Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Side 16
16
Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
HEIÐRANIR Eins og venjulega voru sjómönnum veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Það eru stéttarfélögin sem veita viðurkenningarnar. F.v. Sævald Pálsson, skipstjóri, sem
fékk viðurkenningu frá Skipstjóra og stýrimannafélaginu Verðandi, Elías Björnsson fékk viðurkenningu frá Sjómannafélaginu Jötni og Vélstjórafélag Vestmannaeyja heiðraði Arnar
Sighvatsson. Auk þess veitti sjómannadagsráð Brynjúlfi Jónatanssyni í Neista viðurkenningu fyrir áratuga þjónustu við flotann og Stefáni Sigurjónssyni, fráfarandi stjórnanda Lúðra-
sveitar Vestmannaeyja, sem er ómissandi á sjómannadaginn. Dóttir Stefáns, Sigrún, tók við viðurkenningunni fyrir hönd föður síns og hér er hópurinn ásamt Snorra Oskarssyni.
Sjómannadagurinn stóð undir nafni:
Vestmannaeyingar eru
stoltir af sjómönnum sínum
Þátttaka í dagskrá sjómannadagsins
var yfirleitt góð og hefur núverandi
sjómannadagsráði, undir stjórn
Stefáns Birgissonar, náð að hefja
þennan hátíðisdag sjómanna til
vegs og virðingar á ný. Má segja að
dagskrá standi frá fimmtudegi til
sunnudags og ekki skammast
Vestmannaeyingar sín fyrir sína
sjómenn og halda sjómannadaginn
hátíðlegan með þeim og eru ekki að
kalla hann eitthvað annað.
Laugardagurinn
Það leit ekki vel út með veður á
laugardaginn þegar hátíðahöldin
hófust við Friðarhöfn en það rættist
úr því og fjölmennti fólk til að
fylgjast með því sem þama fór
fram. Dagskráin var óvenju fjöl-
breytt og margir tilbúnir til að taka
þátt í kappróðri, karahlaupi og
koddaslag. Mikla athygli vakti líka
framlag Guðmundar Vigfússonar
og félaga sem léku listir sínar á
reiðhjólum, hjólabrettum og snjó-
brettum þar sem þeir renndu sér
niður heimagerða brekku og svifu
út í sjó.
Allt hófst þetta með því að sr.
Guðmundur Örn Jónsson, preslur
Landakirkju, blessaði daginn og á
eftir tóku Lúðrasveit verkalýðsins
og Glenn Kaiser Band nokkur lög.
Þá kom kappróður, koddaslagur og
spretthlaup á lokum. Líka var
krökkum boðið í siglingu á sjóþot-
um sem var vinsælt.
í kappróðrinum hófu félagar í
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðra-
sveit Vestmannaeyja leikinn. Og þó
fallegra róðrarlag hafi sést verður
að taka viljann fyrir verkið og úr
varð besta skemmtun. Síðan tók við
keppni áhafna, félaganna Verðandi
og Jötuns og liða eins og Pipar-
sveina sem hafa lengi keppt í kapp-
róðri á sjómannadaginn.
í kappróðri áhafna stóðu strák-
amir á Vestmannaey VE uppi sem
sigurvegarar, Verðandi vann fé-
lagabikarinn og í kappróðri peyja
sigruðu Mömmustrákar. I stöðva-
keppni kvenna unnu stelpumar í
Vinnslustöðinni og Lúðrasveit
SVIFIÐ á snjóbrettum á sjómannadegi í Vestmannaeyjum.
verkalýðsins hafði betur í lúðra-
sveitakeppninni.
í koddaslagnum var barist til
„síðasta blóðdropa“ en allir sluppu
við meiðsli þrátt fyrir mikinn at-
gang. Það sama gerðist í loka-
keppninni þar sem hlaupið er á
lokum af fískiköram og er alveg
bráðskemmtilegt á að horfa.
Þá var keppt í skák þar sem land-
krabbar kreistu fram sigur á
sjómönnum.
Vönduð dagskrá
Á laugardagskvöldið fór svo fram
hið árlega sjómannadagsball í
Höllinni. Eins og alltaf er veralega
vandað til skemmtidagskrár og
maturinn frá Grími og félögum var
í hæsta gæðaflokki. Aðsókn í mat
og skemmtun var líka mjög góð en
alls voru um 430 manns í mat.
Óhætt er að segja að skemmti-
dagskráin hafi verið á heimsmæli-
kvarða. Jóhannes Kristjánsson,
eftirherma, reið á vaðið og kitlaði
hláturtaugarnar. Bjami töframaður
gerði það sama og tónlistarmað-
HART TEKIST á í kodda-
slagnum.
LÚÐRASVEIT VM leggur í
hann.
urinn KK náði góðri stemmningu
og naut sérlegrar aðstoðar Bergvins
Oddssonar í tveimur lögum.
Hápunktur skemmtidagskrárinnar
var hins vegar tvíþættur. Fyrst
steig á sviðið hljómsveitin Obbosí
ásamt brasssveit og spilaði tvö lög.
Besta atriði kvöldsins var hins
vegar þegar hljómsveitin Tríkot og
Lúðró stigu á svið en sveitin var
tvívegis klöppuð upp.
Árni Johnsen leiddi að lokum
fjöldasöng í lok skemmtikvöldsins.
Hljómsveitin Daltón lék svo fyrir
dansi á ballinu sem stóð langt fram
á nótt.
Sunnudagurinn
Hátíðahöldin á sunnudegi sjó-
mannadagshelgarinnar vora með
hefðbundnu sniði. Lengi vel leit út
fyrir að leiðindaveður yrði meðan á
hátíðinni stóð en þegar á reyndi var
veðrið hið ágætasta.
Dagskráin byrjaði reyndar í
Landakirkju með sjómannamessu
sem var vel sótt að vanda. Að henni
lokinni var stutt minningarathöfn
við minnisvarða hrapaðra og
drukknaðra. Sigurður Georgsson
og Guðný Fríða Einarsdóttir lögðu
blómsveig við minnisvarðann en
Snorri Óskarsson hélt stutta ræðu.
Á Stakkó söfnuðust svo hátíðar-
gestir saman klukkan þrjú en á
sama tíma var kvenfélagið Líkn
með sitt árlega hátíðarkaffi í
Alþýðuhúsinu og var það vel sótt.
Lúðrasveit Vestmannaeyja og
Lúðrasveit verkalýðsins tóku á móti
gestum og gangandi með léttum
lögum á Stakkó en Bjarni töfra-
maður reið svo á vaðið og skemmti
ungum sem öldnum.
Páley Borgþórsdóttir, formaður
bæjarráðs, hélt hátíðarræðuna að
þessu sinni en að henni lokinni fór
fram verðlauna- og heiðursafhend-
ing en Snorri Óskarsson sá um
heiðranimar eins og undanfarin ár.
Fimleikafélagið Rán endaði svo
hátíðahöldin með stuttu atriði ungra
fimleikastúlkna.