Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 16

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 16
Unga fólkið og harmonikan: Guðmundur tekur okkur sem jafningjum Álfheiður Gló Einarsdóttir segir Pétri Bjarnasyni frá sér og harmonikunni Ég hitti Álfheiði Gló á skemmti- fundi FHUR í Iðnó í haustog bað hana að gefa lesendum Harm- onikublaðsins kostá aðfræðast svolítið um hennar hagi. Hún gaflítið útáþað og taldi ekki frá miklu að segja. Svo kom þó í spjallinu að við urðum sammála um að það væri mikilsvert að fjalla um stúlkur í harmonik- unámi ekki síður en strákana og því ætlarhún að segja lesendum svolítið frá sér. Ég sendi henni svo beiðni um ýmsar upplýs- ingar til að hefja þetta starfog fékk mjög ítarleg og góð svör við þeim og svo velframsett, að þar er ekki miklu við að bæta þegar við höfum yfirfarið allt saman og snurfusað. Ég gef því Álfheiði Gló orðið: „Ég heiti Álfheiður Gló Einars- dóttirogerfædd 1994 ÍReykja- vík og hef búið f Langholtinu alveg frá fæðingu. Pabbi minn heitir Einar Einarsson og er vélaverkfræðingur og móðir mín heitir Guðrún Garðarsdóttir og er meðferðaraðili. Ég á eina systur sem heitir Heiðrún Vala sem er 11 ára og að ógleymdum kettinum, sem heitir Dorrit Músamef. Ég byrjaði að læra á harmoniku í september 2005 þegar ég var 11 ára. Vala systir mín hermdi náttúrulega eftir mér, eins og með allt annað og byrjaði líka að læra hjá Guðmundi en hún er nýhætt því og er farin að læra söng. Sjálf man ég ekkert af hverju það var harmonikan af öllum hljóðfærum, sem varð fyrir val- inu, en móðursystir mín heldur því fram, að þetta sé allt henni að kenna (þakka? ókey!). Hún átti þá víst harmoniku sem hún glamraði á öllum stundum án þess að kunna neitt af viti. Hún rifjar það upp að það hafi verið rosa fjör hjá okkur þegar ég var íheimsókn oghún var að spila. Ég hef víst bara viljað gera eins ogfrænka sem ég leit upp tilog þess vegna byrjað að læra á 16 harmoniku. Það er bara sam- komulag hjá okkur að þetta geti verið skýringin. Pabbi minn kvartar sáran yfir því að égvaldi harmonikuna í hvert skipti sem það kemur að honum að bera þetta flykki. Hann spyr mig stundum af hverju ég geti ekki bara spilað á þverflautu eða þríhyrning. Þá bendi ég honum á að hann megi bara vera þakklátur að ég vatdi ekki píanó. Guðmundur Samúelsson var reyndar ekki fyrsti kennarinn minn. Ég keypti lélega pfanó- harmoniku og byrjaði í heima- kennslu hjá öðrum manni en það tók ekki nema örfáa tíma til að sjá að það myndi aldrei ganga. Þá fann mamma annan kennara, Guðmund og ég man bara eftir þessum risavaxna manni. Hefði ég mátt ráða hefði ég sennilega ekki byrjað hjá honum af hræðslu við hann, en mömmu leist svo vel á hann að það var ákveðið. Þannig byrjaði samstarf mittvið Guðmund. (Ég segi samstarf, því einn af kostum hans er að hann hefur alltaf tekið manni meira sem jafningja heldur en nemanda). Guðmundur lagði strax mikið upp úr þvf að ég ætti gott hljóð- færi og hann mælti með hnappakerfi, því það væri tæknilega fullkomnara ogværi betra þegar ég væri lengra komin ínámi, þannigað pfanó- harmonikunni var skipt út fyrir Fisitalia hnappaharmoniku. Og þá byrjaði alvaran því eins og flestir vita erGuðmundurein sú metnaðarfyllsta manneskja sem þetta land hefur alið. Metnaður Guðmundar er svo mikill, að ég er viss um að það hefur hrætt suma frá námi en þeim sem geta staðið undir pressunni hefur hann fleytt mjög langt. Þegar ég missi tímabundið áhuga á harmonik- unni, þá gerir það aldrei neitt til, því Guðmundur hefur alltaf nægan metnað fyrir hönd okkar beggja og meira en nógtil. Ég lauk miðstigsprófi á harm- onikuna núna í maí á þessu ári. Guðmundur vildi Ijúka prófinu þá strax af því þetta vareinmitt á þeim tíma sem nýju harmon- ikurnarokkarvoru fframleiðslu. Guðmundur vissi að það yrði best fyrir mig að vera búin með miðstigið þannig að ég gæti tekið góðan tíma í að skipta yfir á nýju harmonikuna. Hann vissi sem var að það yrði ekki létt verk að skipta úr mjög lítilli harmoniku yfir í alveg fulla stærð. Harmonikurgerastvarla stærri og flottari heldur en þessar og þetta voru svo mikil viðbrigði að ég er bara nýlega byrjuð að ná almennum tökum á harmonikunni. Það var mjög mikið stress og spenningur sem fylgdi þessu standi að vera að panta harm- onikur frá Ítalíu, harmonikur sem ég hafði aldrei heyrt í, vissi ekkert hvernig hljómuðu, vissi eiginlega bara ekkert um, fyrir upphæð sem var svo framandi að maður skildi hana varla. Ég treysti bara Guðmundi fyriröllu saman og það eina sem ég gat gert var að krossa fingur. Hér bið ég Gló að koma með nánari lýsingu á þessu undra- tæki. Sko, ég get ekki útskýrt fræði- lega partinn af undrum harm- onikunnar minnar, til þess þyrftirðu að ráðfæra þig við strákana, en ég get hinsvegar sagt þér að enn er hún að koma mér á óvart með eiginleikum sínum. Heima í stofu hljómar hún allt öðruvísi en þegar

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.