Harmonikublaðið - 01.12.2013, Side 10

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Side 10
Fremur lítil starfsemi hefur verið hjá FHS síð- an snemma í sumar, eftir að fjölskylduhátíð harmonikuunnenda í Skagafirði var haldin í Húnaveri dagana 21. til 23. júní. Æfingahús- næði sem við höfðum haft á leigu síðastliðin ár, var selt í sumar svo við komum hljómflutn- ingstækjunum fyrir í geymslu. Núna erum við búin að fá bráðabirgðahúsnæði fram á vorið. Við erum að bollaleggja framhaldið og förum væntanlega af stað eftir áramótin. Ekki hefur okkur tekist að fá harmonikuleikara til að heim- sækja leikskólana, en erum með það til athug- unar, kannske í svolítið öðru formi. Hátíðin okkar um Jónsmessuhelgina gekk alveg ljómandi vel, í góðu veðri eins og algengt hef- ur verið. Fólk á húsbílum, eða með íverustað í eftirdragi, eins og gengur var að tínast inn á svæðið, eftir miðjan dag á föstudag, nokkrir voru komnir áður. Dansleikur hófst klukkan tíu og þar lék Geir- mundur Valtýsson á harmoniku og Kristján Kristjánsson á trommur. Þeir stóðu vaktina hvíldarlaust til klukkan eitt og var gríðarleg stemming, mikið dansað og sungið með. Dagskrá laugardagsins hófst klukkan hálf tvö eftir hádegi. Formaður setti hátíðina og byrjaði á að minnast féiagsmanns, söngvara og tón- listarmanns, Stefáns Jökuls Jónssonar sem lést á þessu ári, aðeins 34 ára að aldri. Því næst kall- aði formaður á svið þau Elínu G. Jóhanns- dóttur, Jón St. Gíslason og Hermann Jónsson en þau voru öll meðal stofnenda félagsins þann 21. janúar 1992. Voru þeim afhent innrömmuð viðurkenningarskjöl fyrir dyggan stuðning og vel unnin störf fyrir félagið. Léku þau eitt lag saman af því tilefni.Enn fremur tóku bræðurnirjón og Stefán góðar syrpur á hljóð- færi sín. Þá sté á svið bóndinn og söngvarinn frá Keflavík í Hegranesi, Jóhann Már Jó- hannsson. Hann gladdi áheyr- endur með söng og sögum frá söngferli sínum, sem hann skaut inn á milli laga. Næstir voru á svið þeir Aðalsteinn Isfjörð og Einar Guðmunds- son. Léku þeir m.a. nokkur lög af njjum hljómdiski Ein- ars. Dagskránni lauk síðan með kaffisölu, með girnilegu hlaðborði í umsjón Kvenfé- lags Bólsstaðarhlíðarhrepps, sem flestir tón- leikagestir nýttu sér. Glóandi grill var síðan tilbúið klukkan sex fyrir þá sem það vildu nýta sér. Dansleikurinn á laugardagskvöldið var ekki síðri en sá á föstudaginum, alveg glimrandi stuð allan tímann. Eh'n og Hermann hófu leik, ásamt Kristjáni Þór Hansen á trommur og Guðmundi Ragnarssyni á bassa. Þeir tveir síðasttöldu léku einnig með þeim sem á eftir komu, þeim Aðal- steini Isfjörð og Einari Guðmundssyni, en auk þess með skagfirsku bræðrunum Jóni og Stef- áni Gíslasonum. Þá má geta þess að Einar Guð- mundsson stóð fyrir harmonikusölusýningu yfir helgina. Félagið stóð fyrir happadrætti um helgina og var dregið í því á miðnætti. Ekki urðum við vör við annað en að gestir okkar væru mjög ánægðir með helgina og viljum þakka þeim öllum kærlega fyrir komuna og vonumst til að allir hafi þeir komist heilir heim. Sérstak- ar þakkir til húsvarða í Húnaveri fyrir góð sam- skipti og þeirra þjónustulund. Smá ferðasaga í lokin, sem tengist Húnaveri. Fyrir nokkrum árum fékk félagið leigðan kam- ar, sem við settum niður við tjaldsvæðið í Húna- veri. Eigandi gerði þetta klárt og hafði svo samband við mig í síma og sagði að ég gæti sótt þetta þegar hentaði. Kamarinn væri í kerru, sem þyrfti aðeins að tengja við bílinn. Nú kom að því að fara með hljómflutningstækin vestur. Þá tengdi ég kamarinn við og ók af stað. A leiðinni fóru bílar fram úr mér, enda gaf ég þeim ávallt merki um það, þar sem ég fór rólega með þessa gersemi í eftirdragi. I eitt skiptið blikkuðu blá ljós fyrir aftan og mér varð ljóst að vegalögreglan var komin, menn alókunn- ugir mér. Þeir sögðu ýmislegt vanta á kerruna, svo hún teldist lögleg. Hún væri ljóslaus og brettalaus, auk þess sem tengingin væri léleg. Þeir spurðu mig síðan um ýmislegt varðandi kerruna, kamarinn og ferðalagið yfirleitt og ekki síst hver ætti dýrðina. Eftir að ég hafði svarað spurningunum samkvæmt bestu getu, tjáðu þeir mér að ég fengi að halda áfram á ákvörðunar- stað, en til baka færi ég ekki með kerruna að óbreyttu. Eg var fyllilega sáttur við þessi mála- lok og þakkaði þeim vel fyrir þennan greiða. Bætti síðan við: „Ur því að þið eruð svona vin- gjarnlegir við mig vil ég endilega bjóða ykkur ef þið þurfið að nota kamarinn, ég er stopp- aður hvort eð er og get dokað við einhverja stund lengur.“ Þeir litu hvor á annan, síðan á mig. Svo hlógum við að öllu saman. Eg fór mína leið og þeir sína. Eg hafði síðan samband við kerrueigandann og sagði honum að hann yrði að sækja þetta drasl sitt sjálfur. Gunnar R. Agústsson Myndir: Siguröur Harðarson

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.