Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
13
Lögreglan:
Helgin fór að mestu vel fram
Sjómannahelgin er jafnan stór helgi í
skemmtanalífi margra í Eyjum og var
engin undantekning á því að þessu
sinni. Margir voru að skemmta sér en
helgin fór að mestu leyti friðsamlega
fram.
Lögregla þurfti sjö sinnum að hafa
afskipti af ölvuðu fólki og aðstoða það.
Þurfti einn að gista fangageymslu sökum ölvunar. Ein lfkamsárás var kærð
á tímabilinu en ósætti hafði komið upp milli tveggja manna á einum af
veitingastöðum bæjarins og endaði með ryskingum.
Merjólfsdalur:
Sex milljónir í framkvæmdir
Fyrirhugaðar framkvæmdir í Herjólfsdal á þessu ári
voru ræddar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnar-
ráðs. Gert er ráð fyrir sex milljónum til verksins.
Ráðið fól Frosta Gíslasyni, framkvæmdastjóra
umhverfis- og framkvæmdasviðs, að gera sundur-
liðaða kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina þar sem
fram komi kostnaður við mismunandi verkþætti, þ.e. á svæði við
sölubúðir, svið og hins vegar á hlaupabraut. Frosti sagði að spumingin
væri hvort ætti að ljúka frágangi innst í dalnum, þar sem sviðið er eða
leggja klæðningu á veginn í kringum tjömina. „Þegar ég legg fram kostn-
aðaráætlun um þessa kosti mun ráðið taka ákvörðun um hvað á að gera.“
Vaxtasamningur Suðurlands og Vestmannaeyjum kynntur:
Af 63 tillögum eru 19 sem
eru beintengdar Eyjum
RÓBERT Jónsson, Elliði Vignisson, Hörður Sigurgestsson, Friðrik Pálsson og Hrafn Sævaldsson.
Klukkan tólf í dag, fimmtudag,
verður haldinn fundur í Alþýðu-
húsinu þar sem kynna á Vaxtar-
samning Suðurlands og Vestmanna-
eyja, VSSV, sem skrifað var undir
þann 13. október sl. en gildistími
hans er frá 2006 til ársins 2009.
Undirbúningur samningsins byrj-
aði í mars árið 2005 með stofnun
verkefnastjórnar og eru flest verk-
efnin úr tillögum hennar þegar
komin í framkvæmd. Nokkrum
verkefnum er lokið, önnur í
undirbúningi auk þess sem ný verk-
efni hafa bæst við.
Hrafn Sævaldsson, ráðgjafi og
verkefnisstjóri Atvinnuþróunar-
félags Suðurlands í Vestmanna-
eyjum, vonast eftir góðri mætingu
og segir hann að þar muni ýmislegt
athyglisvert koma fram. „Af 63
tillögum sem lagðar voru fram af
verkefnastjóm em 19 tillögur bein-
tengdar Vestmannaeyjum og
nokkrar tillögur sem tengjast okkur
með einum eða öðmm hætti, auk
nýrra verkcfna," segir Hrafn.
Fjögur verkefni hlotið
samþykki
Verkefni, sem þegar hafa hlotið
samþykki VSSV, em Eyjaköfun
sem er samstarfsverkefni í Eyjum
um stofnun köfunarskóla og þjón-
ustumiðstöðvar fyrir ferðamenn sem
hafa áhuga á að stunda köfun við
Vestmannaeyjar. Er þetta þverfag-
legt verkefni fyrirtækja og stofnana
með ólík markmið og hlutverk sem
mynda klasa í ferðaþjónustu. Sótt
var um þrjár milljónir króna og
samþykkt var að veita tvær og hálfa
milljón til verkefnisins.
Verkefnið, Efling rannsókna- og
háskólastarfs í Eyjum, fellur innan
mennta- og rannsóknarklasa. Starfs-
hópur vinnur nú tillögur að
framtíðarskipulagi rannsókna- og
fræðastarfs í Eyjum, sem skilað
verður innan tíðar. Sótt var um þrjár
milljónir til að koma tillögunum á
framkvæmdastig og samþykkti
framkvæmdaráð VSSV umsóknina.
Þrjú fyrirtæki í Eyjum, Grímur
kokkur, Vinnslustöðin og Fisk-
vinnsla VE-Narfa hafa sameinast
um verkefnið, Verðmætaaukning
sjávarfangs, humarklær, vöruþróun,
og snýst verkefnið um að fullvinna
vörur úr sjávarfangi.
í fjórða lagi var samþykkt að
styðja kynningar- og markaðsátak
fyrir Tyrkjaránssetrið upp á 750
þúsund krónur.
„Af verkefnum sem tengjast Vest-
mannaeyjum eru t.d. Háskólafélag
Suðurlands sem stofna á um há-
skólastarf á Suðurlandi og stofnun
samstarfsnets fræðasetra á svæðinu.
Ég geri mér vonir um að þessi
verkefni eigi eftir að auka sam-
keppnishæfni svæðisins þegar fram
í sækir,“ segir Hrafn.
Byggir á hugmyndafræði
um klasa
Hvað er VSSV? „Vaxtasamning-
urinn er samstarfsverkefni opinberra
aðila og einkaaðila um eflingu
atvinnulífs á Suðurlandi og í Vest-
mannaeyjum," segir Hrafn.
Samningurinn byggir á hugmynda-
fræði um klasa þar sem fyrirtæki,
stofnanir í sveitarfélög taka höndum
saman. „Lögð hefur verið áhersla á
verkefni í atvinnugreinum sem nú
þegar eru öflugar, með það að
leiðarljósi að efla þær enn frekar til
að takast á við samkeppni bæði hér
á landi og erlendis.“
Um skilgreiningu á klasa segir
Hrafn að klasi hafi verið skilgreind-
ur sem landfræðileg þyrping tengdra
fyrirtækja, birgja, þjónustuaðila,
fyrirtækja í tengdum atvinnu-
greinum og stofnana á sama sviði
sem eiga í samkeppni en geta eflst
með því að vinna saman að ein-
stökum verkefnum. Á Suðurlandi
hafa verið skilgreindir fjórir klasar,
mennta- og rannsóknaklasi, menn-
ingar- og ferðaþjónustuklasi, sjávar-
útvegs- og matvælaklasi og verslun-
ar- og iðnaðarklasi.
Markmið VSSV er m.a. að efla
Suðurland sem eftirsóttan valkost til
búsetu og auka samkeppnishæfni
svæðisins og efla hagvöxt. Ásamt
því að þróa og styrkja vaxtargreinar
svæðisins og efla svæðisbundna
sérþekkingu og fjölga samkeppnis-
hæfum fyrirtækjum og störfum og
efla framboð á vörum og þjónustu.
Markmið einstakra klasa er að skapa
aðstæður fyrir nýsköpun og mark-
aðssetningu og skapa aðstæður til að
nýta nýjustu þekkingu á hverju
sviði. Áuka samvinnu aðila í rann-
sóknum og þekkingariðnaðarfyrir-
tækjum, nýta mannauð og styrkja og
auka starfsþjálfun og menntun.
Þeir sem geta tekið þátt í VSSV eru
fyrirtæki, einstaklingar, félagasam-
tök og stofnanir að uppfylltum skii-
yrðum VSSV. Það er svo sex manna
framkvæmdaráðs að meta um-
sóknimar.
Skilyrði fyrir fjárstuðningi er að
viðkomandi verkefni tengist upp-
byggingu klasa, svo sem stuðningi
við stofnun tengslanets, fræðslu og
þjálfun, rannsókna- og greiningar-
vinnu, ráðgjöf eða sameiginleg
þróunar- og samstarfsverkefni sem
metin eru í hverju tilfelli. Atvinnu-
þróunarfélag Suðurlands (AÞS) er
framkvæmdaraðili samningsins og
kynnir hann fyrir íbúum Suðurlands.
Starfsfólk félagsins aðstoðar
áhugasama aðila við gerð umsókna
og veitir upplýsingar um samn-
inginn. AÞS hefur starfsstöðvar á
Selfossi, Vík í Mýrdal og í Vest-
mannaeyjum. Frekari upplýsingar
eru á heimasíðu samningsins
www.vssv.is
Lögreglan:
Bruni í þjóðhátíðardóti upplýstur
Um kvöldmatarleitið á þriðjudag var
tilkynnt um lausan eld í búnaði
þjóðhátíðamefndar sem geymdur er á
svæði Þjónustumiðstöðvar bæjarins,
Áhaldahúsinu. Slökkviliðið var ræst út
og gekk greiðlega að slökkva eldinn,
sem var ekki mikill.
Þótti strax ljóst af ummerkjum að
þama hafi verið um íkveikju að ræða.
Hóf lögregla þegar rannsókn á
bmnanum.
Fljótlega fóm böndin að berast að ungum drengjum, á 14. ári, sem sést
höfðu við vettvang um það leyti sem eldurinn kviknaði. Var rætt við
drengina og viðurkenndu þeir að hafa kveikt eldinn. Vom þeir að fikta við
að kveikja í bensíni en misstu tök á eldinum sem magnaðist.
Var því þama um að ræða fikt sem fór úr böndunum og telst málið
upplýst.
Lögraglan:
Príla á þökum og brjóta rúður
Lögregla þurfti í tvígang að
hafa afskipti ungum drengjum
sem voru að klifra upp á þök
húsa við Strandveg. Er rétt að
taka það fram að slík iðja
getur verið hættuleg og þá eru
drengimir yfirleitt að þessu í
óþökk húseigenda.
Tilkynnt var um tvö rúðubrot
á tímabilinu.Var í öðm
tilvikinu um að ræða rúðu í
heimahúsi og er vitað hver var
þar að verki. í hinu tilvikinu
var brotin rúða í Bókasafninu, að sunnanverðu, sl. sunnudag, um klukkan.
09:30. Sást til tveggja drengja hlaupa í burtu en ekki tókst að hafa hendur í
hári þeirra. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hverjir vom þama að
verki eru vinsamlega beðnir um að koma þeim upplýsingum áfram til
lögreglu.
Spurning vikunnar-
Spurt í Vinnslustöðinni:
ðnast bú
stððu fé-
lagsins?
Særún Eydís
flsgeirsdóttir:
Já auðvitað. Þessi
staða sem upp er
komin er ekki góð.
Þórhildur
Guðmundsdúttir:
Jú, ég geri það út
af þessu tilboði
Stillu ehf.
Arni Hjörtur
Þorsteínsson:
Nei ekki ef við
Eyjamenn
stöndum saman
um að verja okkar
hlut.
borgi sig.
Hallgrímur
Þráinsson:
Já, ef Guðmundur
vinalausi nær
meirihluta.
Hann verður vísl
að selja kvóta til
að þetta tilboð
Siggi Gísla
og Völli Snæ
í raunveru-
leikaþætti
Eyjamaðurinn Sigurður
Gíslason, matreiðslumeistari
kemur fram í raunveruleika-
þættinum Meal Ticket ásamt
sjónvarpskokkinum Völundi Snæ
Völundarsyni en það er sjón-
varpsstöðin Mojo Network sem
framleiðir þættina. Þættirnir
minna um margt á þættina The
Amazing Race og ganga út á að
stjórnandi þáttarins fer á nýja
staði í viku hverri og þarf að
vinna sér inn fyrir miðanum
heim. Meðal annars var komið
við í Vestmannaeyjum á sjóman-
nadaginn. Áætlað er að þæt-
tirnir verði sýndir í október en
stjórnandi þáttarins heitir Ralph
Pagano og er nokkuð þekktur í
Bandarikjunum.