Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Blaðsíða 10
cSuuiari túlUa
fttta/tttaet//7/ 2007
Sumarstúlka Vestmannaeyja verður valin
laugardagskvöldið ló.júní í Höllinni sem
stendur að keppninni ásamt Fréttum. Að
þessu sinni munu tíu glæsilegar stúlkur
taka þátt í keppninni, sem nú er nú
haldin í 21. skiptið. Að venju verður í
boði glæsilegur matseðill frá Grími kokki
og hans fólki.Ýmis skemmtiatriði verða á
dagskrá og svo mun Kántrýsveitin Klafar
skemmta fólki langt fram á nótt. Hana
skipa Birgir Nielsen og Herbert úr
Skítamóral, Leifur úr OFL, Mummi úr
Sóma og Maggi úr Oxford. Fram-
kvæmdastjóri keppninnar er Hjördís
Guðlaugsdóttir og er Súsanna Georgs-
dóttir henni til aðstoðar. Ljósmyndari
keppninnar að þessu sinni er Jose
Henriksen.
Anna Ester
Óttarsdóttir
Hvenær ert þú fædd? Ég er fædd 23. feb. 1989.
Fjölskylda? Foreldrar mínir eru Óttar Gunnlaugsson og
Nanna Dröfn Sigurfinnsdóttir, á eina litla systur, Þorbjörgu
Lind og svo heitir kærasti minn Grétar Þór Eyþórsson.
Ert þú í skóla eða vinnu? Ég er í Framhaldskólanum í
Vestmannaeyjum á almennri braut og er að klára þar það
sem ég þarf til þess að fara í hárgreiðslu í Iðnskólanum og
einnig fara í snyrtiskóla eða námskeið og stefni á að fara til
Rvk.veturinn 2008. Ég vinn hjá Bigga og Lóu í Tvistinum.
Hvað stefnir þú á að verða í framtíðinni? Ég stefni á að
Ijúka hárgreiðslunámi í Iðnskólanum og væri ég til í að geta
tekið einhvað í förðun þannig að ég hafi þau réttindi að
bjóða upp á hárgreiðslu og snyrtingu fyrir brúðkaup eða
ýmislegt.
Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég ætla vinna hjá Bigga og
Lóu ÍTvistinum, vera á þjóðhátíð í Eyjum og fara svo einhvað
út með kærastanum mínum en það er ennþá óákveðið.
Stundar þú einhverjar íþróttir? Líkamsrækt.
Hver er þinn uppáhalds staður á íslandi? Vestmannaeyjar
eru alltaf fallegasti staðurinn og hvergi er betra að vera.
Hver eru þín helstu áhugamál? Hárgreiðsla,förðun,
fjölskyldan, kærasti, vinir,ferðast,sérstaklega til útlanda.
Er þú hjátrúarfull? Já.
Hvað finnst þér vera mikilvægast í lífinu? Eiga góða fjöl-
skyldu, vera í góðra vina hópi og vera hamingjusöm.
Hver er þín helsta fyrirmynd? Ég hef alltaf litið mikið upp til
afa míns, Finns teiknikennara, og einnig langafa míns
Sigurfinns sem lést á afmælisdeginum mínum fyrir 3 árum.
Hvað finnst þér um jafnréttismál?
Mér finnst jafnrétti vera af hinu jákvæða.
Hvenær skemmtir þú þér best? í útlöndum og á þjóðhátíð;)
Hvað telur þú vera það besta og versta í þínu fari?
Það besta er að ég er ákveðin og skynsöm en það versta er
að ég er með lítið hjarta.
Hvert er þitt lífsmottó? Að standa mig vel í því sem ég tek
mér fyrir hendur.
Anna María
Halldórsdóttir
Hvenær ert þú fædd? Ég er fædd 14. sept. 1989.
Fjölskylda? Móðir mín, íris Valgeirs.faðir minn er
Halldór Þór Guðmundsson, ég á 4 systkini og þau
heita Elsa Valdís, Bjarni Jón, Gunnar Már og Pálína
Ýr. Kærastinn minn heitir Orri Arnórsson.
Ert þú í skóla eða vinnu? Já ég er í skóla og
vinnu, ég er í FÍV á félagsfræðibraut, og er að byrja
á þriðja ári. Ég vinn hjá Arnóri bakara, ÍTvistinum
og eithvað smávegis í Golfskálanum.
Hvað stefnir þú á að verða í framtíðinni? Eins og er stefni
ég á það að verða annað hvort næringarfræðingur, sjúkra-
þjálfari eða einkaþjálfari,er samt ekki alveg ákveðin.
Hvað ætlar þú að gera í sumar? I sumar ætla ég að vinna
einsog vitleysingur,vera með vinum og fjölskyldu og farasvo
út með stelpunum í skirmish og kærastanum til Costa del Sol.
Stundar þú einhverjar íþróttir?
Já, ég er í handboltanum og ég stunda líka þrek.
Hver er þinn uppáhalds staður á íslandi?
Það eru auðvitað eyjarnar.
Hver eru þín helstu áhugamál? Vera í kringum vini og
skemmtilegt fólk, vera með kærastanum, kaupafötog
hreyfa mig.
Er þú hjátrúarfull? Nei,ég myndi ekki segja það.
Hvað finnst þér vera mikilvægast í lífinu?
Hamingja,fjölskyldan og auðvitað heilsan.
Hver er þín helsta fyrirmynd?
Það er auðvitað hún móðir mín, íris Valgeirs, kraftaverka-
konan sjálf, getur allt og gerir allt.
Hvað finnst þér um jafnréttismál? Auðvitað á að vera jafn-
rétti alls staðar,ekki á að gera upp á milli fólks.
Hvenær skemmtir þú þér best? Með vinum,fjölskyldunni
og kærastanum, svo er auðvitað alltaf gaman að fara til
útlanda.
Hvað telur þú vera það besta og versta í þínu fari? Ég hef
nú alltaf látið aðra dæma um það og ég held að ég haldi því
þannig áfram.
Hverter þitt lífsmottó? Ég man að mamma sagði alltafvið
mig: „Maður veit aldrei hvenær maður lokar hurðinni á eftir
sér." Hef ég einhvern veginn alltaf lifað eftir því, því maður
veit ekki hvenær maður yfirgefður þessa jörð, það getur
verið hvenær sem er. Svo auðvitað á maður að lifa lífinu á
meðan maður getur það.
FLUGFELAG ISLANDS
n|
XNDS Æ
K A RLo K. RISTM AN N SI
Nordica hotel
S N Y R T I
opio NOKIA
H