Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Qupperneq 9
Frcttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
9
Árið 2006 veiddu íslendingar um
157 þúsund tonn úr norsk-íslenska
síldarstofninum en heildarveiðin er
áætluð um ein milljón tonn. Fyrir
árið 2007 lagði Alþjóðahafrann-
sóknaráðið til 1280 þúsund tonna
aflamark og samkvæmt alþjóðlegu
samkomulagi frá janúar 2007 verða
því aflaheimildir íslendinga árið
2007 tæp 186 þúsund tonn. Alþjóða-
hafrannsóknaráðið veitir ekki
ráðgjöf um hámarksafla fyrir árið
2008 fyrr en í október nk.
Loðna, náðu að mæla 2005
árganginn
Heildaraflinn á loðnuvertíðinni
2006 til 2007 varð 377 þúsund tonn
en leyft hafði verið að veiða 385
þúsund tonn. Á síðasta hausti, 2006,
tókst að mæla þann hluta loðnu-
stofnsins sem veiðin á vertíðinni
2007 til 2008 mun aðallega byggjast
á, þ.e. árganginn frá 2005 en meiri
óvissa er um eldri árganginn, 2004.
Mælingin á árganginum frá 2005 og
reiknuð meðalframlegð eldri ár-
gangsins, miðað við síðustu tvö ár,
svarar til 308 þúsund tonna heildar-
aflamarks á vertíðinni 2007 til 2008.
Samþykkt aflaregla gerir ráð fyrir
að tveimur þriðju þessa aflamarks
verði úthlutað til bráðabirgða og
jafngildir það 205 þúsund tonna
upphafsaflamarki vertíðina 2007 til
2008.
Vegna mikillar óvissu í spánni og
þess að loðnan bætir ört við sig
þyngd yfir sumarmánuðina leggur
Hafrannsóknastofnun enn fremur til
að ekki verði leyft að hefja loðnu-
veiðar fyrr en haustið 2007.
Kolmunni, hlutur íslend-
inga 300 þús. tonn í ár
Árið 2006 veiddu Islendingar um
310 þúsund tonn af kolmunna.
Heildaraflinn árið 2006 í Norður-
Atlantshafi er talinn hafa verið
tæpar tvær milljónir tonna. I mars-
apríl 2007 mældist stofninn á
hrygningarslóð vestan Bretlands-
eyja um 11,2 milljónir tonna, sem er
nokkru meira en mældist árið 2006.
Aftur á móti hefur hrygningarstofn
kolmunna minnkað um 32% frá
2003 til 2006 samkvæmt stofnmati
sem gert var árið 2006. Alþjóða-
hafrannsóknaráðið lagði til að ekki
yrði veitt meira en 980 þúsund tonn
árið 2007.
Islendingar, Norðmenn, Færey-
ingar og Evrópusambandið gerðu
með sér samkomulag í desember
2005 um veiðar og skiptingu
kolmunnastofnsins og á aðalfundi
NEAFC í nóvember 2006 var sam-
þykkt að veiðar úr stofninum árið
2007 yrðu 847 þúsund tonn sem
skiptist milli veiðiþjóða. Samkvæmt
þessu samkomulagi er hlutur Is-
lendinga um 300 þúsund tonn árið
2007 en Alþjóðahafrannsóknaráðið
veitir ekki ráðgjöf um hámarksafla
fyrir árið 2008 fyrr en í október
2007.
Humar, stærri stofn
Humaraflinn árið 2006 var 1875
tonn, samanborið við 2030 tonn árið
2005. Veiðistofn humars, 6 ára og
eldri, árið 2007 er nú metinn um
16.000 tonn eða nokkru stærri en
áætlað var á síðasta ári.
Stofninn minnkaði í sögulegt lág-
mark um 1995 sökum slakrar
nýliðunar og mikillar sóknar suð-
austan lands árin 1991 til 1994.
Vegna sterkari árganga frá árunum
um og upp úr 1990 fór nýliðun aftur
batnandi á suðausturmiðum eftir
1995 en var áfram slök á suð-
vesturmiðum. Horfur á nýliðun eru
enn þá góðar við Suðausturland en
lélegastar á miðunum við Reykja-
nes.
Hafrannsóknastofnunin leggur sem
fyrr til að aflinn miðist við kjörsókn
og að humarafli fiskveiðiárið 2007
til 2008 fari ekki yfir 1900 tonn.
Einnig leggur stofnunin til að
veiðinni verði dreift á milli veiðir
svæða með tilliti til nýjustu upp-
lýsinga um stofnstærð hverju sinni.
Grafalvarleg
tíðindi
Ættu að huga
meira að
ætinu
Hafrannsókna-
stofnun hefur
lagt til að
fiskveiðiheim-
ildir verði skert-
ar á komandi
fiskveiðiári.
Tillögumar
miðast við að
ýsukvóti verði
95 þúsund tonn í stað 105 þúsund
tonna sem er skerðing um 9,5%,
ufsi verði 60 þúsund tonn í stað 80
þúsund tonna sem þýðir skerðing
um 25% og þorskvóti verði 130
þúsund tonn í stað 193 þúsund
tonna sem er skerðing um 32.6%.
Þessar hugmyndir hafa mikil áhrif
á afkomu útgerða og sjómanna og
sveitarfélagsins.
Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á
Vestmannaey VE, sagði þetta mjög
slæm tíðindi og uggvænlega þróun
en tók fram að hann væri ekki
búinn að lesa skýrsluna. „Mér
fmnst þeir ættu að huga meira að
ætinu fyrir þorskinn því þetta eru
ábyggilega samverkandi þættir. Við
verðum varir við að þorskurinn er
horaður og ætislaus eftir hrygningu.
Það hefur verið töluvert af þorski á
þeim svæðum sem við höfum verið
á í vetur en það segir ekki alla
söguna.
Nýliðunin skiptir máli og menn
ættu að skoða betur hvað veldur því
ef hún er ekki að skila sér. Menn
eru að byrja að ræða þetta á mið-
unum en ég á eftir að kynna mér
þær upplýsingar sem koma fram í
skýrslunni,“ sagði Biggi á Vest-
mannaey á þriðjudag.
Held að þetta
sé fyrirfram
ákveðið
„Mér fmnst þetta
skelfilegt," sagði
Bergvin Oddson
útgerðarmaður á
Glófaxa þegar
hann var spurður
álits á tillögum
Hafrannsókna-
stofnunnar.
„Það hefur sjald-
an verið meiri fískur í sjónum og í
vetur. Eg veit ekki hvaðan þessir
fiskifræðingar koma, við hvem þeir
tala og hvemig þeir athuga þetta.
Ekki ræða þeir við menn sem
stunda þetta, þeir virðast bara fara
eftir fræðunum."
Bergvin, sem fór á sína fyrstu
vertíð 1961, segir eðlilegt að það
séu sveiflur í afla enda stýri nátt-
úran því. „Það hafa alltaf komið
dánvertíðir og það em áraskipti í
þessu. Okkur fannst fiskurinn vera
vel haldinn í vetur og nóg æti í
honum og ekkert sem gaf til kynna
að hann væri styttri og horaðri en
eðlilegt getur talist. Þvert á móti
var hann vel haldinn, við höfum
landað á markað og enginn kvartað.
Það er nógur fiskur en við höfum
ekki verið spurðir og maður hefur
það á tilfmningunni að þetta sé
ákveðið fyrirfram.
Er ekki erfitt að gera út þegar
óvissan er svona mikil?
„Það er erfitt að vita aldrei neitt og
geta aldrei stillt þetta af. Maður er
alltaf að vona að þetta lagist og það
liggur við að þetta sé reiðarslag
fyrir einyrkja. Það er kannski mark-
miðið að ganga frá þessum minni.
Eg skil þetta ekki enda ekkert sam-
ráð haft við okkur sem emm að
stunda þetta."
Meiri þorskur
núna ef eitt-
hvað er
„Mér fmnst þetta
alltof mikil
skerðing á
þorskkvóta,"
sagði Sindri
Óskarsson, skip-
stjóri á Frá VE.
„Ef eitthvað er
þá hefur maður
orðið var við
meiri þorsk undanfarið fiskveiðiár.
Mér hefur ekki þótt þorskurinn
horaður og ef það er skortur á æti
þá er ég ekki hlynntur því að
minnka kvótann. Þá þarf að grisja
því það þýðir ekki að fjölga þeim
sem þarf að metta.“
Sindri segir að vissulega komi
þetta við útgerðir, það sé ekki
spuming. „Áflaverðmæti kemur til
með að minnka og þar með tekjur
útgerðarmanna og sjómanna. Á
móti kemur að líklega mun fiskverð
hækka eitthvað. Annars er alltaf
verið að gera það sama og enn
verið að draga saman. Það virðist
ekki vera einföld lausn á þessu og
líklega ráða náttúrulegar aðstæður
mestu. Við gætum auðvitað klárað
fiskinn í sjónum ef það væm engin
takmörk á veiðiheimildum en
vemdun hefur ekki skilað því sem
vonast var til.
Eg get ekki séð að það borgi sig
að minnka kvótann ef það er
skortur á æti því þá étur hann
undan sér. Við höfum fengið þorsk
sem er fullur af þorskseiðum þegar
vantar æti og þar af leiðandi á ekki
að fjölga þeim sem berjast um
fæðuna þegar þannig stendur á.“
Gunnlaugur Páll
„Forseti bæjarstjómar, Gunnlaugur
Grettisson, segir það mjög alvarlegt
mál ef þorskkvótinn yrði skorinn
niður eftir tillögu Hafrannsókna-
stofnunar.
„Skýrslan er klárlega vonbrigði og
ef tillögumar ná fram að ganga er
um verulega skerðingu að ræða og
kemur eðli málsins samkvæmt verst
niður á fyrirtækjum sem em að
miklu leyti í bolfiski. Ef loðnu-
kvótinn yrði eitthvað meiri á næsta
fiskveiðiári myndi það milda
áhrifin fyrir bæjarfélagið en eins og
áður segir kemur skerðingin illa við
ákveðin fyrirtæki sem er slæmt.
Eg vona að farin verði einhver
millivegur í þessu, það er milli
tillagna Hafró og núverandi afla-
marks. Fyrir þjóðarbúið í heild
emm við engu að síður að tala um
talsvert minni útflutningstekjur,
fjárhæðir upp á einhverja milljarða.
Oll skerðing kemur illa við okkur
hér í Eyjum, við erum sjávarpláss
með alít okkar undir í sjávarútveg-
inum.
Gunnlaugur vill hins vegar ekki
meina að við kvótakerfið sé að
sakast einvörðungu. „Auðvitað er
kvótakerfið ekki fullkomið en ég
hef ekki enn séð þá sem gagnrýna
það koma með aðrar lausnir.
Vestmannaeyingar hafa ennfremur
náð mjög góðum árangri í núver-
andi kerfi, hér er útgerð mjög öflug
og um hana verðum við að standa
vörð,“ sagði Gunnlaugur.
„Tfðindin em auðvitað grafalvarleg
fyrir okkur Vestmannaeyinga,"
sagði Páll Scheving, oddviti
Vestmannaeyjalistans, um tillögur
Hafró um skerðingu aflaheimilda.
„Fiskveiðistjómunarkerfið hefur
verið umdeilt. Það hefur meira að
segja verið stofnaður stjómmála-
flokkur til höfuðs því. Það jákvæða
við fiskveiðistjómunarkerfið er að
það hefur skilað mikilli hagræðingu
í greininni og stöndugri fyrir-
tækjum. Hins vegar er neikvæða
hliðin sú að heilu bæjarfélögin em
að leggjast í eyði við hagræðinguna
og fiskistofnamir, sem kerfið átti
upphaflega að vemda, eru að
minnka. Einfaldar staðreyndir. Það
er því eðlilegt að margir spyrji
sjálfan sig hvort þetta kerfi hafi
virkað sem skyldi. Ég hef því
miður ekki einfalda lausn á þessum
vanda og öfunda sjávarútvegsráð-
herra afskaplega lítið þessa dagana.
Hver vildi halda á þessum kaleik?
Elías lætur af störfum sem formaður Jötuns eftir 32 ár:
Kvótakerfið handónýtt frá byrjun
ELÍAS tekur við viðurkenningu úr hendi Snorra Óskarssonar á sjó-
mannadaginn. Hann er sáttur við útgerðarmenn í Eyjum sem hann
segir þá bestu á landinu.
Á aðalfundi Sjómannafélagsins
Jötuns á töstudaginn bar það
helst til tíðinda að skipt var um
formann í félaginu en Valmundur
Valmundarson tók við af Elíasi
Björnssyni. Elías hefur verið for-
maður félagsins í 32 ár en hann
mun áfram starfa á skrifstofu
félagsins og í Alþýðuhúsinu.
Elías sagði árin 32 hafa verið
viðburðarík í formannsstarfinu.
„Það hefur auðvitað mikið breyst
á þessum árum, bæði varðandi
veiðar og einnig tækjabúnað til
sjós. Svo var kvótakerfinu því
miður komið á 1984. Staðan var
slæm þá en hún hefur ekkert
breyst og ennþá er verið að
skerða veiðiheimildir í þorski.
Kerfið var sett á til að vernda
fiskstofninn en þorskstofninn er
enn of lítill. Því segi ég að kerfið
sé handónýtt og hefur verið það
frá byrjun. Það er líka mjög
slæmt hversu innbyggt það er í
kvótakerfið að kaupa og leigja
óveiddan fisk, eins vitlaust og það
nú er. Eg var á móti kvóta-
kerfinu þegar það var sett á og er
enn á móti því í dag.
Nýjasta útspil Hafró varðandi
niðurskurð í þorskveiðum styrkir
mig í þessari skoðun en ef farið
verður eftir ráðgjöfum þeirra
mun það þýða minni vinnu til
sjós og lands og minnkandi
þjóðartekjur.“
Elías segir þó margt jákvætt
eftir formannssetuna. „Það sem
stendur upp úr er hversu lán-
samur ég hef verið með sam-
starfsfólk bæði í stjórn og trún-
aðarstörfum fyrir félagið. Auk
þess hef ég verið það lánsamur að
hafa ekki orðið fyrir neinum
skakkaföllum í starfi og ekki
fengið neitt í bakið. Utgerðar-
menn verða einnig að fá sitt enda
eru þeir einstaklega góðir í sam-
starfi hér í Eyjum, þeir bestu á
landinu eftir því sem ég heyri,“
sagði Elías að lokum.
Ný stjórn Sjómannafélagsins
Jötuns er þannig skipuð,
Valmundur Valmundsson, for-
maður, Sigurður Sveinsson,
varaformaður, Þorkell Árnason,
gjaldkeri, Haukur Hauksson,
ritari og meðstjórnendur eru
Júlíus V. Óskarsson, Heimir
Freyr Geirsson og Þorvaldur
Ásgeirsson.