Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 12
Sundhetturnar Ágætu lesendur. Þegar Gunnar Kvaran hafði sam- band við mig og spurði hvort ég ætti ekki eitthvað í pokahorninu til að setja í næsta blað, þá brást ég nú hálf hvumpin við og sagði honum að lesendurværu örugglega búnir að fá meira en nógaf rausinu í mér. Hann hélt nú ekki ogíljósi þessset ég hér niður á blað þessa svona hálf léttúðugu frásögn af okkur stelpunum í Harmonikufélagi Reykjavfkur. Éghefverið aðvinna með Guð- rúnu Jónsdóttur f Gerðubergi að verkefninu Kynslódirnarsaman. í sept. sl. spurði hún mig hvort ég vildi ekki koma og spila í sundlaug Breiðholts 18. nóv. Þar ætti að fara fram kvenna- sund í tilefni Breiðholtsdaga. Égvarsmá stund að hugsa mig um en sá þá allt f einu að þarna væri komið tækifærið sem ég hafði lengi beðið eftir, sem sagt aðkallasaman konuríHarmon- ikuf. Reykjav. til að gera eitt- hvað skemmtilegt saman. Hafði ég samband við formann H.R. og leist henni strax mjög vel á þetta. Fór nú fram heilmikil smölun og tókst hún vonum framar og náðum við saman tfu konum, en hálf öld eða 50 ár skilja á milli þeirra yngstu og elstu. Nú upphófst mikið sálar- stríð þvf það þurfti auðvitað að finna nafn á krógann. Ýmsar hugmyndir komu upp eins og t.d. Fjólurnar og fleiri blóma- nöfn, einnig Sundhetturnar út af tilefninu. Þá vöknuðu spurn- ingar um það ef við svo spil- uðum einhvern tímann í Penn- anum hvort við ættum þá að heita Blekbytturnar og í ÁTVR Fyllibytturnar, í Kringlunni Kringlurnar og svo frv. Það var mikið hlegið og skrafað út af þessu en að lokum ákveðið að hópurinn skyldi heita SUND- HETTURNAR hvað svo sem síðar verður. Hófust nú vikulegar æfingar og ekki slegið slöku við, því þetta átti auðvitað að taka með trompi og fullkomnu æðruleysi og öllu til tjaldað, hæfni, getu, snilld og hæfilegu kæruleysi allt í bland. Æfingarnar voru ein- staklega ánægjulegar, upp- byggilegar umræður fóru fram og miklar pælingar, svo er bara að sjá hver árangurinn verður. Þegar þetta er skrifað er tæp vika í giggið, ein æfing eftir og spenningurinn í algleymingi. Ákveðið var að hafa general prufu hjá Sundhettunum í Cafe Catalinu 17. nóv. en H.R. hefur verið með svokallaðan sam- hristing þar mánaðarlega og þangað mæta þeir sem áhuga hafa á harmonikutónlist hvort sem það er til þess að hlusta eða spila og ekkert bundið við félagsmenn H.R. sem sagt allir velkomnir. Það verður að segj- ast eins og er, að eftir general prufuna fannst okkur við vera færar í flestan sjó, svona að eigin mati. Mættum við sfðan á bakka Breiðholtslaugar föstu- dagskvöldið 18. nóv. Var þá búið að safna saman öllum óskila sundhettum sem til voru, við tróðum síðan toppstykkinu inn í hetturnar, ætluðum svo sannarlega að fegra okkar útlit svolítið, sem tókst svona sæmi- lega en með misjöfnum árangri þó. Ekki er hægt að segja að þetta séu neitt sérlega falleg eða hentug höfuðföt. Sundhett- urnar voru svo þröngar og svo mikill var þrýstingurinn að loksins þegar ég fékk tækifæri til að taka ofan hettuna héltég að heilatetrið í mérværi orðið að krækiberi. Það hefði nú orðið Ijóti skandalinn því ekki veitir nú af þessu litla sem þarna ertil staðar. Spilamennskan hjá Sundhett- unum tókst bara mjög vel en ekkivoru nú margiráheyrendur enda flestir sennilega að fylgj- ast með Útsvari sem var á nákvæmlega sama tfma. Tíu manna Kvennahljómsveit Harm- onikufélags Reykjavíkur er orðin að veruleika og þykir mér líklegt að það sé algjört eins- dæmi allavega hér á landi. Ég ætla að Ijúka þessari kynn- ingu á Kvennasveit Harmoniku- félags Reykjavíkur með því að óska ykkur lesendur góðir og kæru vinir gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Guðrún Guðjónsdóttir Harmonikufélagi Reykjavíkur Máðgg Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610 12

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.