Reykjavík


Reykjavík - 31.05.2014, Side 12

Reykjavík - 31.05.2014, Side 12
www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Heildarlausn í rekstri húsfélaga. 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 31. maí 201412 REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Ég hvet þig til að kjósa Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördagur. Umræðan hefur ein- kennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kær- komin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgarinnar á lygnan sjó. Við höfum sparað, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgar- innar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að efl- ast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjónustu Strætó. Hugmyndir borgarbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðal- skipulagi er mikilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgarbúa í öllu sem við gerum. Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigu- markaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 þúsund nýrra leigu- og búseturéttaríbúða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla að- ila eins og Búseta, Félagsstofnun stúdenta, verkalýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leikskólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífsgæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fal- lega: Alls konar borg, fyrir alls konar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgarbúa fái ég umboð til að leiða stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil. Höfundur er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar Gleymdu þeir að byggja? Það verður auðvelt verk fyrir nýja borgarstjórn að bjóða fleiri fé-lagslegar íbúðir en núverandi borgarstjórn hefur gert. Það þarf aðeins að fjárfesta í 17 íbúðum á ári. Margir hnussa við þessu, en þetta er blákaldur veruleikinn. Á þessu kjör- tímabili bættust einungs 67 íbúðir í eignasafn Félagsbústa eða 16,75 íbúðir á ári. Ef niðurstöður kosninganna verða í samræmi við skoðanakann- anir þá verður núverandi meirihluta þakkað þessi ótrúlega röggsemi og fyrirhyggja í að tryggja húsnæðisör- yggi borgarbúa. Núna korteri fyrir kosningar er komið fram með æðisleg loforð um 2500 leiguíbúðir. Sama fólk og lofar þessu er fólkið sem á að vita að árið 2011 tókst að fjölga íbúðum í Reykja- vík um 6,132 á árinu 2012 og byrjað var að byggja 614 íbúðir í Reykjavík árið 2013 en það er ekki Reykjavíkur- borg sem er að byggja heldur verk- takar og fjárfestar. Með sama hraða og fjölgað var um eignir í eignasafni Félagsbústaða þá tekur það núverandi meirihluta í borginni 149 ár að fjölga leiguíbúðum Félagsbústaða um 2500. Reykjavík á nær engar lausar lóðir lengur í vesturhluta borgarinnar og því ætla þeir að fórna flugvellinum í Vatnsmýrinni til að búa til nýjan draumamiðbæ. En flugvellinum verður ekki að- eins fórnað, heldur er í uppsiglinu meiriháttar skipulagsmistök í Laugar- dalnum og á hafnarbakkanum. Í hvaða borg annarsstaðar í heiminum væri það ásættanlegt að fórna grænu svæði Laugardalsins, sem er samverustaður allra borgarbúa og reyndar lands- manna líka, sem koma í dalinn til að eiga saman stund, fara í sund, hús- dýragarðinn, grasagarðinn á skauta, stunda íþróttir og hreyfingu og njóta þess friðar sem dalurinn hefur upp á að bjóða. Laugardalurinn er svæði sem hefur búið til fjöldan allan af góðum minningum fyrir borgarbúa og á að gera það áfram, en ekki að þurfa að hverfa fyrir steinklumpabyggingum. Nú þurfa að veljast inn í borgar- stjórn fólk sem er tilbúið að vinna að raunhæfum hugmyndum um borgina, auka lóðaframboð, lækka lóðaverð og endurskoða aðalskipulagið til að hægt sé að byggja Reykjavík fyrir venjulegt fólk og koma í veg fyrir skipulagsmis- tök. Þetta þarf að gerast til að börnin okkar hafi það sem fyrsta val að búa áfram í Reykjavík og að við viljum búa áfram í Reykjavík. Höfundur er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksns og flugvallarvina Hvers vegna kjósa dögun í Reykjavík? Snúa mætti þessari fyrirsögn við og spyrja, hvers vegna ætti ekki að kjósa Dögun? Því er fljótsvarað. Þannig ættu einkavæðingarsinnar að forðast Dögun eins og heitan eldinn því við erum staðráðin í því að standa vörð um innviði samfélagsins og höfum sett fram tillögur um að vinda ofan af einkavæðingu undangenginna ára, sem hefur haft í för með sér aukin útgjöld fyrir útsvarsgreiðendur. Borgarbanki, flugvöllur, moska og bílastæðahús Það á hins vegar ekki að stjórnast af kreddum heldur af hagkvæmni hvaða rekstur á að vera á hendi borgarinnar. Þannig sjáum við því ekkert til fyrir- stöðu að selja bílastæðahús borgarinnar og færa þá fjármuni sem þannig öfluðust til stuðnings almenningssamgöngum. Við höfum mótað tillögur þessa efnis. Við erum framboð nýhugsunar og kreddu- leysis og er tillaga okkar um borgarbanka þess efnis en hann á sér fordæmi víða erlendis, þar á meðal í nokkrum borgum Bandaríkjanna. Þau sem vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni í Reykjavík ættu ekki að kjósa Dögun því við sem að framboðinu stöndum viljum virða vilja yfirgnæfandi meirihluta Reykvíkinga sem í hverri könnuninni á fætur annarri hafa lýst vilja sínum um að flugvöllurinn verði áfram í borginni. Þau sem vilja afturkalla leyfi til að byggja mosku í Reykjavík ættu ekki að kjósa Dögun því við munum ekki standa að slíku. Við teljum að það yrði táknrænt fyrir skort á umburðarlyndi. Reykvík- ingar hafa margoft sýnt að þeir eru um- burðalyndir og vilja hafa mannréttindi í heiðri. Ekki bara fyrir kosningar Þá höfum við sett fram ítarlegar tillögur um úrbætur í húsnæðismálum bæði til langs og skamms tíma. Við viljum stórefla Félagsbústaði og aðra félagslega aðila á leigumarkaði. Óljóst tal um að efla leigu- markað er ómarkvisst því frjáls markaður mun aldrei geta komið til móts við þarfir tekjulágs fólks þannig að viðunandi geti orðið. Niðurgreiðsla á almennum leigu- markaði yrði að sama skapi ómarksviss og félagslega óásættanleg, umfram það sem almennt gerist í gegnum húsaleigu- bótakerfið. Þeir kjósendur sem vilja vita fyrir víst að þeir séu að kjósa í þágu almannaréttar, beins lýðræðis, opinnar stjórnsýslu, lífs- kjarajöfnunar, með mannréttindum allra – líka útigangsfólks – geta kosið Dögun með góðri samvisku. Við munum standa vörð um þessi gildi alla daga – líka að afloknum kosningum. Höfundur er Þorleifur Gunnlaugsson, leiðir framboð Dögunar í Reykjavík BorgarstjórnarKosningar 2014

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.