Harmonikublaðið - 01.12.2013, Qupperneq 19

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Qupperneq 19
NU ÞEGAR LIÐUR AÐ JOLUM Nú þegar Kður að jólum, þá er ekki úr vegi að fara örfáum orðum um það helsta sem verið hefur á döfinni hjá FHUR það sem af er þessu starfsári. Þá er þar fyrst til að taka, að formaður félagsins, ásamt formanni skemmtinefndar og ritstjóra harmonikublaðsins Friðjóni Hallgrímssyni, sóttu aðalfund Sambands íslenskra harmonikuunnenda, sem að þessu sinni var haldinn að Hótel Hamri í Borgarfirði. Var það að vanda hin ánægjulegasta samkoma. Fyrsti dansleikur starfsársins var í Breiðfirðingabúð þann 5. október. Þar léku fyrir dansi hljómsveitir undir stjórn Ingvars Hólmgeirssonar, Sveins Sigurjónssonar og Þorleifs Finnssonar. Fyrstí skemmtifundur félagsins var síðan í Iðnó hinn 20. október og var hann vel sóttur. Meðal spilara sem þar komu fram má nefna Jónas Asgeir Ásgeirsson, Friðjón Hallgrímsson, Hilmar Hjartarson, Þorleif Finnsson, Páll EKasson auk hljómsveitar undir stjórn Reynis Sigurðssonar. Góð þátttaka var i dansinum á árshátiðinni. Mynd: Sigurður Harðarson Árshátíðin var haldin í Breiðfirðingabúð þann 23. nóvember. Hófst hún með borðhaldi, þar sem fram var borinn veislukostur af bestu gerð, frá okkar eina sanna Magga Margeirs. Leið kvöldið við söng og gleði, með heimafengnum skemmtíatriðum, hvar í áttu drjúgan þátt tvær kempur að vestan, þeir Emil Hjartarson og Pétur Bjarnason, sem báðir hafa komið við sögu félagsins áður við svipuð tílefni og einnig EKsabet Einarsdóttir ásamt Fróða Oddssyni, sem lék á gítar undir söng hennar. Að því loknu hófst dansleikur þar sem Dansbandið frá Akureyri, undir stjórn Einars Guðmundssonar, sá um að halda uppi fjöri og verður að segjast eins og er, að það var með þvflíkum ágætum að vandséð er, að betur verði gert. Aftur á mótí verður ekki undan því vikist að minnast á að ef við eigum að geta haldið úti árshátíð sem þessari, þá þarf aðsókn að vera snöggt um skárri en var nú. Að þessu mæltu vil ég senda félagsmönnum öllum og velunnurum um land allt, mínar bestu kveðjur og óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Váll L. Elíasson, form. FHUR Aðalfundur Sambands íslenskra harmonikuunnenda fór fram að Hótel Hamri í Borgarnesi, 21. september s.l. Það voru Harmonikuunnendur Vesturlands sem höfðu veg og vanda af fundinum. Aðalfundur SIHU var síðast haldinn á Vesturlandi 1995 og þá að Varmalandi. Þó fundur- inn standi einungis nokkra klukkutíma á laugardegi, er helgin undir hjá flestum sem senda fulltrúa. Það er ætíð almenn tilhlökkun meðal fund- armanna. Tilhlökkun að taka þátt í stefnumótun Sambands íslenskra harmonikuunnenda, en ekki síður að hitta aðra þátttakendur. Þarna hitt- ist fólk sem að öllu jöfnu er ekki á sömu slóðum og því verða margir fagnaðarfundir. Föstudagurinn fór í að heilsa og fagna endurfundum. Kvöldverður á föstudeginum var í boði Vestlendinga og gekk vel að hrista saman hópinn. Ekki leið á löngu þar til harmonikur fóru að hljóma, enda margir Kðtækir nikkarar í hópnum. Kvöldið leið hratt við spjaU og spil, enda Kfsglatt fólk á ferð. Sú hefð hefur myndast, að farið er með maka fundarmanna í eins kon- ar óvissuferð á meðan á fundinum stendur. Að þessu sinni var farið um safnaslóðir í Borgarfirði undir góðri leiðsögn. Á laugardagsmorguninn hófst síðan fundurinn. Mættir voru fulltrúar eflefu félaga, en þrjú félög sendu ekki fiflltrúa að þessu sinni. Það er ætíð áhyggjuefni og jafnvel ills viti, þegar félög senda ekki fuUtrúa. Eins og annarsstaðar kemur fram í blaðinu voru ýmsar samþykktir gerðar til hagsbóta fyrir þróun harmon- ikunnar á Islandi. Fundurinn var ákaflega málefnalegur í aUa staði og miklar vonir bundnar við niðurstöður hans. Sérstakur hátíðarkvöldverður var síðan um kvöldið. Þar sá SnæfelUngur- inn Sigurgeir Jónsson um að leika notalega dinnertónUst, en þegar leið á kvöldið bættust nokkrir vaUnkunnir spilarar í hópinn. Þeirra á meðal Vesdendingarnir Geir á Kjaranstöðum, Gestur Friðjóns, Jón Heiðar og fleiri. Var þá tekið tíl við að dansa, en margir dansáhugamenn eru jafn- an í hópnum. Stóð á þessu fram eftir kvöldi og bættust í hópinn dans- áhugamenn af Vesturlandi, sem runnu á lyktína. Að flestra mati var helgin vel heppnuð og héldu allir sáttir heim. Ekki má gleyma þeim heiðurshjónum, Einar Oskarssyni og Ásu Sigurlaugu Halldórsdóttur, formanni og varaformanni Harmonikuunnenda Vesturlands fyrir þeirra þátt í góðum móttökum. Friðjátt Hallgrímsson 19

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.