Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Síða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007 Baráttan um Vinnslustöðina - Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir vilja allt hlutaféð: Heimamenn ráða yfir tveimur þriðju hlutafjár -Ekki að sjá að Vestmannaeyingar ætli almennt að taka tilboði bræðranna sem er 85% hærra en tilboð Eyjamanna ehf. BINNI: Ég skil áhyggjur fólks en ég vil ekki ætla Guðmundi og Hjálmari það að leysa upp félagið. Mér er ekki kunnugt um þeirra forsendur eða framtíðarsýn. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum þá er bitist um hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. Um miðjan maí lögðu Eyjamenn ehf., sem er félag nokkurra hluthafa í Vinnslu- stöðinni, fram yfirtökutökutilboð til annarra hluthafa félagsins á genginu 4.6. I lok mánaðarins lagði Stilla ehf., félag í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, fram samkeppnistilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar á genginu 8,5 sem er 85% hærra en tilboð Eyja- manna ehf. Félög, tengd Stillu ehf. og bræðrunum, eiga samtals tæpt 31% af hlutafé félagsins en Eyja- menn ehf. eiga 50,04% hlut. Eyjamenn ehf. hafa ákveðið að taka ekki samkeppnistilboðinu en þeirra hlutur ásamt öðrum hluthöf- um í Vestmannaeyjum mun vera á bilinu 65% til 67%. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja er hluthafi og áreiðanlegar heimildir herma að stjómendur þar vilji ekki selja sinn hlut. Allt bendir því til þess að Vinnslustöðin verði áfram í höndum Vestmannaeyinga. Binni í Vinnslustöðinni: Eyjamanna að ákveða að selja „Staðan er einfaldlega sú að Eyja- menn ehf. hafa gert með sér sam- komulag um stjórnun og rekstur Vinnslustöðvarinnar og hafa lagt fram yfirtökutilboð í hlutafé fé- lagsins eins og skylda er. Til viðbót- ar hefur borist samkeppnistilboð frá Guðmundi Kristjánssyni, Hjálmari Kristjánssyni og félögum þeim tengdum. Við bjóðum á genginu 4,6 og þeir bjóða 8,5. Eyjamenn ehf. hafa ákveðið að selja ekki,“ sagði Binni í Vinnslustöðinni þegar hann var spurður út í stöðuna hjá félag- inu. „Eyjamenn ehf. og aðrir Eyjamenn eiga 65% til 67% hlut í Vinnslu- stöðinni og það verður hver og einn að gera það upp við sig hvort hann vill selja eða ekki. Ég er ekkert hissa á að Guðmundur og Hjálmar vilji kaupa og það er hverjum frjálst að bjóða í Vinnslustöðina. Það er ekki við þá að sakast. Hins vegar er það Eyjamanna að ákveða hvort þeir selja eða ekki.“ Nú hefur mikið verið rœtt um stöð- una í sjávarplássum að undanförnu og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar sem komin er upp á Flateyri og í Vestmannaeyjum, hvað finnst þér um þessa umrœðu? „Það er bara þannig að Vest- mannaeyingar hafa það í hendi sinni hvort þeir selja eða ekki. Það var Flateyringur sem ákvað að selja og að því leyti samanburðarhæft. En það sem skilur á milli Flateyringa og Eyjamanna er að Eyjamenn vilja ekki selja. Það hefur verið gæfa Vestmannaeyja að þeir sem hafa selt heimildir hafa látið önnur útgerðar- félög í Vestmannaeyjum hafa for- gang við kaupin." Skilur þú áhyggjur fólks af stöðu mála? „Ég skil áhyggjur fólks en ég vil ekki ætla Guðmundi og Hjálmari það að leysa upp félagið. Mér er ekki kunnugt um þeirra forsendur eða framtíðarsýn. Én miðað við þá þekkingu sem ég hef á sjávarútvegi þá myndi ég að minnsta kosti ekki treysta mér til að reka fyrirtækið í þeirri mynd sem nú er gert ef hlutafé er keypt á því gengi sem þeir bjóða." Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar: Þungt högg, fari aflaheimildir í burtu Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar sagði það fyrst og fremst ánægjulegt hversu mikil samstaða væri meðal Eyjamanna að verja kvóta bæjarfélagsins. „Mér finnst það sérstaklega ánægjulegt að sjá að okkar útgerðarmenn og eig- endur útgerðarfélaga og ekki síður hinn almenni hluthafi bréfa í Vinnslustöðinni virðast bera gæfu til þess að verja hlut samfélagsins hér og standa vörð um kvóta Eyja- manna. Ég held að fólk geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika máls-1 ins enda Vinnslustöðin stórt og öflugt fiskvinnslufyrirtæki, með fjölda fólks í vinnu hjá sér. Það yrði auðvitað þungt högg ef rekstur fyrirtækisins myndi breytast á þann hátt að einhver hluti veiðiheimilda færi frá Eyjum. Við því megum við ekki. Hlutabréfakaup eru langtímafjár- festing eins og sjá má á viðbrögðum Lífeyrissjóðsins og annarra eigenda hluta í Vinnslustöðinni. Það er því lífsspursmál fyrir Vestmannaeyjar að kvótinn haldist hér í heimabyggð og af því má ekki gefa neinn af- slátt,“ sagði Gunnlaugur. Páll Scheving, talsmaður minnihlutans: Snúum vörn í sókn Páll Scheving, oddviti Vestmanna- eyjalistans segir stöðu starfsfólks Vinnslustöðvarinnar vissulega al- varlega og skilur áhyggjur þeirra, en segist ekki jafn áhyggjufullur sjálf- ur. „I þessu máli ræður markaðslög- málið. Ekkert annað. Átökin um Vinnslustöðina snúast um viðskipti. Ég hef þá trú að meirihluti eigenda fyrirtækisins meti stöðuna þannig að þessi fjárfesting í Vestmannaeyjum sé enn heppileg. Það hefur gengið vel að reka sjáv- arútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum og því ekki rík ástæða til þess að selja. Það er lykilatriði. Þess vegna eru enn nægar aflaheimildir í Vest- mannaeyjum. Til þess að svo verði áfram verður umhverfið kringum útgerðina að standast tímans tönn. Stórskipahöfn með öflugu upptöku- mannvirki og frystigeymslum mun verja samfélagið og færa aflaheim- ildir til Vestmannaeyja en ekki frá þeim. Ráðumst í það verkefni og snúum vörn í sókn. Menn eru í þessu til að ávaxta sitt pund og afla- heimildimar munu leita þangað sem hagkvæmast er að gera út. Höfum það hugfast," sagði Páll. — . r íii' i / ^L- É - . j : «.„i. _ ^ r 1; ^ u 'jj 1 JH: f—^ ' ■k L ■ ■ÉFyv Eykyndill afhenti Heilbrigðisstofnun á dögunum sérstakan bekk og stól til notk- unar á slysamóttöku heilsugæslustöðvar- innar en sá sem var fyrir var orðinn gamall og úreltur. Bekkinn má hækka og lækka með einu handtaki en í því felst mikil hagræðing fyrir s júklinga og heil- brigðisstarfsfólk. Auk þess gáfu Eykynd- ilskonur h jólastól til notkunar á heilsu- gæslunni. Starfsfólk stofnunarinnar lýsti yfir ánægju með gjöfina sem hefði mikið gildi fyrir sjúklinga, bæði væri bekkurinn mun breiðari og að öllu leyti færi betur færi um sjúklinga. Auk þess væri vinnu- aðstaða lækna og hjúkrunarfólks allt önnur. Gjöfin kæmi því öllum til góða. Brugðist við of mikilli mengun Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs lágu fyrir mengunar- mælingar vegna Sorpeyðingar- stöðvar Vestmannaeyja. Mælt var í janúar sl. og eru helstu niðurstöður þær að rykmengun mældist verulega yfir mörkum sem stöðinni eru sett í starfsleyfi. Vetnisklóríð mælist einnig yfír mengunarmörkum en kolmónoxíð er undir mörkum. Ekki tókst að mæla lífrænt kolefni í úblæstri stöðvarinnar. Það var samþykkt að bregðast strax við og var framkvæmda- stjóra umhverfis- og fram- kvæmdasviðs falið að gera framkvæmdaáætlun vegna nýs mengunarvarnarbúnaðar. Ráðið samþykkti að gera ráð fyrir framkvæmdum í fjárhagsáætlun 2008 með möguleika á því að dreifa kostnaði yfir á tvö ár. Frosti Gíslason, framkvæmda- stjóri umhverfis- og fram- kvæmdasviðs, sagði ákvörðun ráðsins vera í samræmi við markmið stefnumörkun bæjarins í sorpmálum Vestmannaeyja. Þar kom m.a. fram að eitt af mark- miðum stefnumörkunarinnar væri að draga úr mengun frá Sorpeyðingarstöðinni. „Ég er ákaflega sáttur við þessa ákvörðun framkvæmda- og hafnarráðs og tel hana mjög skynsamlega. Það er gert ráð fyrir þessu á þriggja ára áætlun bæjarins en við viljum að búnaðinum verði komið upp strax á næsta ári.“ Frosti sagði að Sorpeyðingar- stöðin sé að nokkru leyti bam síns tíma en hún var gangsett í janúar 1993. „Frá þeim tíma hafa mengunarmörk hækkað og við því er verið að bregðast." Nýr löndunar- krani Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti að fela hafnarstjóra að festa kaup á löndunarkrana og láta setja upp norðan megin í austurhluta Ériðarhafnar, þ.e.a.s. fyrir norðan núverandi löndunar- krana. Áætlaður kostnaður vegna kaupa á krananum er 2 milljónir króna án vsk. fyrir utan uppsetn- ingu. Ráðið samþykkir að gert verði ráð fyrir þessum kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2007. ÍJtgefandi: Eyjasýn elif. 480278-054!) - Vestmannafiýjum. RitBtjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttii- og Júlins Ingason. Iþróttir: Jiilíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnn: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símai: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. NetfangAafpóstnr: frettir@eyjafrcttir.is. Veffang: Iittji/Avww.eyjafix'ttir.is FRÉTTER koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lairsasölu á Kletti, Tiistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafmirversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i IVidarhölii.. FRÉTtiK eru prentaðar i 2000 eintökum. FRÉTTIR eni aðilar að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er ólieimilt nema lieimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.