Harmonikublaðið - 01.12.2013, Síða 4

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Síða 4
í Danmörku fór scærsta harmonikumótið fram í Bindslev í þrítugustu viku eins og vant er. Bindslev er í 14 km fjarlægð frá þar sem ég bý á Norður Jódandi. Þangað koma venjulega um 10.000 manns og húsvagnaröðin er eins kíló- meters löng. Einn maður Hans Nielsen er upp- hafsmaður að þessu mótí. Þegar ég kom til Danmerkur um jólin 1984 heimsótti hann mig og við töluðum mikið saman. Hann vildi efna til harmonikumóts, sem hann svo gerði sum- arið 1985. Mín reynsla er sú að einn maðurgeti allt, en tíu geta ekkert, ef einn þeirra er nei- kvæður. Síðastliðið sumar var ég á Breiðumýri áttunda árið í röð. Síðustu árin hefur Breiðumýrarmót- ið farið fram á saman tíma og mótið í Binds- lev. Nýkominn frá Islandi, hálfum mánuði síðar, var mótið í Jyderup á Sjálandi á dagskrá HermóÖur Alfredsson ágóöri stund hjá mér, en 400 km eru til Jyderup frá þeim stað er ég bý. Mogens Bækgaard er upphafsmaður að mótinu, sem haldið var í fyrsta sinn fyrir 23 árum síðan. Bærinn stóð ekki með honum þá, en það átti eftir að breytast og síðar var það borgarstjórinn sem opnaði mótið. Fyrsta skipti sem Mogens kom til Islands var það í samvinnu milli mín og Karls Jónatanssonar. Þá lék hann fýrir fullu húsi í Gamla bíó. Nú verður Karl Jónatansson 90 ára 24. febrúar 2014. I ár fékk 4 Mogens heimsókn á sitt mót frá íslandi, en alls 15 manns mætm þar. Áður hafði ég heimsótt Jyderup með gesti frá Islandi m.a. Þorleif Finns- son úr Hafnarfirði og okkar góða trommara Þóri Magnússon. Gunnar Kvaran og Einar Guðmundsson frá Akureyri komu hér með miklum sóma og hugmyndir um að fá þá aftur næsta sumar hafa verið ræddar. Einar hefúr gefið út disk sem heitir Rætur, þar sem hann spilar óþekkt lög. Diskurinn er frábær, með snilldarútsetningum og skemmtilegum harmo- nikuleik. Eg hef spilað þennan disk í margar vikur. Friðjón Hallgrímsson og Hilmar Hjartar- son voru líka meðal spilara hér. Eg er búinn að frétta að næsta landsmót verði á Laugum fyrir norðan í sumar, tvo kílómetra frá Breiðumýri. Nú er ég að vinna að því að fá besta vin minn í Svíþjóð til Islands, en það hefur verið draumur hans í mörg ár. Hann heit- ir Kjell Andersson og hljómsveitin hans er Sverige's cultband. Hann var einu sinni kosinn skemmtilegasti nikkarinn á Ransáter í Svíþjóð (það er stærsta mót í heimi). Hann hefur gefið út marga diska og kassettur. Hefur m.a. gefið Ríkisútvarpinu 4 diska. Vegna breytinga átti Kjell ekki að vera í Jyderup í ár, en Mogens sem er góður vinur minn, ég hefi þekkt síðan hann var 15 ára, gerði það eingöngu fyrir mig að fá hann aftur. Kjell hefur verið fastagestur þar Kjell Andersson leiðir Sveriges cultband. Ötrúlega hress náungi undanfarin ár og það var ég sem fékk hann þangað í fyrsta skipti. Við Mogens vonum að hann sé ekki gleymdur á Islandi og ég get kom- ið á sambandi við hann. Svo mörg voru þau orð að sinni frá Hermóði Alfreðssyni í Danmörku. I * YV V

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.