Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 2
að fundað sé ekki eins oft yfir sumarið. Allir
fundir stjórnar hafa verið símafundir, utan einn
fundur sem boðað var til að Breiðumýri í enda
júK. Segja má að þessi fundur að Breiðumýri
sé orðinn að einskonar hefð, því það er nú
einu sinni svo að það er mjög gott að stjórnin
eigi þess kost að hittast og ráða ráðum sínum
minnst einu sinni á ári. Það skal upplýst hér
að stjórn sambandsins hefur ekki veitt neinar
viðurkenningar það sem af er þessu ári og vil
ég koma því á framfæri hér við formenn og
stjórnir aðildarfélaganna að þau standi vaktina
hvað varðar þá aðila er eiga viðurkenningu frá
sambandinu skilið fyrir frábært starf í þágu
harmonikunnar. Það má ekki koma fyrir að
einhver gleymist bara fyrir smá hugsunarleysi
og gleymsku aðildarfélaganna og sambandsins.
Rekstur Harmonikublaðsins er í góðum hönd-
um, undir styrkri stjórn Friðjóns Hallgríms-
sonar og verður ekki annað sagt en að blaðið
sé fróðlegt, fjölbreytt og skemmtilegt. Allt út-
lit er fyrir að rekstur blaðsins verði í járnum
þetta árið og eru fyrir því gildar ástæður, sem
óþarfi er að rekja hér. Ég heyri það á ritstjóra
að efni og myndir í blaðið mættu berast fyrr,
þannig að hægt sé að koma blaðinu út fyrstu
viku þess mánaðar er blaðið á að koma. Oska
ég hér með eftir að tillit verð tekið til þessa. I
síðasta tölublaði varð mér á að gleyma að
minnast á fjáröflunardansleik er sambandið
stóð fyrir og haldinn var í Asbyrgi, einum af
sölum Hótel Islands. Þessi dansleikur þótti
takast mjög vel og var vel sóttur, enda var
hljómsveitin ekki af verri endanum. Dans-
bandið frá Akureyri undir stjórn Einars Guð-
mundssonar hélt uppi stanslausu fjöri fram á
nótt. Hljómsveitin gaf sitt vinnuframlag til
dansleiksins og vil ég því nota tækifæið hér og
þakka öllum meðlimum Dansbandsins fyrir
frábært framlag til fjáröflunarinnar. All nokk-
ur tekjuafgangur varð af þessari uppákomu.
S.Í.H.U. hefur ekki marga tekjupósta og er því
dansleikur sem þessi kærkominn fyrir sam-
bandið. Aðrar tekjur eru gjöld sem aðildar-
félögin greiða árlega til sambandsins og svo
hluti af ágóða af landsmótí. Það er því ljóst
að stjórnin þarf að vera vakandi fyrir öllum
tækifærum sem gefast til að afla sambandinu
aukinna tekna. Það er ljóst að einhver halli
varð á síðasta rekstrarári og við honum verð-
ur að bregðast.
Það er von mín að vetrarstarf aðildarfélaganna
verði sem mest á komandi vetri og að allir
stefni að sama marki, að hittast í sínu besta
formi á landsmótí að Laugum í Reykjadal í
byrjun júlí 2014.
Bestu harmonikukvedjur,
Gunnar Kvaran,formaður.
Ágætí harmonikuunnandi
Nú fer sumri að halla og við tekur haustið með
sínum fallegu litum og síðan vemrinn sem er
okkur öllum harmonikuunnendum skemmti-
legur tími. Það sumar sem senn er á enda var
í raun svipað síðustu sumrum, hvað varðar
harmonikuhátíðirnar og allar skemmtilegu úti-
legurnar, þar sem harmonikan var í forgrunni.
Ég áttí þess kost að mæta á nokkrar af harm-
onikuhátíðum aðildarfélaganna í sumar og
fannst mér þær allar mjög skemmtilegar og’
ljóst að mikil sjálfboðavinna var lögð í að gera
þær sem glæsilegastar. Eiga þau aðildarfélög
sem halda úti þessum hátíðum mikinn heiður
skilinn.
Ekkert varð af því að S.Í.H.U. héldi útileguhá-
tíð í sumar og var ástæðan fyrir því sú að stjórn
sambandsins fannst rétt að aðalfundur sam-
bandsins fjallaði um þessa hátíð og gæfi grænt
ljós á að halda svona hátíð undir merkjum
sambandsins, eða hafnaði því, þar sem hátíð
sem þessi getur dregið úr aðsókn að öðrum
hátíðum sem félögin víðsvegar um landið eru
að halda og eru helsta tekjulind þeirra. Ég mun
opna þessa umræðu á komandi aðalfundi og
fá úr því skorið hvort áhugi sé fyrir því að
sambandið standi fyrir útileguhátíð eins og
gert var fyrir ári í Árbliki í Dölum.
Nú tekur við vetrarstarfið hjá félögunum og
má gera ráð fyrir því að aðildarfélögin leggi-
mikið upp úr æfingum vegna landsmóts að
Laugum næsta sumar. Það hefur verið mín
skoðun að veturinn fyrir landsmót sé í raun
skemmtilegastí tíminn í starfi félaganna. Allir
tilbúnir að leggja sitt af mörkum við að töfra
fram það besta úr harmonikunni og vera með
í að gera samhljóm sinnar félagshljómsveitar
sem fegurstan á komandi landsmóti. Stjórn
sambandsins er með stórar væntingar til næsta
landsmóts sem verður haldið að Laugum í
Reykjadal næsta sumar. Það eru Eyfirðingar
og Þingeyingar sem standa saman að þessu
mótí. Án þess að á nokkurn sé hallað má gera
ráð fyrir því að þetta mót verði enn glæsilegra
en fyrri mót. Landsmótsnefnd hefur verið að
störfum um all langt skeið og hafa varafor-
maður og ritari sambandsins verið tengiliðir
stjórnar við landsmótsnefndina. Landsmótíð
verður dagana 4. - 6. júlí 2014.
Starf stjórnar sambandsins hefur verið með
hefðbundnu sniði það sem af er ári, þó svo
2