Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Side 19
Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
19
Golf: Stigamót unglinga
Stefni að því að verða meistari
segir Hallgrímur Júlíusson, efnilegur kylfingur
Hallgrímur Júlíusson náði góðum
árangri í fyrsta stigamóti unglinga í
golfi en mótið fór fram á Strandar-
velli við Hellu. Hallgnmur endaði í
öðru sæti eftir mikla baráttu um
sigur í mótinu en eftir fyrri hringinn
deildi hann fyrsta sætinu með
öðrum kylfmgi. Alls lék Hallgrímur
á 159 höggum, fyrri hringinn fór
hann á 81 höggi og þann síðari á 79
en sigurvegari mótsins fór á 157
höggum.
Næsta mót um helgina
Hallgrímur segist ætla að ná sem
lengst í Stigamótinu í sumar og helst
vinna það. Til þess að það geti
gengið eftir verður Hallgrímur að ná
sem bestum árangri á þeim fimm
mótum í Stigamóti GSI sem eftir
eru. „Stefnan er sett á að verða
stigameistari," segir Hallgrímur
kaldur þegar blaðamaður spyr hann
um markmiðið í sumar. „Eg ætla
allavega að verða í toppbaráttunni í
þeim mótum sem ég tek þátt í og
vona svo bara það besta. Næsta mót
er í Hafnarfirði núna um helgina, hjá
Golfklúbbnum Keili og ég er að
undirbúa mig á fullu fyrir það.
Annars gekk mér ágætlega í fyrsta
mótinu og er bara ánægður að ná
öðru sætinu.“
Hinn ungi kylfmgur var þó ekki að
fullu sáttur við spilamennskuna í
fyrsta mótinu þrátt fyrir góðan ár-
angur. „Ég var að pútta mjög illa á
meðan þeir í kringum mig voru að
pútta vel þannig að ég er að æfa
aðeins púttin núna,“ sagði Hall-
grímur. Það ætti hins vegar ekki að
vera erfitt fyrir hann að fá leiðsögn
því faðir hans, Júlíus Hallgrímsson
hefur um árabil verið einn besti
kylfmgur GV, föðurbróðir hans,
Þorsteinn er fyrrum Islandsmeistari
og svo nýtur hann liðsinnis Karls
Haraldssonar, frænda síns og
golfkennara hjá GV. „Þeir eru allir
að segja mér til en pabbi hefur
yfirumsjón með þessu."
Er stefiian svo sett á aöfeta ífótspor
Birgis Leifs Hafþórssonar og
komast í atvinnumennsku ígolfi?
„Já ég stefni á að komast sem lengst.
Helst að keppa við þá bestu í
heimi,“ sagði Hallgrímur að lokum.
HALLGRÍMUR Júlíusson náði öðru sæti í fyrsta stigamóti sumarsins
sem fram fór á Strandarvelli á dögunum.
|lVlotocross
_ +
Besti árangur Omars frá upphafi
Ómar Stefánsson, sem stundum hefur verið
kallaður guðfaðir motocrossins í Vestmanna-
eyjum, hafnaði í 20. sæti í 6. alþjóðlegu
Transatlantic Offroad Challenge mótorhjóla-
keppninni sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri á
dögunum. Keppnin er einhver stærsta
motocrosskeppni sem haldin hefur verið hér á
landi, um 500 manns tóku þátt í mótinu, um 70 í
unglingakeppninni og um 450 í aðalkeppninni.
Meðal keppenda voru m.a. atvinnumenn og hálf-
atvinnumenn í íþróttinni og því er afrek Ómars
ekki svo lítið.
Meö betri ökumann núna
I keppninni, sem er þolakstur, er keyrt í sex
klukkustundir samfleytt og var eingöngu keppt í
tvímenningi þar sem tveir skiptast á að keyra.
Ómar var í liði með motocrosskappa frá
Reykjavík og keyrðu þeir samtals tólf hringi en
sigurvegaramir, Svíamir Marcus Olsen og
Robert Forsell vom þeir einu sem náðu að fara
fjórtán hringi.
Ómar segir þetta án efa sinn besta árangur í
motocrossinu. „Yfirleitt hef ég verið í 50 til 70
sæti í þessu móti þannig að þetta er langbesti
árangurinn minn núna. Helsti munurinn var að
ÓMAR segist ekkert vera að hætta í moto-
crossinu þrátt fyrir að vera 46 ára gamall.
ég var með betri ökumann með mér núna, betri
en áður en við emm mjög jafnir ökumenn sem
sést best á millitímunum okkar. Svíamir vom
samt í algjörum sérflokki enda atvinnumenn og
kunna t.d. að stilla hjólin nákvæmlega eins og
þau eiga að vera. Ég var t.d. ekki með nógu góð
dekk eftir að það fór að rigna og flaug þá
svolítið á hausinn."
Brautin á Klaustri er strembin og löng og svo
skiptust á skin og skúrir veðurfarslega séð. I
motocrosskeppnum er ræsingin yfirleitt það sem
enginn vill missa af. „Þetta er bara bardagi
þegar er ræst af stað. Ég tók fyrri ræsinguna en
þá varð einhver misskilningur, hópurinn tók vit-
lausa beygju þannig að það varð að ræsa aftur.
Við fórum nokkrir alveg heilan hring, sem tekur
rúmar 20 mínútur og maður var dauðþreyttur á
eftir. Ég treysti mér ekki aftur í endurræsinguna
enda er ræsing erfiðasti hluti keppninnar."
Ekkert að hætta
Ómar, sem er 46 ára, er ekkert á leiðinni að
hætta og stefnir ótrauður á að gera betur að ári.
„Þetta kallar auðvitað á mikinn undirbúning,
þrekæfingar og svo er maður að hjóla allt árið.
Ég er búinn að vera í 25 ár í þessu og er ekkert
að fara að hætta strax, sérstaklega ekki þegar
maður er kominn í svona gott form,“ sagði Ómar
að lokum.
Golfskóli GV hefst eftir helgi
Gott fyrir krakka að kynnast golfinu
áður en farið er út í dýrar fjárfestingar í búnaði segir Karl Haraldssson,
yfirkennari golfskóla Gofklúbbs Vestmannaeyja
fyrir krakkana að eiga golfsett því
við eigum kylfur hér sem við getum
lánað þeim. Það er líka ágætt fyrir
þau að koma á námskeið, kynnast
íþróttinni áður en farið er út í að
kaupa golfsett handa þeim. Svo er
svæðið hér eitt það skemmtilegasta
á landinu. Völlurinn er auðvitað
frábær og svo er stutt inn í
Herjólfsdal og þar er hægt að æfa
sig líka. Umferðin um okkar
frábæra völl er því miður ekki mikil
en á móti kemur getum við notað
hann fyrir krakkana líka, eitthvað
sem er ekki mögulegt hjá stóru
klúbbunum á höfuðborgarsvæðinu,"
sagði Karl að lokum.
Golfskóli Golfklúbbs Vestmanna-
eyja hefst næstkomandi mánudag en
skráning stendur yfir í golf-
skálanum. Karl Haraldsson er
yfirkennari skólans en auk hans
nýtur hann liðsinnis Amsteins Inga
Jóhannssonar og Elísu Sigurðar-
dóttur, tveggja annálaðra kylfmga.
„Við erum bara að fara af stað um
leið og grunnskólanum lýkur," sagði
Karl við blaðamann þegar hann leit
við inni í golfskálanum í vikunni.
„Það hefur verið mjög góð aðsókn í
golfskólann undanfarin ár, um 80
krakkar en okkur langar til að íjölga
stelpum í íþróttinni og höfum því
fengið Elísu til liðs við okkur. Við
erum líka í samstarfi við ÍBV þannig
KARL Haraldsson, yfirkennari
golfskóla GV.
að æfingar í knattspymu rekist ekki
á við æfingar í golfinu. En við erum
ekki bara í golfi allan daginn heldur
fömm við líka í leiki og leggjum
áherslu á að gera golfið skemmti-
legt. Auk þess kennum við undir-
stöðuatriði íþróttarinnar þannig að
krakkamir geta fengið betri mynd af
því hvemig það er að spila golf,“
sagði Karl.
Golfskólinn er fyrir börn á
aldrinum sjö og átta ára til fjórtán
ára aldurs og verður kennt íjóra
daga vikunnar, frá mánudegi fram á
fimmtudag. Hægt verður að velja
tíma annaðhvort frá tíu til tólf fyrir
hádegi eða frá eitt til þrjú eftir
hádegi. „Það er ekki nauðsynlegt
íþróttir
Mæta Aftur-
eldingu
Á mánudaginn var dregið í þriðju
umferð bikarkeppni karla í
knattspyrnu. Öll I. deildarlið
Islandsmótsin komu inn í keppn-
ina nú en úrvalsdeildarliðin koma
svo inn í keppnina í fimmtu
umferð. IBV datt í lukkupottinn,
fékk heimaleik og mætir
Aftureldingu frá Mosfellsbæ á
Hásteinsvelli næstkomandi mánu-
dag.
Þess má til gamans geta að
nýjasti leikmaður IBV, Atli
Heimisson, er einmitt nýgenginn í
raðir ÍBV frá Aftureldingu og
mun hann því mæta sínum gömlu
félögum í fyrsta heimaleik sínum
með ÍBV.
Gott að fá heimaleik
Heimir Hallgrímsson, þjálfari
ÍBV, segist renna blint í sjóinn í
bikamum. „Ég verð að viðurkenna
það að ég veit svo til ekkert um
Aftureldingu. En við eigum svo
sem góðan mann hér innan okkar
raða sem gæti frætt okkur aðeins
um liðið," sagði Heimir og átti þar
við Atla.
„Það var líka afar gott fyrir
okkur að fá heimaleik þar sem við
eigum marga leiki framundan og
gott að þurfa ekki að bæta við
einu ferðalaginu í viðbót. En
annars ætlum við að hafa gaman
af bikarkeppninni og auðvitað
reyna að komast sem lengst.
Áherslan hjá okkur er hins vegar
deildarkeppnin, bikarinn er bara
bónus."
Sundskólinn
af stað
Eitt átta daga skemmtilegt sund-
námskeið verður haldið í sumar á
vegum Sundfélags ÍBV fyrir böm
fædd 2001 og 2002. Kennt verður
í litlum hópum sem miðast við
getu hvers og eins. Kennsla og
leikur í senn undir faglegri stjóm
Ólu Heiðu íþróttakennara.
Hver tími er 40 mínútur í senn
og er kennt mánudaga, þriðju-
daga, miðvikudaga og fimmtu-
daga, fyrir hádegi. Þetta verður
orkumikil skemmtun fyrir ósynda
og vel synda, góð byrjun á
íþróttaferli ungu kynslóðarinnar.
Námskeiðið byrjar mánudaginn
18. júní en skráning er í síma 823-
3016 dagana 7.-14. júní.
Þátttökugjaldið verður 4500 kr.
og fá systkini afslátt. Gaman væri
að sjá sem flest böm í sundlaug-
inni taka sín fyrstu réttu sundtök.
Fréttatilkynning
Framundan
Fimmtudagur 7. júní
Kl. 17.00 ÍBV-Leiknir 4. fl. kk AB.
Föstudagur 8. júní
Kl. 19.00 Leiknir-ÍBV 1. deild kk.
Laugardagur 9. júní
Kl. 12.00 Selfoss-ÍBV 2. flokkur
kvenna, bikarkeppni.
Kl. 14.00 ÍBV-Aft.elding 4. fl. kvk.
Sunnudagur 10. júní
Kl. 14.00 Víkingur-ÍBV 3. fl. kk.
Kl. 16.00 Snæfellsnes-ÍBV 2.
flokkur karla.
Þriðjudagur 12. júní
Kl. 17.00 GRV-ÍBV 4. fl. kvk.
Kl. 17.00 ÍBV-HK 5. fl. kv. ABC.
Kl. 20.00 ÍBV-Afturelding VISA-
bikar kvenna.
Miðvikudagur 13. júní
Kl. 17.00 ÍBV-Leiknir 5. flokkur
karla, ABCD.
Kl. 19.00 GRV-ÍBV 3. fi. kvk.
Kl. 20.00 ÍBV-Fylkir 2. fl. kvk.