Harmonikublaðið - 01.10.2013, Qupperneq 6

Harmonikublaðið - 01.10.2013, Qupperneq 6
Harmonikuhátíð Nikkólínu og Harmonikuunnenda í Húna- vatnssýslum var haldin í Ásbyrgi í Miðfirði dagana 14.-16. júní 2013 og tókst, að okkur fannst með miklum ágætum, þar sem fólk mætti vel, glatt í sinni og í mjög svo góðu formi. Stórsveit Nikkólínu sá um dansinn á föstudagskvöld, með smá aðstoð frá Vindbelgjunum og var þar hin besta stemming til klukkan eitt. Laugardagurinn var með hefðbundnu sniði, skemmtun klukkan tvö, þar sem nemendur úr Tónlistarskóla Vestur-Húnavamssýslu og fleiri skemmtu, er þar helst að nefna Guðmund Jóhannesson á Hvamms- tanga sem spilaði á harmoniku, mjög svo efnilegur nemandi þar og Að skemmtisamkomu lokinni var kaffihlaðborð að hætti Nikkólínu og H.U.H. og sala happdrættismiða, en borði með veglegum vinn- ingum sem gefnir voru af félögum og velunnurum, var stillt upp til sýnis og gekk salan framar öllum vonum. Nú gafst síðan tími fyrir spjall, spil og heita pottinn og búa sig undir kvöldið. Sveinn Sigurjóns- son og hljómsveit spiluðu fyrir dansinum um kvöldið frá klukkan 21 til 1, með smá hléi kl. 22.30 meðan Friðjón Hallgríms dró í happdrætt- inu. Það er skemmst frá því að segja að harmonikuhátíðin í Asbyrgi gekk svo vel, að við erum nú þegar búin að ganga frá samningum fyrir næsta ár .þ.e. 13.-15. júní 2014. Húsið frátekið, Nikkób'na klár, Sveinn Sigur- Vebrid lék við gesti á Eaugarbakka síðan fjölskylduna á Bessastöðum á Heggstaðanesi, þar sem húsfreyj- an, bóndinn og hestakonan Guðný Björnsdóttir kynnti afkvæmi sín þrjú, stór og smá að hætti hestamanna á stórmóti, en þau heita Helga Rún, Magnús Björn og Fríða Rós Jóhannesarbörn. Var þetta hin besta skemmtun þar sem börnin á Bessastöðum eru mjög fjölhæf og efnilegt tónlistarfólk og móðir þeirra afbragðs kynnir. Vindbelgirnir tóku einnig góða syrpu eins og svo oft áður. Melkorka las góða sögu og stjórnaði samkomunni með glæsibrag. Hljómsveit Sveirn Sigurjónssonar sá tilþess að engum leiddistá laugardagsballinu. Aðrirí hljóm- sveitini, Sigvaldi Vjeídsted á harmoniku, Sveinn lngi Sigutjónsson, barnabarn hljómsveitarstjór- ans á trommur, Jón Guðmundsson á gitar og Jónas Pétur Bjarnason á bassa Formenn Húnvetninga og Nikkólinu taka sporið glansandi Jinar. Sólveig Friðriksdóttir og Asgerður Jónsdóttir jóns ráðinn, Tónlistarskólinn pantaður til að skemmta á laugardeg- inum, aðeins eftir að framleiða og finna vinningana í happdrættinu og smá skipulag þegar nær dregur. Hafið þið öll sem aðstoðuðuð og voruð með okkur í Ásbyrgi í sumar, hjartans þakkir fyrir ógleymanlega helgi 14.-16. júní. 2013. Með bestu kveðju, Sólveig og Melkorka Myndir: ValurHaraldsson, Bjarney G. Valdwiarsdóttir Frá vinstri, að leika á laugardagstónleikunum. Þorvaldur Pá!sson(\Saldi á Bjargi), EHsabet Einarsdóttir og Guðmundur Jóhannesson 6

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.