Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 21
Forveri allra harmonikumóta á íslandi er Galtalækjarmótið, sem rit-
stjórar Harmonikunnar stóðu fyrir á árum áður. Fyrsta uppákoman, sem
stendur undir því nafni, var haldin í Galtalækjarskógi dagana 24.-26. júli
1987. Aður hafði nokkur hópur félaga úr FHUR dvalið við söng og spil
á Þingvöllum eina helgi á sumri. Það sem hér birtist er frá Galtalæk 1991.
Síðasta mótið í Galtalæk fór fram 1992, en árið eftir fluttu ritstjórarnir
sig í Þrastarskóg, þar sem harmonikumót voru haldin til 1997. Þessi mót
urðu verulega vinsæl og gestír komu víða af landinu, þó aðstæður væru
mjög frumstæðar, miðað við það er síðar varð. Eftír það hafa mörg
harmonikufélög staðið fyrir mótum víða um land.
vel við fyrir aðra að spranga í gegn,
enda núverandi svæði aldeilis ófært
um að taka við fleiri gestum. Dag-
skráin í sumar gat svo sem ekki
kallast stórbrotin, en stemmningin
var góð. Gönguferðin á sínum stað,
verðlaunagetraun með spurningum
um blaðið, svo og myndgetraun að
ógleymdum leikjum. Einnig var
fimm ára afmælis blaðsins sem við
ætluðum að minnast á eftirminnileg-
an hátt með því að skjóta upp flug-
eldum kl. 24.00 á laugardagskvöldið,
að fengnu leyfi lögreglu og sýslu-
manns héraðsins. Okkur rak í
rogastans þegar við komum á skot-
völlinn utan við aðalsvæðið. Múgur
og margmenni biðu skrautsýningar-
innar. Fréttin hafði borist til fleiri
skógarbúa en harmoníkuunnenda,
slíkur var áhorfendaskarinn.
Við keyptum svokallaða smáhá-
tíðaflugelda 12 í pakka. Allt klárt
eldur borinn að þeim fyrsta, en
kveikurinn brann bara hálfa leið,
aftur og aftur kveikt en ævinlega
steindrapst í. Þessi var bara sá fyrsti
af 12 öðrum sem annað hvort vildu
alls ekki upp í loftið eða fóru aðeins
nokkra metra frá jörðu. Þrír lyftust
silalega og sprungu einmuna mátt-
leysislega. Ekki var gott að vita hvað
gera skyldi er einn eða tveir tóku þá
stefnu að springa við fætur okkar,
glæringarnar sem áttu að skreyta
himinhvolfið þcittust um alla jörð.
Einn virtist vera reikbomba, hann
sprakk með smá freti og ógurlegur
reykur byrgði sýn góða stund.
Hundspældir yfir þessu dapurlega
neistaflugi þorðum við tæpast að líta
upp. Áhorfendur höfðu húmorinn í
lagi og björguðu öllu saman, þeir
klöppuðu fyrir hverri glæringu sem
sást og úr öllu varð hin mesta
skemmtan. Nokkrir létu eftirfarandi
flakka eftir neistaflugið: Eru þetta
þessir nýju wnhverfisvcenu? Úr
hvaða dánarbúi fenguð þið þessa?
Þeir mttttdu nú ekki fá vinnu á
Canaveral höfða þessir. - Já það var
átt við okkur en ekki leið á löngu þar
til við hlógum að öllu saman líka.
Allt er gott sem endar vel segir mál-
tækið, það átti líka við þegar tveggja
ára drengur er var á mótinu varð
viðskila við leikfélaga sinn og féll í
ána. Þeir sem fundu hann kaldan og
blautan sáu að hann bar mótsmerki
Harmoníkunnar og vissu þess vegna
strax hvert halda skyldi með þann
stutta, sem jafnaði sig fljótt.
Verðlaunahafantir með verðlaun sín, frá v. Jóhannes B. Jóhannsson, Örlygur
Eyþórsson og Jón Ingi Júlíusson.
Ein rússnesk þurfti á hvíld og aðhlynningu að Italda, kannski álblandan í
skiptibúnaðinum hafi verið hönnuðfyrir lcegra brceðslwnark?
Einstaka töldu tryggara að ofhita ekki „ toppstykkið“ til v. hattur frá Bólevíu
til h. hatturfrá Brasilíu.
21