Reykjavík


Reykjavík - 19.07.2014, Page 16

Reykjavík - 19.07.2014, Page 16
FRÍSTUNDARAFGEYMAR Auglýsingar: 578 1190 & auglysingar@fotspor.is | Ritstjórn: 659-3442 & ingimarkarlhelgason@gmail.com VI KU BL AÐREYKJAVÍK 19. júlí 2014 • 27. tölublað 5. árgangur BaksÍðan Hafsteinn Thorarensen www.igloandindi.com - ÍGLÓ&INDÍ VERSLANIR - 0-12 ára SKÓLAVÖRÐUSTÍG 4 OG KRINGLUNNI Hamingju- landið Jæja, þá eru niðurstöður nýjustu hamingjurannsókna komnar í hús og samkvæmt fréttum eru íbúar Ball- arhafs 1, 042 Hvergi, næsthamingju- samastir íbúa Evrópu. Þetta er ágætis stökk frá úrslitum heimsmeistara- mótsins í hamingju frá í fyrra þar sem við luntuðumst í níunda sæti fyrir neðan sjö Evrópuríki og eitt Kanada. Alltaf koma þessar niðurstöður mér jafn mikið á óvart. Sama hvert ég lít eða hvað ég les vellur tuðið úr hverjum munni, af hverjum staf, þras, þus og þref, fýlustertar hvert sem litið er. Ef það eru ekki and- stæðingar núverandi ríkisstjórnar að sýta nýjasta axarskaft einhvers ráðherrans eru það stjórnarliðar að úthúða síðustu ríkisstjórn fyrir hennar verstu stjórn frá uppafi vega. Elliðar þessa lands prédika um syndina í Sollinum, efasemdarraddir um verksmiðjulaxeldi segja eldið synda í sjónum, allt er ómögulegt án ESB, allt er ómögulegt í ESB og Framsóknarflokkurinn grætur þegar einhver nefnir hann á nafn. Á stundum virðist angistin svo yf- irþyrmandi að jafnvel tíu deilingar af jákvæðu jarmi á Fésinu duga ekki til að aflétta drunganum. Hvað veldur? Er gleðin talin ein- hver erfðasynd hér sem aðeins er hægt að viðurkenna í nafnlausum könnunum hjá erlendum skamm- stöfunum? Eða eru þessar kannanir framkvæmdar klukkan átta á föstu- dagskvöldum? Ef hér er ekki ástæða til að stofna nefnd um málið, enn eitt púslið í væntanlegu heimsmeti Sigmundar og félaga í nefndaskipan án atrennu, eða hæfasta fólksins, þá veit ég ekki hvað. Ísland, nefndasta land í heimi! Gleðjumst!

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.