarvel, mjögvelskipulagt og öllum til mikils sóma. Núverandi formaður Nikkólínu er Ásgerður Jónsdóttir, aðrir í stjórn eru Jóhann Elísson ritari og Hafliði Ólafsson gjaldkeri. Félagið hefur alltaf átt góð sam- skipti við Tónlistarskóla Dala- sýslu, Halldór Þ. Þórðarson fyrrv. skólastjóri hefur verið aðal- stjórnandi Nikkólínu í mörg ár. Það er ómetanlegt að hafa þar æfingaaðstöðu ogfá útsetningar og leiðsögn. Gott samstarf við tónlistarskólana er nauðsynlegt og öflugt unglingastarf er algjör forsenda þess að tryggja eflingu harmonikunnar og harmoniku- félaga í landinu, unglingarnir okkar eru framtfðin. Að endingu er það von mín að Nikkólína sem önnurharmoniku- félög megi starfa áfram okkur og öðrum til ánægju og efla hróður harmonikunnar f landinu um ókomin ár. Sigrún H. Töfrageimur brosir blídur bjart erþá að vera til. Nikkólínu flokkurfrídur Frónið glæðir birtu og yl. H.Þ.Þ. Steinþór Logi, BjarturMáni og Ragnheiður Hulda ásamt kennara sínum Kristjáni Inga Arnarssyni 4 Stofnfélagar Nikkólínu: jóhann Elísson, Ragnar Ingi Aðal- steinsson, Hörður Hjartarson, Björn St. Guðmundsson, Kristján Ólafsson og Halldór Þ. Þórðarson Og það varsungið....

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.