Harmonikublaðið - 01.12.2013, Page 20
Galtalækjargaman
„ Galtalœkjargaman “ swigið af höfwidi Elísabet Einarsdóttir, með uridirleik
Sigurðar Alfonssonar, gestir taka undir.
Þorleifur Finnsson, Aldís Sigurbjamardóttir og Björk Þorleifsdóttir með
léttri lund á góðri stund.
Jón Heiðar Magníisson og Snorri Jónsson í skjóli trjánna.
Ekki er ofsagt að veðrið hafi leikið
við mótsgesti í Galtalækjarskógi 5-
7 júlí í sumar. Glampandi sól og hiti
allt upp í 33° eins og einn mótgesta
las af innbyggðum hitamæli í nýleg-
um bíl sínum. Ég var með kvikasilf-
ursmæli. A föstudag mældist mest í
skugga 24°, lagardag 27,5°,á sunnu-
deginum var lfka mjög heitt.Allir í
sólskinsskapi að sjálfsögðu. Margir
hittu vini sína en auðvitað var harm-
oníkan við Heklurætur helsta tilefn-
ið. Seiðandi tónar harmoníkunnæ:
svifu um svæðið. Fjöldinn allur kom
á föstudeginum, allt fram á rauða
nótt. Stillilogn var á og angraði því
fluga allnokkuð. Margir höfðu séð
við henni af fyrri reynslu og brugðu
þar til gerðu neti um höfuð sér.
Maður nokkur fór til Selfoss í inn-
kaupaleiðangur eftir netum fyrir
fjölda manns. Verjur við þessum vá-
gest reyndust í besta lagi eftir það,
enda truflandi að vera stunginn af
flugu í miðju lagi. Tjöld og aðrir í-
verustaðir voru í hverju rjóðri og
stóðu þétt. Við aðalgötuna scm köll-
uð var Strikið geystisl mikil umferð,
ekki síst fólk af öðmm samkomum
sem rann á hljóðið og fann ástæðu til
að labba þarna um. Fyrir þessum
mannskap stóðum við berskjaldaðir.
Fólk kom úr öllum áttum. Ur okkar
röðum bám nær allir mótsmerkið,
svo ekki var um villst hver var hvað.
Það sem verra var, landvörður
impraði á því við okkur að drykkju-
venjur harmoníkuunnenda hefðu
brcyst til hins verra. Okkar álit er
hinsvegar að umrætt fólk sem dreif
allstaðar að, mismunandi á sig komið
er degi tók að halla, hafi átt stærstan
þátt í að spilla okkar eigin Galta-
lækjargamni.
Hitt má hcldur ckki glcymasl að
við erum á svæði templara, og ef á-
fengi er haft um hönd getur það orðið
til að okkur verði vísað ítf svæðinu
eins og dæmi eru til um. Galtalækj-
arsvæðið virðist með eindæmum á-
litlegt mótssvæði frá veðurfarslegu
sjónarmiði sem og öðm. Harm-
oníkuunnendur hafa hingað til verið
þekktir af góðri og vandræðalausri
hegðan, höldum því áliti. Við færum
okkur á næsta ári á annan stað í
skóginum, þar sem ekki liggur eins
4
20