Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
7
VINKONUR Sandy Hahn ásamt Margo Renner sem settist hér að og hefur búið hér síðan.
Eins og að koma heim
-segir Sandy Hahn sem var skiptinemi í Eyjum 1971 og kom hingað í
fyrsta skipti síðan þá um miðjan maí
I , ; J VIÐTfiL
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
gudbjorg@eyjafrettir.is
Sandy Hahn heimsótti Eyjamar um
miðjan maí og dvaldi hér í viku-
tíma. Það væri í sjálfu sér ekki í
frásögur færandi nema fyrir það að
Sandy dvaldi hér sem skiptinemi
sumarið 1971. Þá kom hún hingað
ásamt öðmm skiptinema, Margo
Renner sem settist hér að og hefur
búið hér síðan. Ohætt er að segja
að mikið vatn hafi runnið til sjávar
síðan Sandy kom hingað sem ung
stúlka og ekkert minna en heilt eld-
gos í millitíðinni. Það er því for-
vitnilegt að heyra hvernig Eyjamar
koma henni nú fyrir sjónir og rifja
upp ýmislegt frá dvölinni hér.
Fann ekki Vestmannaeyjar
á korti
„Eg kom hingað á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní 1971 og var hér
fram í ágúst, eða í tíu vikur. Ég var
skiptinemi hjá Jónu og Bimi Guð-
mundssyni á Birkihlíðinni og átti
þar góða daga enda var þetta frábær
tími,“ sagði Sandy þegar hún var
spurð út í vemna hér en hún hafði
ekki hugmynd um að hún væri á
leið til Islands fyrr en fjórum
dögum fyrir brottför.
„Island var ekki inni í myndinni
fyrr en þessi möguleiki kom upp og
ákvað ég að grípa tækifærið þó svo
að ég vissi lítið sem ekkert um
landið. Við vorum fjögur sem
vomm send til Islands sem
skiptinemar þetta sumar en við
hittumst í New York áður en haldið
var til landsins. Þar hitti ég Margo
fyrst og það kom í ljós að við
yrðum báðar hjá ijölskyldum í
Vestmannaeyjum. Við Margo
fundum strax að við áttum ýmislegt
sameiginlegt og við höfum alltaf
haldið tengslum og vinskap. Við
emm báðar frá miðríkjum Banda-
ríkjanna, komum frá fylkjum sem
liggja saman og við erum báðar
fæddar í desember ég er fædd 30.
og hún 29. desember.
Þegar Sandy frétti að hún ætti að
dvelja á stað sem héti Vestmanna-
eyjar fór hún strax að skoða
landakort en fann ekki Vestmanna-
eyjar þar sem þær voru ekki
merktar inn á kortið. „Við Margo
vissum voða lítið um staðinn fyrir-
fram og ég man að við spurðum þá
sem tóku á móti okkur í Reykjavík
hvort það væri möguleiki á því að
við gætum hitt hvor aðra á eyjunni
yfir sumarið. Þegar við komum
hingað varð okkur ljóst að við
ættum örugglega eftir að sjást oft
og mörgum sinnum," segir Sandy
og hlær að öllu saman.
Hefur alltaf haldið góðu
sambandi
Þegar Sandy er spurð hvemig henni
hafi litist á eyjuna og Eyjaskegga
stendur ekki á svari. „Ég elskaði að
vera hér frá fyrstu stundu, hér er
svo fallegt og friðsælt. Tíminn sem
ég dvaldi í Vestmannaeyjum er
alltaf hluti af mér og fylgir mér alla
tíð. Mér finnst gott að koma aftur
þrátt fyrir allar þær breytingar sem
hér hafa orðið. Ég ætlaði að koma
aftur 1972 en ég byrjaði í háskóla
og svo stofnaði ég fjölskyldu."
Sandy er félagsfræðingur og
vinnur meðal annars með fólki sem
er á skilorði og aðstoðar þá sem
hafa verið í afbrotagengjum. Hún
hefur líka fengist við að halda fyrir-
lestra fyrir lögreglu og fleiri. „Ég er
gift og á tvo syni, eldri sonur minn
er að vinna að mastersritgerð og
yngri sonur minn er að læra tölv-
unarfræði þannig að tíminn líður og
nú loksins lét ég verða að því að
koma aftur til Eyja.
Ég hef alltaf haldið góðu sam-
bandi við Margo sem ílentist hér en
hún kynntist eiginmanni sínum
Runólfi, heitnum Gíslasyni sumarið
sem við dvöldum héma.
Margo kom alltaf í frí til Banda-
ríkjanna annað hvert ár og ég hitti
hana þá heima hjá foreldrum
hennar í Milwaukee og hún kom og
heimsótti okkur til Minnesota.
Þannig kynntust bömin okkar og í
áraraðir hef ég ætlað að koma til
Eyja. Margo sagði mér að Runi
hefði alltaf sagt að ég ætti eftir að
koma aftur og þegar ég hitti hana
úti í desember var ákveðið að ég
kæmi hingað í vor.“
Uppskrift að kökunni
hennar Jónu
Það fer ekkert á milli mála að
Sandy á góðar minningar héðan og
hefur mikið dálæti á staðnum og er
ánægð með að vera komin aftur.
„Þetta hefur verið dásamlegt. Ég
hef gegnið mikið um eyjuna og hef
séð það gamla í bland við það nýja.
Þetta er á einhvern hátt eins og
koma heim,“ sagði Sandy þegar
hún var spurð hvemig tilfinning
það væri að koma eftir svo langan
tíma. I framhaldinu var hún spurð
hvort hún hafi hitt eitthvað af fólki
sem hún var í samskiptum við
sumarið sem hún dvaldi hér.
„Við heimsóttum Sigrúnu Sigur-
geirsdóttir en við vomm í góðu
sambandi við hana þetta sumar og
við skoðuðum myndir frá þessum
tíma sem var mjög gaman. Fyrstu
árin eftir að ég var héma var ég
alltaf í sambandi við fjölskylduna
sem ég dvaldi hjá og skrifaðist á
við Bjöm en hann og Jóna kona
hans eru bæði látin. Ég fór og tók
mynd af húsinu sem þau áttu við
Birkihlíð. Það er líka gaman að
segja frá því að við Margo fórum í
heimsókn til Sigrúnar Þorsteins-
dóttur og ég fór að segja henni frá
dásamlega góðri köku sem Jóna
bakaði og var í miklu uppáhaldi hjá
mér. Þá kom það upp að mamma
Sigrúnar, Anna á Blátindi, og Jóna
þekktust vel og Sigrún átti upp-
skriftina að kökunni. Þetta er
skemmtileg tenging og nú tek ég
uppskriftina af kökunni hennar
Jónu með mér heim og mér finnst
það mjög skemmtilegt."
Yfirþyrmandi að sjá þetta
Nú skilur heilt eldgos á milli
tímans frá því þú varst hér sem
skiptinemi og þegar þú kemur
aftur. Er ekki sérstætt að sjá
breytingar sem hafa orðið á öllu
umhverfinu?
„Jú, það er mjög sérstætt. Ég kom
með ferjunni og þar af leiðandi
blasti þetta allt við þegar við
sigldum inn höfnina. Það var
yfirþyrmandi og þegar ég sá nýja
eldfjallið fékk ég tár í augun. Og
öll heimilin sem eru horfin. Það er
hins vegar þakkarvert að allt fólkið
bjargaðist þrátt fyrir eldsum-
brotin,“ sagði Sandy og það er ljóst
það fékk á hana að sjá með eigin
augum verksummerkin eftir eld-
gosið.
„Það hefur margt breyst, Höllin
þar sem við fórum í bíó og á böll
hefur fengið nýtt hlutverk. Og
golfvöllurinn, ég man ekki eftir
honum en eflaust hefur verið
golfvöllur þegar ég var hérna en
hann hlýtur að hafa verið miklu
minni. Nú eru komin hús á
vesturhluta eyjunnar og það er líka
breyting frá því ég var héma. Við
fórum líka í bakaríið og í mjólkur-
búðina þegar ég bjó hérna því þá
voru ekki stórmarkaðir. Þannig að
það er margt breytt en ég sé líka
hús og staði sem eru lítið breyttir
frá því ég var hérna."
Fjölskyldan á íslandi er
sterk
Sandy er ákveðin í að koma aftur
til Eyja en ítrekar að tíminn líði
hratt og þjóti áfram. „Það er erfitt
að trúa því að það séu rúm þrjátíu
og fimm ár síðan ég var héma, mér
finnst það alveg ótrúlegt. Það er
mikilvægt hvað það er friðsælt
hérna, sjórinn og nálægðin við
náttúruna. Það er stult í allt og þetta
er algjör andstæða við hraðann og
umferðina heima. Ég hef ekki
athugað með tölumar á lottómið-
anum mínum, vonandi á ég vinning
þegar ég kem heim. Þá kaupi ég
hús hérna,“ segir Sandy og brosir
við tilhugsunina.
Þegar hún er spurð hvort hún finni
mun á amerísku og íslensku sam-
félagi hugsar hún sig um og telur
fjölskyldutengsl sterkari hér en
annars staðar. „Fjölskyldan á
íslandi er mjög sterk. Ég tel afar
mikilmægt að konur á íslandi fá níu
mánaða fæðingarorlof en það
þekkist ekki í Bandaríkjunum.
Þetta er einn liður í því að styrkja
fjölskylduna ásamt ýmsu öðru. Ég
held hins vegar að hægt sé að
mynda vináttusambönd og tengsl
við fólk alls staðar í heiminum en
hér er fólk samt sem áður einstak-
lega vinsamlegt. Menntun er á háu
stigi á íslandi, hér geta allir lesið
og skrifað en því er ekki þannig
farið í mínu heimalandi. Hér er
enginn her og það er líka mikil-
vægt.“
Þakkar gestrisnina
Sandy stoppaði í viku í Eyjuni að
þessu sinni en ætlaði síðan að
skoða sig um á fastalandinu.
„Margo ætlar að fara með mig á
Gullfoss, Geysi og Þingvöll en ég
sá ekki þessa staði og lítið af fasta-
landinu þegar ég kom hingað
síðast. Við fórum bara beint hingað
út í Eyjar frá Reykjavík. Við ætlum
líka að skoða Bláa lónið en það var
ekki komið þegar ég var hérna
þannig að það hefur margt breyst,"
sagði Sandy og vildi að lokum
koma á framfæri þakklæti til allra
Vestmannaeyinga. „Ég vil þakka
fyrir gestrisnina og bið að heilsa
þeim sem ég náði ekki að hitta
þegar ég var hér í heimsókn.“
„Ég kom hingað á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1971 og var hér fram í ágúst eða í tíu
vikur. Ég var skiptinemi hjá Jónu og Birni Guðmundssyni á Birkihlíðinni og átti þar
góða daga enda var þetta frábær tími.“