Harmonikublaðið - 01.10.2013, Qupperneq 11

Harmonikublaðið - 01.10.2013, Qupperneq 11
Félagar úr Det Danske Harmonika Akademi á sviöi GunnarKvaran formaður SIHU og Einar GuÖmundsson ásamt Jens, Reid- ar og Mogens færaleik á harmoniku og bassa, hann leikur þarna stórt hlutverk á mótinu hvað það varðar. Fjölskyldan öll starfar að mótinu, því eiginkon- an leikur einnig með Harmonikufélagi Jyderup og sonurinn Cristian er afbragðs bassaleikari, sem lék mikið á mótinu. Hinn ungi Sören Brix sem hér er flestum kunnur sýndi þarna yfir- burðaspilamennsku, verð að segja hann á ofur- flugi í færni. Þá kemur sterkur inn Norðmaðurinn Odd Arne Halaas æði þéttholda náungi sagður um 180 kíló, leikur á harmoniku og syngur stútfullur af gleði, nikkan er eins og barnaleikfang framan á honum. Jörgen Sun- deqvist sænskur snillingur, spilar allt og glæsi- konan Lena fiðluleikari með honum, þau hrifu mann verulega. Sá eini sem eftir lifir af hinum sænsku Lindqvistbræðrum, Folke Lindqvist 82 ára kom þarna fram með hljómsveit sinni Lindqvistarna. Hann er þvílíkur gleðimaður, syngur og hlær og segir brandara á senunni, ásamt að sýna snilld sína á nikkuna með til- þrifum. Margir fieiri urðu manni mjög minnis- stæðir s.s. Det Danske Harmonika Akademi, Kjell Harald sem stundar líkamsæfingar með harmonikuleiknum eða Erna samspilari hans, ungur og glæsilegur harmonikusnillingur sem töfrar sjónrænt sem tónrænt. Fjölmargir aðrir snillingar komu þarna fram sem allt of langt mál yrði upp að telja, en að upplifa þessa tóna- veislu skilur eftir ljúfar tilfinningar. Uti á svæð- inu meðai húsvagna og bíla léku einnig margir listir sínar, þar voru heilu hljómsveitirnar að æfa, vinir að hittast og láta sér líða vel með krús á borði eða kræsingar í skál. Við inngang móts- ins stóð stór og mikill vöruflutningabíll sem var innréttaður sem verslun full af harmonik- um. Ég leit þar við og ræddi við sölumanninn sem sagði töluverða eftirspurn eftir harmon- ikum þarna á mótinu. Já þarna mátti líta marg- an kostagripinn af öllum gerðum og verðum. Jyderup sem er í um eins klukkutíma akstur frá Kastrup flugvelli, er 6.000 manna bær, vina- legur í alla staði. Bærinn var nú kvaddur eftir mótið með söknuði og félagar F.H.U.R. voru sannarlega ekki í henglum er heim var haldið. Við flugstöðvarbygginguna beið nú Boing 757 - 300 vél Icelandair er bar nafnið Hengill. Hilmar Hjartarson Mjndir: Siguröur Harðarson ------------------------W---------^---E| Áætlun dansleikja 2013 og 2014 Laugardaginn 14. september 2013 Laugardaginn 5. október 2013 Laugardaginn 26. október 2013 Fyrsti vetrardagur Laugardaginn 23. nóvember 2013 Laugardaginn 28. desember 2013 Jólaball Laugardaginn 18. janúar 2014 Laugardaginn 15. febrúar 2014 Laugardaginn 22. mars 2014 Miðvikudaginn 23. apríl 2014 - Síðasti vetrardagur Laugardaginn 3. maí 2014 - Harmonikudagurinn Laugardaginn 31. maí 2014 - Sjómannadagshelgin n

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.