Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Page 18
18
Fréttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
LEIDDU saman hesta sína. Tríkot og Lúðrasveit Vestm. á skemmtuninni í Höllinni á laugardagskvöldið.
ÞÁ vakti einnig athygli ný uppstilling á hljómsveitinni Obbosí, sem Ós-
valdur Freyr stofnaði á sínum tíma.
Tríkot og Lúðró rokkuðu feitt
Hún var mögnuð frammistaða hljómsveitarinnar Tríkot og lúðrasveitanna
tveggja, Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Lúðrasveitar verkalýðsins sem
leiddu saman hesta sína í fyrsta sinn á skemmtikvöldi sjómannaballsins.
Alls tók sveitin fjögur lög, hvert öðru skemmtilegra en hámarkinu var náð
með lokalaginu, Bohemian Rhapsody og voru áhorfendur komnir upp á
stóla í fagnaðarlátunum. „Þetta var alveg magnað og ég held ég hafi bara
aldrei lent í öðru eins,“ sagði Ósvaldur Freyr Guðjónsson, stjórnandi
sveitarinnar og útsetjari laganna.
Alls voru 37 hljóðfæraleikarar á sviðinu að meðtöldum stjórnandanum en
Ósvaldur segir það ekki hafa tekið langan tíma að æfa bandið saman. „Það
tók nákvæmlega tvær æfingar. Ég útsetti lögin fyrir lúðrasveitina og svo
hittumst við tvisvar áður en við spiluðum í Höllinni. Hugmyndin kviknaði
hins vegar hjá Sæþóri Vídó og má segja að þetta hafi verið svona hálfgerð
„generalprufa“ því við stefnum á alvöru tónleika í velur, væntanlega eftir
áramót þar sem við tökum marga góða smelli og læðum jafnvel inn sitt
hvoru frumsamda laginu eftir mig og Sæþór.“
Þá vakti einnig athygli ný uppstilling á hljómsveitinni Obbosí, sem Ós-
valdur Freyr stofnaði á sínum tíma. „Já, við ákváðum að fara út í svona
brasssveit þar sem maður fær loksins að spila á sitt rétta hljóðfæri,
trompetinn. En það verður sömuleiðis framhald á þessu en of snemmt að
segja að hvaða leyti,“ sagði Ósvaldur að lokum.
HÁMARKINU var náð með lokalaginu, Bohemian Rhapsody og voru áhorfendur komnir upp á stóla í
fagnaðarlátunum.
Ljósmyndun skemmtilegt tján-
ingarform
-segir José, ljósmyndari Sumarstúlkukeppninnar
José Migual Boas Cervantes-
Henriksen tók að sér að ljós-
mynda stúlkurnar sem taka þátt í
Sumarstúlkukeppni fyrir Fréttir
þar sem stúlkurnar eru kynntar.
José hefur verið í Ijósmyndanámi
í Danmörku en vinnur sem
leiðsögumaður á Kaffi Kró í
sumar.
„Eg er að vinna á Kaffi Kró
sem lciðsögumaður með danska
hópa, það eru að koma hingað
danskir skólakrakkar og ég er að
sýna sprang og fleira. Eg hef
verið að læra Ijósmyndun í eitt ár
og svo þarf ég að taka þrjú ár
verklegt. Ljósmyndarinn, sem ég
verð hjá, er með nema sem er að
klára en ég er ekki viss hvar ég
klára verklega hlutann. Hann er
jafnvel að hugsa um að flytja til
Bandaríkjanna og ýmsar pæl-
ingar í gangi, ekkert staðfest
ennþá þannig að það er ekki
ákveðið hvar ég kem til með að
klára verklega hlutann.“
Af hverju valdirðu að fara í Ijós-
myndun?
„Mér finnst Ijósmyndun
skemmtilegt tjáningarform. Eg
hef gaman af því að taka myndir
og náttúran á Islandi er einstök.
Draumurinn er að verða eins og
Robert Capal en hann var
frægur þýskur fréttaljósmynd-
ari.“
José fluttist hingað frá
Danmörku 1998 og því ekki
óeðlilegt að hann sæki sér
menntun til Danmerkur. „Maður
fer út í skóla og kemur alltaf
heim til Vestmannaeyja, beint á
hótel mömmu,“ segir José og
brosir sínu blíðasta. „Eg fer
ábyggilega út næsta haust og það
var skemmtilegt að taka þetta
verkefni í sambandi við Sumar-
stúlkukeppnina. Þetta eru alit
mjög fínar stelpur og Hjördís er
líka skemmtileg, „hálsinn upp og
bóbburnar fram,“ sagði hún
þegar ég var að mynda stelp-
urnar. Þetta var bara mjög
skemmtilegt.“
Samorka hélt fund í Eyjum í
síðustu viku. Samorka er samtök
rafveitna, hitaveitna og vatnsveit-
na en fundurinn hér var fagfun-
dur raforkusviðs Samorku. Eyja-
maðurinn, Eiríkur Bogason er
framkvæmdastjóri Samorku en í
tengslum við fundahöldin komu á
bilinu 120 til 150 manns en
fundinn sátu um 100 manns.
Fundurinn stóð fimmtudag og
föstudag. Mökum var boðið upp
á sérstaka dagskrá á fimmtudag
og eftir fundahöld á föstudag var
farið í Týrkjaránsferð um Heima-
ey. Sýningin í Vélasalnum, þar
sem Drífa Þöll las upp fyrir gesti,
var skoðuð, farið í rútuferð og
staðir sem tengjast ráninu voru
skoðaðir undir leiðsögn Helgu
Hallbergsdóttur.
Sigurjón Ingólfsson, hjá Hita-
veitu Suðurnesja í Eyjum, sagði
fundinn hafa tekist ágætlega en
óneitanlega hefði veðrið, strik í
reikninginn.
H